Síða 1 af 1

reynsla manna að blokka egr í 3.oL patrol

Posted: 09.mar 2012, 11:35
frá halldorrj
jæja hafa menn ekki verið að þessu, ég gerði þetta við minn bíl og hann er ap missa afl þegar ég er í jöfnum snúning í 4 eða 5 gír, en þá er nóg að slá aðeins af og gefa honum aftur þá kemur "aflið" aftur. getur þetta tengst egr

Re: reynsla manna að blokka egr í 3.oL patrol

Posted: 09.mar 2012, 22:55
frá sfinnur
Ég var að lenda í þessu sama um daginn, þegar ég lét lesa af bílnum í tölvu kom upp villa varðandi egr og loftflæðiskynjara, lagaði ég bæði(var bara vír í sundur á egr) og hefur bíllinn verið til friðs eftir það. Það var ekki búið að blokka egr þegar þetta byrjaði og ég byrjaði á að prófa það, en breyttist ekkert.

Re: reynsla manna að blokka egr í 3.oL patrol

Posted: 10.mar 2012, 16:59
frá halldorrj
hvar var þessi vír sem þú lagaðir? var auðsjáanlegt að hann væri í sundur ?

Re: reynsla manna að blokka egr í 3.oL patrol

Posted: 10.mar 2012, 19:01
frá olei
Ef þú ert búinn að blokka EGR þá er mjög ólíklegt að þetta vandamál tengist því.

Lýsingin getur passað við lélegan loftflæðiskynjara. Fljótlegt að tékka það af ef þú getur fengið lánaðan skynjara úr öðrum bíl til að prófa.

Re: reynsla manna að blokka egr í 3.oL patrol

Posted: 11.mar 2012, 00:35
frá sfinnur
hvar var þessi vír sem þú lagaðir? var auðsjáanlegt að hann væri í sundur ?

Vírinn var í sundur alveg við tengið á egr, vírarnir voru orðnir harðir og leiðinlegir.

Re: reynsla manna að blokka egr í 3.oL patrol

Posted: 11.mar 2012, 09:02
frá AgnarBen
Þú ert örugglega búinn að skoða hráolíusíuna MJÖG vel ?

Patrol er óvenjuviðkvæmur fyrir óhreinindum í síunni og getur brugðist svona við ef það er skítur í henni. Ég lenti í þessu á mínum gamla, skipt var um síu en stuttu seinna kom þetta kraftleysi á snúningi aftur. Tölvulestur gaf olíuverkið en þegar sía númer tvö var skoðuð mjög vel þá komu í ljós örsmáarleyfar af málningaflögum úr aukatankinum. Sía á lögnina frá aukatankinum og ný olíusía löguðu vandamálið.

Re: reynsla manna að blokka egr í 3.oL patrol

Posted: 11.mar 2012, 11:36
frá halldorrj
það er ný hráolíu sía í honum, en ekki vitlaust að kíkja á hana tók hann í notkun eftir 4 mánuði í geymslu og gæti verið að koma einhver drulla úr tanknum í hana

Re: reynsla manna að blokka egr í 3.oL patrol

Posted: 12.mar 2012, 21:52
frá oddur
Ég myndi prufa að taka loftflæðiskynjarann úr sambandi sem er á pústinum.

Er sjálfur með corollu sem byrjaði á þessu. Var máttlaus og hikstaði á jöfnum snúningi en lagaðist þegar ég slakaði á gjöfinni og gaf síðan hressilega inn. Ég tók skynjarann úr sambandi og þá lagaðist bílinn (á síðan eftir að kaupa nýjan skynjara).