Ljós á læsingu blikkar

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Ljós á læsingu blikkar

Postfrá Magni » 28.feb 2012, 21:09

Ég man eftir þræði um þetta en er ekki að finna hann núna.
Er með lC80 með rafm.læsingu framan og aftan. Læsingin virkar að framan en ljósið blikkar bara. Það á að hætta að blikka þegar læsingin er komin á. Mig minnir að þetta sé eitthvað með vírana í læsingarmótorinn.
Er ekki einhver sem getur aðstoðað mig með þetta.

Mbk Magni


- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Ljós á læsingu blikkar

Postfrá Polarbear » 28.feb 2012, 22:35

það eru snertur inní mótordótinu sem eiga að gefa mótornum til kynna þegar lásinn er kominn á hugsa ég. þetta er svipað held ég og með 90 krús læsingamótorinn að aftan, fyllist alltaf af drullu og salti og allt í hönk..... er mikið mál að rífa þetta rusl frá og hreinsa uppá borði?


Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: Ljós á læsingu blikkar

Postfrá Heiðar Brodda » 29.feb 2012, 00:11

sæll hentu þessu úr og fáðu þér lofttjakk þeir fást í landvélum en ef þú villt hafa þetta svona þá þarftu að rífa mótorinn úr og þrúfa hann upp og nota hann reglulega allavega stja hann á reglulega,yfirleitt þarf að þrífa/fara yfir þá einu sinni á ári kv Heiðar

User avatar

Höfundur þráðar
Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Ljós á læsingu blikkar

Postfrá Magni » 29.feb 2012, 00:45

já ég ætla að kyppa honum úr við tækifæri og þrífa hann upp. En ég skipti þeim ekki úr fyrir lofttjakk, sé ekki ástæðuna fyrir því. Þetta eru orginal rafm.lásar frá 94 og hafa verið notaðir lítið síðustu 10árin og þeir virka enn fyrir utan þetta blikkljós að framan. Þannig að á meðan bilanirnar eru ekki alvarlegri en þetta þá verða þeir í.

Takk fyrir svörin.
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -


danfox
Innlegg: 48
Skráður: 01.feb 2010, 06:19
Fullt nafn: Sigurður Már Ólafsson
Bíltegund: Lexus IS 250

Re: Ljós á læsingu blikkar

Postfrá danfox » 29.feb 2012, 01:14

Lenti í þessu sama á aftan í LC 90.

Fékk nýjan skynjara og loom að læsingamótor hjá Toyota fyrir rétt undir 20.000 íslenska úganda dollara.

Tekur 30 min að skifta þessu út og mun ódýrara en lofttjakka dæmið.

Þarft ekki að rífa læsingamótorinn úr.

Kv Siggi


Gudnyjon
Innlegg: 57
Skráður: 05.nóv 2011, 20:54
Fullt nafn: Jón jóhannsson

Re: Ljós á læsingu blikkar

Postfrá Gudnyjon » 29.feb 2012, 08:00

Það er rofi á drifinu sem segir til um hvenar læsingin er kominn á og hefur hann ekkert með læsingar mótorinn að gera. Ef læsingin fer á en ljósið blikkar þá er 2 sem getur verið að rofinn bilaður eða vírarnir í sundur. Bæði þessi tilfelli eru mjög algeng. Fyrir nokkrum árum var ódýrara að kaupa bakkljósa rofa úr Corollu en læsingar rofa í landcruiser. samt er þetta sami rofinn.
Kv Jón

User avatar

karig
Innlegg: 335
Skráður: 01.feb 2010, 11:48
Fullt nafn: Kári Gunnarsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Varmahlíð

Re: Ljós á læsingu blikkar

Postfrá karig » 29.feb 2012, 08:31

Þegar þetta hefur blikkað svona í Hilux hjá mér hefur dugað að banka í læsingarmótorinn og þá dettur ljósið á ......kv, Kári.


Dúddi
Innlegg: 198
Skráður: 13.feb 2010, 12:57
Fullt nafn: rúnar ingi árdal

Re: Ljós á læsingu blikkar

Postfrá Dúddi » 29.feb 2012, 12:23

Sæll, ég er búinn að vinna gríðarlega mikið við þetta og ljósið kemur læsingarmótornum ekkert við. Ef að læsingin fer á og allt í góðu með það skaltu ekki hreifa við mótornum. Prófaðu að taka litla plöggið úr sambandi á rofanum, og fá þér vír og leiða þar á milli, ef ljósið virkar þannig þá er það rofinn sem er bilaður, það eina sem rofinn gerir er að skiptigaffallin fyrir læsinguna ýtir á hann og þá tengir hann þessar tvær leiðslur saman og ljósið kviknar.

User avatar

karig
Innlegg: 335
Skráður: 01.feb 2010, 11:48
Fullt nafn: Kári Gunnarsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Varmahlíð

Re: Ljós á læsingu blikkar

Postfrá karig » 29.feb 2012, 12:59

Þetta með bankið átti við þegar hann var að þráast við að læsa sér (og ljósið blikkaði) en er einhver stýristraumur tekinn í gegnum þennan ljósapung? kv, Kári.

User avatar

Höfundur þráðar
Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Ljós á læsingu blikkar

Postfrá Magni » 29.feb 2012, 13:07

Dúddi wrote:Sæll, ég er búinn að vinna gríðarlega mikið við þetta og ljósið kemur læsingarmótornum ekkert við. Ef að læsingin fer á og allt í góðu með það skaltu ekki hreifa við mótornum. Prófaðu að taka litla plöggið úr sambandi á rofanum, og fá þér vír og leiða þar á milli, ef ljósið virkar þannig þá er það rofinn sem er bilaður, það eina sem rofinn gerir er að skiptigaffallin fyrir læsinguna ýtir á hann og þá tengir hann þessar tvær leiðslur saman og ljósið kviknar.


ertu þá að tala um rofann sem ég sný í mælaborðinu þegar ég set læsinguna á?
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -

User avatar

karig
Innlegg: 335
Skráður: 01.feb 2010, 11:48
Fullt nafn: Kári Gunnarsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Varmahlíð

Re: Ljós á læsingu blikkar

Postfrá karig » 29.feb 2012, 14:07

Hann er að tala um rofan á hásingunni, sem skiptigafallinn styður á þegar læsingin fer á,kv,k


Dúddi
Innlegg: 198
Skráður: 13.feb 2010, 12:57
Fullt nafn: rúnar ingi árdal

Re: Ljós á læsingu blikkar

Postfrá Dúddi » 01.mar 2012, 07:53

Nei enginn styristaumur tekinn i gegnum þennan ljósapung, læsinginn getur semsagt virkad fullkomlega an tess ad ljósid virki.....


s.f
Innlegg: 308
Skráður: 08.feb 2010, 20:50
Fullt nafn: steinþór friðriksson

Re: Ljós á læsingu blikkar

Postfrá s.f » 01.mar 2012, 12:20

það er ekki langt síðan ég skifti um þennan rofa hjá mér þú ert 10mín að því og hann kostaði 9000 hjá toyota


haffij
Innlegg: 173
Skráður: 12.feb 2010, 00:28
Fullt nafn: Hafliði Jónsson

Re: Ljós á læsingu blikkar

Postfrá haffij » 01.mar 2012, 16:49

Bakkljósarofi í gamla corollu passar beint í þetta, hann má kaupa í N1 fyrir mun minni pening en í Toyota búðinni.

Ef að minnið svíkur mig ekki þá er það þessi rofi.
http://www.facet.eu/db_comp/catalogo/pr ... cod=7.6111

Þér ætti að duga að nefna vörunúmerið á honum við afgreiðslumanninn og þá ætti restin að vera leikur einn.

User avatar

Höfundur þráðar
Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Ljós á læsingu blikkar

Postfrá Magni » 02.mar 2012, 19:05

haffij wrote:Bakkljósarofi í gamla corollu passar beint í þetta, hann má kaupa í N1 fyrir mun minni pening en í Toyota búðinni.

Ef að minnið svíkur mig ekki þá er það þessi rofi.
http://www.facet.eu/db_comp/catalogo/pr ... cod=7.6111

Þér ætti að duga að nefna vörunúmerið á honum við afgreiðslumanninn og þá ætti restin að vera leikur einn.


Takk fyrir þetta strákar
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -


Siggi_F
Innlegg: 65
Skráður: 18.jan 2012, 11:02
Fullt nafn: Sigurður Freysson

Re: Ljós á læsingu blikkar

Postfrá Siggi_F » 09.mar 2012, 09:44

Getið þið sagt mér fyrir hvað hver pinni er í stóra tenginu inn á læsingamótorinn?

Kv.
Siggi


haffij
Innlegg: 173
Skráður: 12.feb 2010, 00:28
Fullt nafn: Hafliði Jónsson

Re: Ljós á læsingu blikkar

Postfrá haffij » 09.mar 2012, 18:49

Þeir sem eru tveir stakir i röð eru sitthvor póllinn á mótornum, hinir þrír eru snerturnar í stöðurofanum innan í mótorhúsinu.

Ef þú stetur straum beint inn á mótorinn, með gírinn með stöðurofunum á sínum stað þá keyrir mótorinn sig í fast og þá verðuru að rífa hann í sundur til að losa hann. Svo skiptir miklu máli að tíma afturlæsingamótorinn rétt saman ef þú rífur hann í sundur.

User avatar

Höfundur þráðar
Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Ljós á læsingu blikkar

Postfrá Magni » 09.mar 2012, 19:21

haffij wrote:Þeir sem eru tveir stakir i röð eru sitthvor póllinn á mótornum, hinir þrír eru snerturnar í stöðurofanum innan í mótorhúsinu.

Ef þú stetur straum beint inn á mótorinn, með gírinn með stöðurofunum á sínum stað þá keyrir mótorinn sig í fast og þá verðuru að rífa hann í sundur til að losa hann. Svo skiptir miklu máli að tíma afturlæsingamótorinn rétt saman ef þú rífur hann í sundur.


en ef ég skipti bara um rofann þarf ég þá eitthvað að hafa áhyggjur af þessu sem þú ert að tala um?
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -


haffij
Innlegg: 173
Skráður: 12.feb 2010, 00:28
Fullt nafn: Hafliði Jónsson

Re: Ljós á læsingu blikkar

Postfrá haffij » 09.mar 2012, 19:33

Neibbs. Þetta kemur rofanum fyrir ljósið ekkert við. Það má skrúfa hann úr og í án þess að hafa nokkrar áhyggjur.

User avatar

jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Ljós á læsingu blikkar

Postfrá jongud » 04.maí 2015, 11:03

Nú vantar mig smá upplýsingar um læsingamótora.
Ég ætlaði að skipta um mótor á afturhásingunni á 90 Cruiser.
Ég fékk notaðan mótor sem var í góðu lagi, (prófaði hann á borði) og það virkaði allt rétt, bæði snerist mótorinn og stöðuskynjararnir gáfu samband á réttum stöðum, og allt var óryðgað og vel smurt inni í.
Hins vegar, þegar ég ætlaði að skrúfa þennan notaða mótor undir, þá var rafmagnsplöggið ekki nákvæmlega eins.
Á original mótornum má segja að "innstungan" (sem leiðslurnar frá mótornum tengjast í) sé fest í bracketið til að halda víralúminu föstu, en á mótornum sem ég ætlaði að setja í er festing á "klónni" á leiðslunni frá mótornum.
Mótorarnir líta nákvæmlega eins út, og eini munurinn er rafmagnstengið.
Getur verið að mótorinn sem ég fékk sé úr framhásingu af 80 Cruiser?

User avatar

jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Ljós á læsingu blikkar

Postfrá jongud » 05.maí 2015, 12:38

Arctic trucks er greinilega með mesta vitið í kollinum, þeir könnuðust við að tengin gætu verið mismunandi, jafnvel á milli LC-90 og Hilux. Líklega er "nýji" mótorinn úr Hilux. Líklega endar maður á því að plokka hraðtengið í sundur og færa á milli í "original" hraðtengið.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 37 gestir