Síða 1 af 1

Boddýfestingar ?

Posted: 21.feb 2012, 15:40
frá MattiH
Sælir.

Ég ætla að hækka Pajero um 50mm á boddý og er komin með púðana,
en getur einhver sagt mér hversu langa og svera bolta ég þarf ?
Er búin að leita á netinu og finn hvergi upplýsingar um það. Ég veit heldur ekki hvort allir boltarnir séu jafnlangir ??

Re: Boddýfestingar ?

Posted: 21.feb 2012, 20:37
frá Stebbi
Taktu einn bolta úr og mældu hann, þú þarft 50mm í viðbót. :)

Re: Boddýfestingar ?

Posted: 21.feb 2012, 22:45
frá MattiH
Taktu einn bolta úr og mældu hann, þú þarft 50mm í viðbót. :)


Það er nú akkúrat það sem ég hefði gert, en mér var sagt að þeir væru ekki allir eins ?

Re: Boddýfestingar ?

Posted: 22.feb 2012, 00:43
frá Freyr
Kauptu bara tvær líklegar lengdir og líak einn snitttein, með því getur þú púslað saman hverju sem er í þetta, kostar bara klink og tekur því ekki að taka sénsinn á að stoppa í miðju verki.

Re: Boddýfestingar ?

Posted: 22.feb 2012, 08:22
frá Lada
Sæll.

Ég var í svipuðum pælingum einu sinni og endaði á að taka alla boltana úr öðru megin og mældi (þeir eru væntanlega eins hinu megin) og fór svo á öðrum bíl að kaupa boltana. Það var eins gott því þeir voru ekki allir með sömu gengjur.

Kv.
Ásgeir