Síða 1 af 1
Demparaspurning
Posted: 26.feb 2012, 18:20
frá Hfsd037
Sælir ég er með koni gas dempara undir hjá mér að framan en þeir eru ekki stillanlegir
mér finnst bíllinn vera frekar stífur að framan, er með klafa sem eru stilltir í lægsta sem mögulegt er
spurningin er, vitið þið um mýkri dempara en KONI eða er hægt að láta bora þá til þess að mýkja þá aðeins?
Re: Demparaspurning
Posted: 26.feb 2012, 19:46
frá Hagalín
Ef ég skil þig rétt að þá eru klafarnir skrúfaðir niður eins og hægt er til að hækka bílinn, er það rétt skilið? Ef það er málið hjá þér þá er enginn sundursláttur eftir af viti og gæti bíllinn þá virkað stífur ef hann fjaðrar ekkert í sundur.
Re: Demparaspurning
Posted: 26.feb 2012, 21:05
frá DABBI SIG
Ég reyndar skildi þetta þannig að klafarnir væru stilltir í lægstu stöðu eða stífleika, þ.e. ekki skrúfaðir upp eins og oft er gert. Ef svo er að hann er OF neðarlega gæti verið að dempararnir séu hreinlega of stífir fyrir bílinn eða að það er ansi stutt uppí samslátt.
Hinn möguleikinn er eins og Hagalín bendir á að hann sé skrúfaður upp í botn og þ.a.l. mjög stutt í sundursláttinn. Hinsvegar get ég ekki alveg svarað spurningunni með demparana.
Re: Demparaspurning
Posted: 26.feb 2012, 22:25
frá Hfsd037
Hagalín wrote:Ef ég skil þig rétt að þá eru klafarnir skrúfaðir niður eins og hægt er til að hækka bílinn, er það rétt skilið? Ef það er málið hjá þér þá er enginn sundursláttur eftir af viti og gæti bíllinn þá virkað stífur ef hann fjaðrar ekkert í sundur.
Klafarnir eru stilltir í lægstu stöðu, semsagt alveg niður.. en það er kannski möguleiki á að hann sé stilltur svo neðarlega að hann sé að slá neðri spyrnunum í samsláttarpúðana.
ég á reyndar eftir að skipta um fóðringu í neðri festingunni (auganu) en svo eru pinnar að ofan. kannski munar það einhverju
Re: Demparaspurning
Posted: 26.feb 2012, 22:52
frá -Hjalti-
Ef klafarnir eru skrúfaðir alveg niður þá er alveg eðlilegt að hann sé stífur og hastur hjá þér.
Re: Demparaspurning
Posted: 26.feb 2012, 23:02
frá Hfsd037
-Hjalti- wrote:Ef klafarnir eru skrúfaðir alveg niður þá er alveg eðlilegt að hann sé stífur og hastur hjá þér.
ég held að þú sért að misskilja..
klafarnir eru ekki stilltir til að vera stífir heldur til að vera mjúkir, bíllinn er semsagt núna lár og mjúkur í staðinn fyrir að vera hár og stífur
klafarnir eru samt ekki stilltir það mikið niður að hann liggji á samsláttarpúðunum, en það er á mörkunum held ég.
Re: Demparaspurning
Posted: 26.feb 2012, 23:05
frá Stebbi
Ef þú hefur skrúfað hann niður frá orginal stöðu þá ertu mestmegnis að fjaðra á samsláttarpúðanum og það getur verið fjandi hast.
Re: Demparaspurning
Posted: 26.feb 2012, 23:22
frá Hfsd037
Stebbi wrote:Ef þú hefur skrúfað hann niður frá orginal stöðu þá ertu mestmegnis að fjaðra á samsláttarpúðanum og það getur verið fjandi hast.
Já, ég ætti þá að prufa skrúfa hann aðeins upp og sjá hvað hann gerir við það.