Smellir í að framan

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
jongunnar
Innlegg: 220
Skráður: 14.jún 2011, 21:03
Fullt nafn: Jón Gunnar Mýrdal

Smellir í að framan

Postfrá jongunnar » 09.mar 2012, 11:39

Sælir ég er farinn að heyra smelli í bílnum þegar ég keyri í framdrifinu og lendi á þurru malbiki. Þetta hljóð er ekki málmkennt heldur er það eins og það komi högg á dekkið svipað og þegar maðu fer í holu sem er með hvössum brúnum. Þetta kemur ekki nema að bíllinn sé í framdrifi. Ég tek hann aldrei úr lokum. Ég er ekki með sjálfvirkar lokur heldur ég með Superwinch. Drifskaftið er ekki laust. hann er ekki laus á legum eða með ónýtar legur. Dettur ykkur eitthvað í hug???


Ef það er ekki olía undir enskum bílum þá er ekki olía á þeim


Guðjón S
Innlegg: 76
Skráður: 20.júl 2010, 16:43
Fullt nafn: Guðjón Smári Guðjónsson

Re: Smellir í að framan

Postfrá Guðjón S » 09.mar 2012, 11:56

Sexkúluliðurinn er farinn hjá þér.

Batakveðjur
Guðjón


Dodge
Innlegg: 288
Skráður: 05.okt 2010, 15:05
Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
Bíltegund: Jeep Wrangler
Staðsetning: Akureyri

Re: Smellir í að framan

Postfrá Dodge » 09.mar 2012, 12:22

Bíltegund og útbúnaður er einmitt gott að taka fram

User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Smellir í að framan

Postfrá Svenni30 » 09.mar 2012, 12:56

Ég myndi líka halda að þetta sé Sexkúluliðurinn
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"


Höfundur þráðar
jongunnar
Innlegg: 220
Skráður: 14.jún 2011, 21:03
Fullt nafn: Jón Gunnar Mýrdal

Re: Smellir í að framan

Postfrá jongunnar » 09.mar 2012, 13:06

Dodge wrote:Bíltegund og útbúnaður er einmitt gott að taka fram

Þetta er Patrol;)
Ef að þetta er sexkúluliður ætti ég þá ekki að heyra þetta líka þegar ég er ekki með hann í framdrifi? hann er alltaf í lokunum svo að draslið snýst alltaf. eins myndi ég giska á að kúluliðurinn myndi smella halst í kröppum beygjum ef að hann væri farinn......
eða hvað???
Ef það er ekki olía undir enskum bílum þá er ekki olía á þeim


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Smellir í að framan

Postfrá ivar » 09.mar 2012, 13:14

Eftir mikil og furðuleg vandræði í gegnum tíðina með hina og þessa smellina í patrol, fáðu þér aðrar lokur, varanleag eða tímabundið til að útiloka þær.
Ég hef meira að segja sett í lokur aftur sem ég hélt að væru í lagi en svo small bara í þeim líka.

Hinsvegar kemur eins og áður er sagt sexkúluliðurinn líka til greina :)

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Smellir í að framan

Postfrá Hagalín » 09.mar 2012, 13:17

Eg mundi skjóta 99% á lokurnar.....
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Smellir í að framan

Postfrá -Hjalti- » 09.mar 2012, 14:06

Mín reynsla er að ef sexkúlu liður fer í mauk þá er nánast ekkert hægt að beygja
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


ojons
Innlegg: 79
Skráður: 18.mar 2011, 23:49
Fullt nafn: Óskar Jónsson
Bíltegund: Lúxus

Re: Smellir í að framan

Postfrá ojons » 09.mar 2012, 15:07

gætir líka ath. stífu fóðringar að framann upp við grind, þær gætu verið orðnar svo eyddar að stýfan nái að berja í gegn...

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Smellir í að framan

Postfrá Hagalín » 09.mar 2012, 17:16

Efast stórlega um að stífufóðringar séu vandamálið.

Ég lenti nákvæmlega í því sama og maður fann alveg fyrir þessu upp í stýri.

Málið var að gormurinn í lokunum var orðinn lélegur og þegar tennurnar fara og hoppa yfir
þá er þetta orðið lélegt og endar bara með því að tennurnar í lokunum hreynsast alveg.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Smellir í að framan

Postfrá Sævar Örn » 09.mar 2012, 21:03

lokur
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Smellir í að framan

Postfrá AgnarBen » 10.mar 2012, 02:11

Einkennin stemma við lokurnar. Ég var með Superwinch lokur á gamla mínum og þær eru óttalegt drasl, myndi byrja á því að útiloka þær.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Refur
Innlegg: 239
Skráður: 13.aug 2010, 09:33
Fullt nafn: Vilhjálmur Arnórsson

Re: Smellir í að framan

Postfrá Refur » 10.mar 2012, 09:54

Um að gera að græja þetta sem fyrst svo að öxulendinn tjónist ekki.
Mæli með föstum flöngsum frá Renniverkstæði Ægis, ekkert vesen!

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Smellir í að framan

Postfrá Hagalín » 10.mar 2012, 10:43

Refur wrote:Um að gera að græja þetta sem fyrst svo að öxulendinn tjónist ekki.
Mæli með föstum flöngsum frá Renniverkstæði Ægis, ekkert vesen!



Eða redda sér biluðum eða heilum orginal lokum og láta sjóða þær. Er búinn að vera með svoleiðis á tveimur bílum og aldrey hefur
það verið til vandræða...
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur