Torsen lás - vandræði
Torsen lás - vandræði
Sælir.
Ég skellti torsen lásum í bílinn hjá mér að framan og aftan og get vægast sagt að mér finnst þetta skemmtilegir lásar.
Hinsvegar er vandamál með framlásinn hjá mér og það lýsir sér þannig að undir átaki leitar bílinn til hægri.
Þetta er mjög sterk leitun og fyrst þegar ég setti bílinn saman og keyrði hélt ég að loka væri ekki að virka. Leitaði af mér allan grun og prófaði aftur. Sama mál.
Til að vera alveg viss víxlaði ég lokunum og alltaf leitar bíllinn til hægri.
Þetta er það mikið að ef ég er á góðri gjöf þarf ég að snúa stýrinu 1/4 úr hring til að mæta þessu togi.
Hvað vilja sérfræðingar meina að geti verið að?
Búinn að kanna loftþrýsting í dekkjum og bæði dekk og felgur eru ný.
Búinn að mæla að hásingar eru samsíða. (samt bara með málbandi svo þarna geta verið 2-5mm í skekkju en í 4m hjólhafi skiptir það litlu held ég)
Búinn að hafa miðju á stýri sitt hvoru megin við miðju og á miðju, alltaf leitar hann í sömu átt.
Eins og áður sagði búin að víxla lokum ef þær væru vandamál.
Eru menn með einhverjar hugmyndir um hvað væri vandamálið?
Sá sem kemur með réttu hugmyndina sem leysir málið fær kassa af bjór :)
Ívar
Ég skellti torsen lásum í bílinn hjá mér að framan og aftan og get vægast sagt að mér finnst þetta skemmtilegir lásar.
Hinsvegar er vandamál með framlásinn hjá mér og það lýsir sér þannig að undir átaki leitar bílinn til hægri.
Þetta er mjög sterk leitun og fyrst þegar ég setti bílinn saman og keyrði hélt ég að loka væri ekki að virka. Leitaði af mér allan grun og prófaði aftur. Sama mál.
Til að vera alveg viss víxlaði ég lokunum og alltaf leitar bíllinn til hægri.
Þetta er það mikið að ef ég er á góðri gjöf þarf ég að snúa stýrinu 1/4 úr hring til að mæta þessu togi.
Hvað vilja sérfræðingar meina að geti verið að?
Búinn að kanna loftþrýsting í dekkjum og bæði dekk og felgur eru ný.
Búinn að mæla að hásingar eru samsíða. (samt bara með málbandi svo þarna geta verið 2-5mm í skekkju en í 4m hjólhafi skiptir það litlu held ég)
Búinn að hafa miðju á stýri sitt hvoru megin við miðju og á miðju, alltaf leitar hann í sömu átt.
Eins og áður sagði búin að víxla lokum ef þær væru vandamál.
Eru menn með einhverjar hugmyndir um hvað væri vandamálið?
Sá sem kemur með réttu hugmyndina sem leysir málið fær kassa af bjór :)
Ívar
Re: Torsen lás - vandræði
sæll,
ég er með lausnina á þessu vandamáli hjá þér.
rífðu þetta úr og settu loftlás í staðinn :)
bjórinn er samt vinsamlega afþakkaður þar sem ég er hinn alvesti drykkjumaður.
kv. Þorsteinn
ég er með lausnina á þessu vandamáli hjá þér.
rífðu þetta úr og settu loftlás í staðinn :)
bjórinn er samt vinsamlega afþakkaður þar sem ég er hinn alvesti drykkjumaður.
kv. Þorsteinn
Re: Torsen lás - vandræði
BTW þetta er bara þegar hann í 4x4 en ekki í afturhjóla og skiptir engu hvort hann er í lokunum eða ekki.
Síðan er þetta nær eingöngu á vegi. Þegar ég var kominn í snjó á úrhleypt dekk var ég alveg hættur að finna fyrir þessu.
Síðan er þetta nær eingöngu á vegi. Þegar ég var kominn í snjó á úrhleypt dekk var ég alveg hættur að finna fyrir þessu.
Síðast breytt af ivar þann 07.mar 2012, 09:21, breytt 1 sinni samtals.
Re: Torsen lás - vandræði
Þorsteinn wrote:sæll,
ég er með lausnina á þessu vandamáli hjá þér.
rífðu þetta úr og settu loftlás í staðinn :)
bjórinn er samt vinsamlega afþakkaður þar sem ég er hinn alvesti drykkjumaður.
kv. Þorsteinn
Já, veistu af því þetta er bara að framan en ekki að aftan þá kemur þessi lausn alveg til greina. Ég hefði frekar viljað hafa þessa torsen lása heldur en ARB en ég vil frekar hafa aðeins leiðinlegri lás og skemmtilegri akstur á þjóðvegum :)
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Torsen lás - vandræði
Hægri öxullinn vindur meira upp á sig...??? Víxla höbbum? Meira viðnámí hjöruliðskross?
En án gríns þá byrjar vesenið FYRST þegar loftlásarnir fara í. Þvílíku endemis vesenisdóti hef ég varla kynnst... ef þeir leka ekki inní þá leka slöngurnar og ef það lekur hvorugt þá er dælan biluð.
En án gríns þá byrjar vesenið FYRST þegar loftlásarnir fara í. Þvílíku endemis vesenisdóti hef ég varla kynnst... ef þeir leka ekki inní þá leka slöngurnar og ef það lekur hvorugt þá er dælan biluð.
Re: Torsen lás - vandræði
Já, þetta er spurning. Ég óttast bara að grínið verði dýrt ef ég fer að skipta um alla hluti :)
Ég víxlaði lokunum til að testa það en hafði ekki áhrif.
Gæti s.s. keypt nýja krossa og prófað en ef þetta er spurning um að öxullinn vindi uppá sig þá er lítið hægt að gera í því :/
Er að spá í að fá að prufa orginal dekk eh-staðar og sjá hvað það gerir fyrir mig.
Ég víxlaði lokunum til að testa það en hafði ekki áhrif.
Gæti s.s. keypt nýja krossa og prófað en ef þetta er spurning um að öxullinn vindi uppá sig þá er lítið hægt að gera í því :/
Er að spá í að fá að prufa orginal dekk eh-staðar og sjá hvað það gerir fyrir mig.
Re: Torsen lás - vandræði
ivar wrote:BTW þetta er bara þegar hann í 4x4 en ekki í afturhjóla og skiptir engu hvort hann er í lokunum eða ekki.
Síðan er þetta nær eingöngu á vegi. Þegar ég var kominn í snjó á úrhleypt dekk var ég alveg hættur að finna fyrir þessu.
Ég skil ekki hvað þú átt við... leitar hann með lokurnar á OFF ?
*edit*
Las þetta betur og skil þig þannig að hann leiti ekkert ef hann er bara í afturdrifinu, sama hvort lokur eru á eða ekki.
Re: Torsen lás - vandræði
Lyggur bremsan nokkuð úti þeim meginn sem hann leitar til?
Kv. Haffi
Kv. Haffi
Re: Torsen lás - vandræði
Ef bíllinn leitar ekkert í 2wd með lokurnar Á -- þá er hægt að þrengja hringinn ansi mikið. Við þær kringumstæður snýst allt draslið í framhásingunni með og ef eitthvað er að í drifrásinni sem veldur því að bíllinn leitar ætti það að koma fram þó að bíllinn sé ekki í 4wd.
Ef bíllinn fer síðan að leita við að setja hann í 4wd og eingöngu undir átaki þá er það breytan sem þarf að skoða, altso hvað breytist við átak.
Hér er smá pæling:
Við átak þá kemur snúningsátak á hásinguna og hún vindur upp á sig. Í áfram-átaki þá leitar pinionin niður og armurinn á liðhúsinu sem togstöngin kemur í leitar upp. Við það minnkar hallinn á togstönginni og sennilega ekki í takti við þverstífuna ef marka má myndina. Virknin er þá þannig að ef stýrinu er haldið föstu þá beygir bíllinn til hægri. Leitar - og til að vega upp á móti því þarf að snúa stýrinu til vinstri til að hann fari beint.
Þetta gæti verið vandamál ef stífugúmí eru slitin eða of mjúk. Ef það er tilfellið þætti mér líklegt að hann leitaði til vinstri við hemlun því að þá snýst hásingin réttsælis m.v. sjónarhornið á myndinni... en það er ekkert víst í þeim efnum.
Annar möguleiki, reyndar langsóttur, er að Torsen læsingin sé eitthvað gölluð og mismunadrifið í henni funkeri ekki rétt. Ég þekki ekki Torsen nægilega vel til að átta mig á því hvort að það geti verið.
Ef bíllinn fer síðan að leita við að setja hann í 4wd og eingöngu undir átaki þá er það breytan sem þarf að skoða, altso hvað breytist við átak.
Hér er smá pæling:
Við átak þá kemur snúningsátak á hásinguna og hún vindur upp á sig. Í áfram-átaki þá leitar pinionin niður og armurinn á liðhúsinu sem togstöngin kemur í leitar upp. Við það minnkar hallinn á togstönginni og sennilega ekki í takti við þverstífuna ef marka má myndina. Virknin er þá þannig að ef stýrinu er haldið föstu þá beygir bíllinn til hægri. Leitar - og til að vega upp á móti því þarf að snúa stýrinu til vinstri til að hann fari beint.

Þetta gæti verið vandamál ef stífugúmí eru slitin eða of mjúk. Ef það er tilfellið þætti mér líklegt að hann leitaði til vinstri við hemlun því að þá snýst hásingin réttsælis m.v. sjónarhornið á myndinni... en það er ekkert víst í þeim efnum.
Annar möguleiki, reyndar langsóttur, er að Torsen læsingin sé eitthvað gölluð og mismunadrifið í henni funkeri ekki rétt. Ég þekki ekki Torsen nægilega vel til að átta mig á því hvort að það geti verið.
Re: Torsen lás - vandræði
Sæll.
Takk fyrir góð svör.
þú skildir mig rétt hann er ekkert að leita hvort sem lokur eru af eða á svo lengi sem hann er í 2wd. Vandamálið einskorðast því eingöngu við 4wd og átak. Ef ég er á hlutlausu álagi í 4wd finn ég ekkert að viti fyrir þessu.
Ég ætla að fara að skoða þetta með vindinginn aðeins sem og hvernig hann bregst við "neikvæðu" álagi (halda við)
Mig minnir reyndar að hann begi í sömu átt en kemur svar á það eftir smá.
Varðandi myndina og þessar kenningar þá er eitt vont :/
Í dag er mismunandi stífuhalli, vissulega, en í hina áttina m.v. þessa mynd. Þeas ég hækkaði skástífuna en breytti ekki togstöng en hallinn er álíka vitlaus, bara í öfuga átt.
Ný fóðring fór í við þetta.
Við þetta má bæta að spindlar eru nýjir.
Alltaf séns að lásinn sé gallaður en ég sömuleiðis þekki það ekki.
Hef verið í sambandi við framleiðandan en fengið vægast sagt döpur svör :(
Haffi í tengslum við bremsur get ég ekki fullyrt neitt en ég liðkaði þær þegar ég opnaði þetta allt. Hinsvegar get ég prófað að þrýsta inn stimplum og keyra án þess að bremsa neitt :)
Ívar
Takk fyrir góð svör.
þú skildir mig rétt hann er ekkert að leita hvort sem lokur eru af eða á svo lengi sem hann er í 2wd. Vandamálið einskorðast því eingöngu við 4wd og átak. Ef ég er á hlutlausu álagi í 4wd finn ég ekkert að viti fyrir þessu.
Ég ætla að fara að skoða þetta með vindinginn aðeins sem og hvernig hann bregst við "neikvæðu" álagi (halda við)
Mig minnir reyndar að hann begi í sömu átt en kemur svar á það eftir smá.
Varðandi myndina og þessar kenningar þá er eitt vont :/
Í dag er mismunandi stífuhalli, vissulega, en í hina áttina m.v. þessa mynd. Þeas ég hækkaði skástífuna en breytti ekki togstöng en hallinn er álíka vitlaus, bara í öfuga átt.
Ný fóðring fór í við þetta.
Við þetta má bæta að spindlar eru nýjir.
Alltaf séns að lásinn sé gallaður en ég sömuleiðis þekki það ekki.
Hef verið í sambandi við framleiðandan en fengið vægast sagt döpur svör :(
Haffi í tengslum við bremsur get ég ekki fullyrt neitt en ég liðkaði þær þegar ég opnaði þetta allt. Hinsvegar get ég prófað að þrýsta inn stimplum og keyra án þess að bremsa neitt :)
Ívar
Re: Torsen lás - vandræði
Jæja, ég fór út og staðfesti það sem ég óttaðist.
Hann tekur í til hægri hvort sem er í átaki eða að halda við (öfugt átak) :(
Hefði eiginlega vonað að það væri í sitthvora áttina.
Hann tekur í til hægri hvort sem er í átaki eða að halda við (öfugt átak) :(
Hefði eiginlega vonað að það væri í sitthvora áttina.
Re: Torsen lás - vandræði
Kippir hann í stýrið þegar þú keyrir yfir hraðahindrun?
Ef ég skil þig rétt þá eru togstöng og þverstífa ekki í takt (þverstífan hallar minna en togstöngin). Og þá beygir bíllinn til hægri þegar hann lækkar á fjöðruninni. Hann stingst væntanlega eitthvað á nefið við að bremsa og líklega koma sömu áhrif fram við átak í 4wd.
Ef ég skil þig rétt þá eru togstöng og þverstífa ekki í takt (þverstífan hallar minna en togstöngin). Og þá beygir bíllinn til hægri þegar hann lækkar á fjöðruninni. Hann stingst væntanlega eitthvað á nefið við að bremsa og líklega koma sömu áhrif fram við átak í 4wd.
Re: Torsen lás - vandræði
Þú ert að skilja mig rétt. Það er samt ekki mikill munur á en vissulega hallar þverstífan minna en togstöngin.
Smá vangavelta við skástífuna ef þetta er hún að stríða mér, ertu með einhverja tillögu hvernig hægt væri að prófa þetta?
Datt í hug að aftengja hana bara og prófa þannig en óttast að það gæti verið vond hugmynd :D
Ef þetta er hún þá er náttúrulega hægt að setja þær bara samsíða, það er ekki stærsta vandamálið þó svo að þetta sé kannski rúmlega kvöldstund að gera.
Ætla ekki að vaða í neitt í kvöld en á alveg eins von á að gera skástífutest annaðkvöld.
Smá vangavelta við skástífuna ef þetta er hún að stríða mér, ertu með einhverja tillögu hvernig hægt væri að prófa þetta?
Datt í hug að aftengja hana bara og prófa þannig en óttast að það gæti verið vond hugmynd :D
Ef þetta er hún þá er náttúrulega hægt að setja þær bara samsíða, það er ekki stærsta vandamálið þó svo að þetta sé kannski rúmlega kvöldstund að gera.
Ætla ekki að vaða í neitt í kvöld en á alveg eins von á að gera skástífutest annaðkvöld.
Re: Torsen lás - vandræði
Ég lenti eitt sinn í því að ruslabíll (14-20 tonna þungur) leitaði til vinstri þegar ég bremsaði. Það orksakaðist útaf brotinni burðar/stífu-fjöður en bíllinn var á loftpúðum allann hringinn. Prófaðu að skoða allt VEL að aftan. Alla fjöðrunaruppsetningu og allt sem tengist því. Ef lásin að framan er að kalla fram þessi hliðarköst í fjórhóladrifinu er þetta alveg athugandi. Gott að vera með hann hátt uppi á lyftu og með annann með sér og góð ljós og leita vel og lengi og leita svo ennþá betur :)
Kv. Haffi
Kv. Haffi
Re: Torsen lás - vandræði
Haffi ekki varstu hjá GÞ?
Re: Torsen lás - vandræði
Nei Gámaþjónustu Vesturlands.
Kv. Haffi
Kv. Haffi
Re: Torsen lás - vandræði
ivar wrote:Þú ert að skilja mig rétt. Það er samt ekki mikill munur á en vissulega hallar þverstífan minna en togstöngin.
Smá vangavelta við skástífuna ef þetta er hún að stríða mér, ertu með einhverja tillögu hvernig hægt væri að prófa þetta?
Datt í hug að aftengja hana bara og prófa þannig en óttast að það gæti verið vond hugmynd :D
Ef þetta er hún þá er náttúrulega hægt að setja þær bara samsíða, það er ekki stærsta vandamálið þó svo að þetta sé kannski rúmlega kvöldstund að gera.
Ætla ekki að vaða í neitt í kvöld en á alveg eins von á að gera skástífutest annaðkvöld.
Ef þú villt prófa hvort að hásingin velti til við átak þá getur þú náttúrulega spennt hásinguna til með járnkarli. Eða fengið einhvern til að standa mátulega létt á bremsunum með bílinn í 2wd og taka á honum afturábak og áfram. Frambremsurnar ættu þá að skila nægu snúningsátaki á hásinguna þannig að þú sæir hvort að hún vaggar eitthvað að ráði. Kannski kemur eitthvað í ljós varðandi stýrisganginn við svoleiðis test.
Prufuakstur með aftengda þverstífu er slæm hugmynd, eiginlega skelfileg í þéttbýli. Þá er hásingin laus til hliðanna og stýrið nær óvirkt. Þú getur rattað heilan hring án þess að græjan breyti um stefnu....
Hvað snertir þverstífuhallann - þá er hann algert lykilatriði upp á að bílar séu góðir í akstri. Best er að þverstífan og togstöngin séu jafn langar og að þær halli nákvæmlega eins. Sé þverstífan ekki bein verður einnig að taka tillit til þess af því að endanlega er það hallinn á milli fóðringanna/stýrisendanna sem á að vera eins. Algengt er að þverstífan sé styttri en það breytir ekki því að best er að hallinn sé eins.
Ef stífurnar halla ekki eins þá beygir bíllinn við fjöðrun og það finnst greinilega á hraðahindrunum, öldóttum vegum og jafnvel holuköflum. Þannig að það er sjálfsagt hjá þér að pæla þetta út og smíða það eins rétt og kostur er burtséð frá þessu leitunar vandamáli. Ég mæli síðan eindregið með því að þú hafir þverstífuna beina ef þú mögulega kemur því við. Sveigur í þverstífu veikir hana alveg ótrúlega mikið og ýtir undir hættuna á skjálftaköstum. (jeppaveiki)
Re: Torsen lás - vandræði
Ef ég skil þig rétt þá leitar bíllinn til hægri þegar lásinn er á, mismunadrifið læst og það gerist sama hvar þú ert að keyra (á föstu undirlagi)?
Þ.e. átak á lásnum þannig að hann læsir og þá leitar bíllinn til hægri?
Ef ekki er mismunur á tannafjölda eiga framdekkin að snúast jafn hratt, eru þau þá jafn stór/slitin?
Hefurðu víxlað dekkjum að framan?:)
Þ.e. átak á lásnum þannig að hann læsir og þá leitar bíllinn til hægri?
Ef ekki er mismunur á tannafjölda eiga framdekkin að snúast jafn hratt, eru þau þá jafn stór/slitin?
Hefurðu víxlað dekkjum að framan?:)
Re: Torsen lás - vandræði
Dekkin eru ný, ekin nokkra km. og undirlagið skiptir ekki máli, þetta gerist á malbiki, möl, snjó o.s.frv....
Re: Torsen lás - vandræði
Loftþrýstingur í dekkjum skiptir heldur ekki máli.
Ég á enn eftir að prufa að losa skástífuna en hún er nokkuð jafnhalla eftir breytingar.
Ef sú aðgerð hefur ekki áhrif þá mun ég taka lásinn úr og setja loftlás.
Ég á enn eftir að prufa að losa skástífuna en hún er nokkuð jafnhalla eftir breytingar.
Ef sú aðgerð hefur ekki áhrif þá mun ég taka lásinn úr og setja loftlás.
-
- Innlegg: 288
- Skráður: 05.okt 2010, 15:05
- Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
- Bíltegund: Jeep Wrangler
- Staðsetning: Akureyri
Re: Torsen lás - vandræði
Siggi_F wrote:Ef ég skil þig rétt þá leitar bíllinn til hægri þegar lásinn er á, mismunadrifið læst og það gerist sama hvar þú ert að keyra (á föstu undirlagi)?
Þ.e. átak á lásnum þannig að hann læsir og þá leitar bíllinn til hægri?
Ef ekki er mismunur á tannafjölda eiga framdekkin að snúast jafn hratt, eru þau þá jafn stór/slitin?
Hefurðu víxlað dekkjum að framan?:)
Torsen drif (torque sensing differential) eru í raun ekki læsingar heldur öfugt þreifandi mismunadrif sem deilir meira átaki á það hjól sem hefur betra tak (meira viðnám)
Þessvegna er ég drulluhræddur um að öxulsveigja gæti verið að rugla í drifinu.
Ef ég sé rétt á þessari mynd þá er styttri öxullinn vinstra megin, þannig gæti þessi hegðun skýrst af því að lengri öxullinn vinst meira og þá tekur hann meira á stutta öxlinum (vinstra megin) og þar eftir finnur hann alltaf meira átak þar og keyrir meira á vinstra hjólið. Og leitar þar af leiðandi til hægri.
Þó það sé sennilega engin lausn í boði ef þetta er tilfellið, þá væri ég alveg til í bjórinn ef þetta reinist rétt :)
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur