4.2 Lc vél í Patrol.

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Kölski
Innlegg: 233
Skráður: 28.feb 2010, 11:18
Fullt nafn: Hlífar Vilhelm Helgasson

4.2 Lc vél í Patrol.

Postfrá Kölski » 22.feb 2012, 20:13

Ég get svo svarið fyrir það að ég sá einhvern þráð um þetta hérna í gær og ég kommentaði á hann. Nú finn ég hvorki þráðinn né kommentið mitt svo ég bara spyr. Og ef einhver getur bent mér á þennann þráð þá væri ég mjög þakklátur. Annars hlýtur mig bara hafa verið að dreyma.


En þessi maður sagðist hafa heyrt eitthvað af því að menn hafi verið að setja Lc 4.2 diesel. Væri gaman ef einhver hefði gert það myndi segja frá reynslu sinni eða hefði heyrt um einhvern sem hefur gert þetta og hvernig þetta er að virka.

Hvað er vélin þung og aflmikil.?



User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: 4.2 Lc vél í Patrol.

Postfrá jeepson » 22.feb 2012, 20:15

Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


haffi66
Innlegg: 3
Skráður: 25.des 2011, 16:36
Fullt nafn: Hafþór Ægisson

Re: 4.2 Lc vél í Patrol.

Postfrá haffi66 » 22.feb 2012, 21:47

Það er ein svona á Reyðarfyrði hann heitir Þorsteinn Aðalsteinsson sem á hann


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: 4.2 Lc vél í Patrol.

Postfrá Izan » 22.feb 2012, 21:48

Sælir

Ég veit um bíl Hallgríms Óla, Jóns Björgvins og Agnars og svo setti Sigfús 4.0 60Cruiser mótor í Patrol sinn sem er eldri gerðin þe Y60. Þykist vita að þeir séu allir almennt mjög sáttir við bílana sína.

Það þarf að fylgja stór hluti af rafkerfi 80 krúserisns með vélinni því að þó að mótorinn sé að mestu mekanískur þarf hann einhverjar upplýsingar frá tölvu. Sumar 4,2 l toy vélar eru með 24V starti og annaðhvort er þá að taka startbúnaðinn allann með eða mixa startara úr hilux við krúserstartarann.

Ég ef ekkert komið nálægt þessu sjálfur en hef heyrst að þetta séu aðalhindranirnar á þessari leið.

Kv Jón Garðar

User avatar

LFS
Innlegg: 579
Skráður: 10.apr 2010, 11:39
Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
Bíltegund: nissan patrol y60

Re: 4.2 Lc vél í Patrol.

Postfrá LFS » 22.feb 2012, 22:57

hvernig virkar startið 24v og restin i bilnum 12v ???? er hægt að notast við þettað á 24v sd33t vélina ur patrol ??
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: 4.2 Lc vél í Patrol.

Postfrá Izan » 23.feb 2012, 00:54

Sæll

Allt hægt, bara spurning um kostnað og hvaða hindranir verða á veginum.

24V startið í 80 cruiser er framkvæmt eins og í gömlu benz kálfunum, með sérstöku relayi. Þá eru geymarnir hliðtengdir en relayið raðtengir þá þegar startarinn þarf rafmagn. Þýðir að það er hægt að skemma hluti með þessu þannig að ef þú tengir einhvern 12V notenda á vitlausann geymi getur hluturinn fengið yfir sig 24V þegar bílnum er startað.

Það eru ekki mörg ljón í veginum til að láta gamla díeselvél ganga á 12V en fyrsta hindrunin er startarinn. Stundum er hægt að fá rótor, stator og bendix 12V sem ganga á 24V startarahúsið og þá ertu bara kominn með 12V start. Önnur leið er svona relay eins og er í 80 krúser en þau eru dýr og eiga til að klikka. Hinsvegar er langtum betra að starta gamalli bílvél á 24V heldur en 12 svo að það er eftir nokkru að sækjast.

þriðja leiðin er að hafa bílinn 24V s.s. tvo raðtengda geyma og nota 24V alternator og setja síðan stórann spenni 24/12 fyrir restina af bílnum. Sá þarf að vera öflugur til að ráða við t.d. rúðuhitara, þurrkumótora, miðstöðvarmótor o.s.frv. Aukakastara geturðu sett 24V án vandræða. Þessi leið er vandmeðfarin og krefst þess að þú hugsir mjög vel útí hvað þú ert að gera.

Síðasta leiðin er sú að nota 2 alternatora og hafa annann fljótandi, s.s. ekki tengdann við stell. Þá geta þeir verið raðtengdir og framleitt inn á sitthvorn geyminn annann sem gengur á 12V frá stelli og hinn frá 12V-24V frá stelli. Þá geturðu notað 24V að vild og 12V líka óháð einhverjum spennum eða veseni. Þetta sýstem er í gömlu 6.2 chevy pallbílum sem herinn notaði og þótti misvinsælt. Þetta virkar alveg og er pottþétt þannig en þrátt fyrir að eiga allt í þetta lagði ég ekki í að gera þetta að alvöru í mínum.

Kv Jón Garðar

P.s. mundu bara að ef þú raðtengir 2 12V geyma færðu 24V af þeim báðum en þú mátt alls ekki taka 12V fyrir einhverja notendur á milli þeirra nema þig langi ekki að eiga geymana mjög lengi.


s.f
Innlegg: 308
Skráður: 08.feb 2010, 20:50
Fullt nafn: steinþór friðriksson

Re: 4.2 Lc vél í Patrol.

Postfrá s.f » 23.feb 2012, 10:04

Ef þú færð 4,2 vél einhverstaðar þá hlíturu að geta fengið breitinn úr 12v - í 24v líka úr sama bíl
svo geturu sameinað hilux og lc startarann þá ertu komin með startara sem er 12v


Grímur Gísla
Innlegg: 233
Skráður: 22.mar 2010, 20:52
Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
Bíltegund: Mussó, VW , MMC
Staðsetning: Fellabær

Re: 4.2 Lc vél í Patrol.

Postfrá Grímur Gísla » 23.feb 2012, 12:28

http://f4x4.is/index.php?option=com_jfu ... emId=64670
Júnni er búinn að bralla ýmislegt með Patrol.


Dúddi
Innlegg: 198
Skráður: 13.feb 2010, 12:57
Fullt nafn: rúnar ingi árdal

Re: 4.2 Lc vél í Patrol.

Postfrá Dúddi » 23.feb 2012, 20:58

mótorinn úr startaranum á LC 90 á að passa í LC 80 startarann og þá er maður kominn með 12 volta start...


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur