Síða 1 af 1
Afturdifið undan enn einu sinni..
Posted: 20.feb 2012, 21:38
frá hobo
Tók eftir því þegar ég tjakkaði jeppann upp að aftan að læsingin var ekki að virka sem skildi. Þegar ég snéri öðru hjólinu snérist hitt ekki með og stundum snérist drifskaftið og stundum ekki. Er með Lockrite lás sem á að virka 100% nema í beygjum á þurru, þá hleypur hún á tannhjólum, svipað og nospin skilst mér.
Hef heyrt háværa og grófa smelli mjög sjaldan sem er greinilega ekki mjög gott.
Er búinn að taka drifið undan í 5. skiptið held ég á 9 mánuðum, rosa gott, spurning hvort það sé met? líklega ekki..
Ég sá engar skemmdir á drifinu né lásnum í fljótu bragði með drifið á borðinu.
Semsagt, þessi lás er rusl og ég er að fara á fjöll næstu helgi.
Veit einhver með góðan lás fyrir mig á betra verði?
Re: Afturdifið undan enn einu sinni..
Posted: 20.feb 2012, 22:11
frá jongunnar
Re: Afturdifið undan enn einu sinni..
Posted: 21.feb 2012, 00:05
frá Sævar Örn
Þú finnur ekki fyrir lásnum með því að snúa hjólinu létt með handafli yfirleitt þarf drífandi kraft af skaftinu svo hún virki þú t.d. getur tjakkað upp, sett klemmu á bremsuslönguna öðrum megin eða aftengt handbremsuna öðrum megin og gert smá högg með kúplingunni og þá ætti læsingin að virka ef allt er eðlilegt.
þ.e. ef þvingun er á öðru hjólinu og drífandi kraftur á pinion þá ættu samt sem áður bæði hjól að snúast jafnt.
Smellir ættu þó ekki endilega að heyrast úr læsingunni ertu viss um að þeir komi ekki einhversstaðar annarsstaðar frá
Re: Afturdifið undan enn einu sinni..
Posted: 21.feb 2012, 00:20
frá Heiðar Brodda
sæll er þessi lás ekki svipaður og no-spin ef svo er þá er alveg eðlilegt að það komi einhverir smellir allavega gerði no-spinið það hjá mér til að byrja með svo lærði maður að keyra með því,jeppinn var bæði notaður innanbæjar í rvk og á fjöllum
Re: Afturdifið undan enn einu sinni..
Posted: 21.feb 2012, 12:15
frá HaffiTopp
Hvaða olíu ertu með á drifinu?
Kv. Haffi
Re: Afturdifið undan enn einu sinni..
Posted: 21.feb 2012, 15:39
frá Grímur Gísla
http://www.youtube.com/watch?v=kL0hPEOStGkSkoðaðu þetta myndband.
Ég skil þetta þannig að það þurfi að vera kraftur frá drifskafti til að þetta læsi.
Re: Afturdifið undan enn einu sinni..
Posted: 21.feb 2012, 16:14
frá hobo
Mig minnti að þetta hafi ekki hagað sér svona með dekkin á lofti þegar ég setti læsinguna í. En þetta væri þá ekki í fyrsta skiptið sem að maður gerir eitthvað í fljótfærni, varðandi að kippa drifinu úr í einum grænum.
Besta bara að setja þetta í og halda áfram að keyra.
Er með venjulega gírolíu 80/90.
Re: Afturdifið undan enn einu sinni..
Posted: 21.feb 2012, 16:22
frá HaffiTopp
já það gæti verið meinið ef þetta er í ætt við diskalæsingu. Prófaðu að setja LS 85W90 og sjáðu hvað gerist.
Kv. Haffi
Re: Afturdifið undan enn einu sinni..
Posted: 21.feb 2012, 17:21
frá jeepcj7
Það er ekki tilgangur í að nota ls olíu á tannhjólalás og þessi hegðun er eðlileg þessi læsir bara við átak frá pinjón alveg eins og nospin.
Re: Afturdifið undan enn einu sinni..
Posted: 21.feb 2012, 17:57
frá Þorri
Mér var sagt að militec gerði kraftaverk fyrir svona lása. Hef ekki prufað það sjálfur svo ég hef ekki beina reynslu af því.
Re: Afturdifið undan enn einu sinni..
Posted: 21.feb 2012, 19:50
frá hobo
Drifið komið á sinn stað og er búinn að komast að því að lásinn er í góðu lagi, ég bara komst að því "the hard way".
Góðu fréttirnar fyrir mig eru þó að núna er ég viss um að allt er í góðu lagi þarna afturí og þessi óhljóð eru saklaus.
Það væri gaman að prófa millitec við tækifæri og gá hvort smellirnir minnkuðu en maður efar samt um að það gagni.
Re: Afturdifið undan enn einu sinni..
Posted: 21.feb 2012, 20:15
frá Stebbi
Smellirnir koma þegar að tannhjólin eru að hrökkva um eina eða fleiri tennur. Til dæmis á no-spin þá hafa menn stoppað til að athuga hvort að drifið sé enþá undir bílnum þegar að það smellur vel í. Enda er þumalputtareglan þar að ef að það heyrist ekki í No-spin þá er hún sjálfsagt ónýt, sama á sjálfsagt við þessa læsingu.
Re: Afturdifið undan enn einu sinni..
Posted: 21.feb 2012, 20:18
frá Sævar Örn
Koma margir smellir ég hélt það ætti bara að koma smellur meðan læsingin grípur og svo kannski annar þegar hún sleppir en hvað veit ég hef aldrei átt svona lás bara skoðað þá
Re: Afturdifið undan enn einu sinni..
Posted: 21.feb 2012, 20:27
frá karig
Ég er með No-spin í framhásingu hjá mér sem virkar fínt en það heyrast aldrei neinir smellir í því.....kv, Kári.
Re: Afturdifið undan enn einu sinni..
Posted: 21.feb 2012, 20:34
frá Stebbi
karig wrote:Ég er með No-spin í framhásingu hjá mér sem virkar fínt en það heyrast aldrei neinir smellir í því.....kv, Kári.
Enda smellur bara í No-Spin þegar hún er að losa spennu í beygjum, efast um að þú sért mikið að keyra á malbiki í framdrifinu.
Re: Afturdifið undan enn einu sinni..
Posted: 21.feb 2012, 20:39
frá hobo
Sko t.d í hringtorgi getur bíllinn farið að hristast nokkuð mikið en þá eru tennurnar greinilega að vinna sína vinnu. En svo örsjaldan kemur svakalegur höggsmellur, en þá langar manni einmitt út að gá hvort hásingin sé ekki ennþá á sínum stað.
Ég er sáttur við að útskrifa þetta vandamál sem eðlilegt.
Re: Afturdifið undan enn einu sinni..
Posted: 21.feb 2012, 20:42
frá Sævar Örn
Ekki ég, ertu búinn að prófa að setja annað afturhjólið á svell og reyna að spóla, hvort koma smellir og brestir eða græjan rýkur áfram með fullt grip á báðum.???
Re: Afturdifið undan enn einu sinni..
Posted: 21.feb 2012, 20:46
frá Stebbi
hobo wrote:Sko t.d í hringtorgi getur bíllinn farið að hristast nokkuð mikið en þá eru tennurnar greinilega að vinna sína vinnu. En svo örsjaldan kemur svakalegur höggsmellur, en þá langar manni einmitt út að gá hvort hásingin sé ekki ennþá á sínum stað.
Ég er sáttur við að útskrifa þetta vandamál sem eðlilegt.
Bíllinn hristist örugglega afþví hann á auðveldara með að hoppa til á dekkjunum en að losa spennuna úr læsinguni svo þegar læsingin loksins losar þá smellur í öllu og manni líður eins og tíkin hafi skitð afturdrifinu. Þetta er eðlilegt á svona rassléttum bíl á meðan læsingin er að slípa sig saman.
Re: Afturdifið undan enn einu sinni..
Posted: 22.feb 2012, 08:44
frá karig
Mikið rétt, ég keyri aldrei í framdrifinu á malbiki, enda bíllinn fullkomlega ókeyrandi þannig, en ég er búinn að spóla ósköpin öll í snjó og hálku og mér finnst þetta vera svipað og soðið, ég verð aldrei var við að læsingin fari af........kv, Kári.
Re: Afturdifið undan enn einu sinni..
Posted: 22.feb 2012, 15:21
frá hobo
Sævar Örn wrote:Ekki ég, ertu búinn að prófa að setja annað afturhjólið á svell og reyna að spóla, hvort koma smellir og brestir eða græjan rýkur áfram með fullt grip á báðum.???
Jebb læsingin hefur alltaf virkað, prófaði þetta um daginn með hægri helminginn á svelli og rauk af stað.
Re: Afturdifið undan enn einu sinni..
Posted: 22.feb 2012, 15:32
frá Sævar Örn
ok þá skal eg vera samþykkur og þægur :)
Re: Afturdifið undan enn einu sinni..
Posted: 22.feb 2012, 15:53
frá otterpoo
Ég myndi taka þennan lás og setja hann í frammdrifið. Hefur meira með alvöru brútal lás að gera þar, svo þarft þú heldur ekki að hlusta á þessi högg í venjulegri malbiks keyrslu.
Allavega í mínum bókum er frammlás mun nauðsinlegri en afturlás "nánast" tilgangslaus.
Re: Afturdifið undan enn einu sinni..
Posted: 22.feb 2012, 16:04
frá HaffiTopp
Efast stórlega að þetta drif passi að framan í þessum bíl.
Kv. Haffi
Re: Afturdifið undan enn einu sinni..
Posted: 22.feb 2012, 16:24
frá Brjótur
Haha gaman að svona speki....afturlás nánast tilgangslaus...........
Re: Afturdifið undan enn einu sinni..
Posted: 22.feb 2012, 16:36
frá otterpoo
HaffiTopp wrote:Efast stórlega að þetta drif passi að framan í þessum bíl.
Kv. Haffi
Gerði ráð fyrir að hann væri með frammhásingu , þá passar þetta á milli.
Brjótur wrote:Haha gaman að svona speki....afturlás nánast tilgangslaus...........
Vertu ekki að snúa útúr.
Þú kemst yfirleitt meira með góðan frammlás og opið afturdrif en góðan afturlás og svo opið frammdrif.
En auðvitað er best að vera með bæði drif læst !
Re: Afturdifið undan enn einu sinni..
Posted: 22.feb 2012, 17:42
frá Stebbi
Það fer alveg eftir því um hvaða bíl er að ræða hvort framlás geri meira en afturlás. Svona Hilux á hásingum þarf að hafa afturlás vegna þess að hann er svo rassléttur, að vera með Hilux bara læstan að framan er ekki betra en að hafa bara lás að aftan, ég hef prufað það sjálfur og það þarf ekkert að reyna að segja mér annað.
Re: Afturdifið undan enn einu sinni..
Posted: 22.feb 2012, 19:02
frá jeepcj7
Mín reynsla segir að framlás er meiri nauðsyn eftir því sem bíllinn er framþyngri og ég persónulega tek alltaf framlás fyrst nema bara í beina spyrnu upp brekku þar er afturlás must.
Re: Afturdifið undan enn einu sinni..
Posted: 22.feb 2012, 19:32
frá Magni
Þegar tekið er af stað í þungu færi eða upp brekku hvert fer þá þyngdin á bílnum?? á afturhásinguna. Segir sig sjálft að afturlás er betri en framlás. Best að vera með bæði náttúrulega.
Re: Afturdifið undan enn einu sinni..
Posted: 23.feb 2012, 00:28
frá otterpoo
Magni81 wrote:Þegar tekið er af stað í þungu færi eða upp brekku hvert fer þá þyngdin á bílnum?? á afturhásinguna. Segir sig sjálft að afturlás er betri en framlás. Best að vera með bæði náttúrulega.
Hvor hjólin eru að riðja? Frammhjólin!
Það er í einstaka skipti sem afturhjólin þurfa læsingu..
Re: Afturdifið undan enn einu sinni..
Posted: 23.feb 2012, 00:29
frá Sævar Örn
mér finnst eins og einhver sagði,,, bæði betra
Re: Afturdifið undan enn einu sinni..
Posted: 23.feb 2012, 08:15
frá Tómas Þröstur
Ágætt að vera með lása og allt það en breytir litlu með drifgetu meðan billinn stendur jafnt í öll hjól. Mun mikilvægara að stjórna afli temmilega út í hjól svo ekki detti út í spól.
Re: Afturdifið undan enn einu sinni..
Posted: 23.feb 2012, 09:28
frá Magni
otterpoo wrote:Magni81 wrote:Þegar tekið er af stað í þungu færi eða upp brekku hvert fer þá þyngdin á bílnum?? á afturhásinguna. Segir sig sjálft að afturlás er betri en framlás. Best að vera með bæði náttúrulega.
Hvor hjólin eru að riðja? Frammhjólin!
Það er í einstaka skipti sem afturhjólin þurfa læsingu..
Hvar eru framhjólin þegar þú ert að ryðja og fara upp brekku? þau ná yfirleitt að fljóta ofaná snjónum meðan afturdekkin ná því ekki. Hvað segir það okkur? það er ekkert grip á framdekkjunum, þunginn færist á afturdekkin.. gripið er í afturdekkjunum og þar vill maður væntanlega hafa læsinguna.
Re: Afturdifið undan enn einu sinni..
Posted: 23.feb 2012, 13:29
frá Brjótur
'Óttar minn rólegur, þetta eru bara nákvæmlega þín orð, en ég er alveg sammála báðum hliðum hérna í þessu máli, þ.a.e. þegar er verið að ryðja á jafnsléttu þá vill maður framlásinn frekar og þá hvíli ég afturlásinn, gott að eiga hann inni ef það verða vandræði við að bakka, og svo eins og Magni bróðir minn segir þá fer þyngdin aftur upp brekkurnar og hvar er gripið þá?, og lásinn? að aftan eða bæði aft. fram.
kveðja Helgi
Re: Afturdifið undan enn einu sinni..
Posted: 23.feb 2012, 13:32
frá AgnarBen
Þetta er eins og rífast um hvort hægri eða vinstri höndin sé betri, þeir sem eru örvhentir velja vinstri, hinir hægri !
Þetta fer bara eftir aðstæðum hvor lásinn gagnast betur......