Síða 1 af 1

Auka Rafkerfi Einfaldað - Teikningar.

Posted: 20.feb 2012, 19:41
frá Groddi
Enn ein, Þetta er svosem mjög auðveld teikning og einfalt að setja upp. Enn maður veit alldrei nema þetta geti komið til liðs... einn daginn..

Image


Hér er svo önnur útfærsla, þar sem hægt er að tengja rafkerfin saman - ef ské kinni að aðal-geymirinn yrði tómur.

Image

Bkv
Groddi

Re: Auka Rafkerfi Einfaldað - Teikningar.

Posted: 20.feb 2012, 20:16
frá Groddi
Bætti við annari teikningu þar sem hægt er að tengja saman rafkerfin. Og gefa sjálfum sér start (:

Re: Auka Rafkerfi Einfaldað - Teikningar.

Posted: 15.maí 2012, 18:03
frá Groddi
Upp

Re: Auka Rafkerfi Einfaldað - Teikningar.

Posted: 15.maí 2012, 21:35
frá Startarinn
Sniðugt

Re: Auka Rafkerfi Einfaldað - Teikningar.

Posted: 15.maí 2012, 23:46
frá Izan
Sælir

Þetta lýtur alls ekkert ílla út á mynd og virkar pottþétt eins og þú hefur hugsað þetta en...
ég hef aldrei áttað mig á því af hverju menn eru að hugsa um að flækja rafkerfið hjá sér með því að nota sitthvorn geyminn fyrir ljós og start nema fyrir húsbíla. Þessi hugmynd er fengin úr skiparafmagni þar sem menn vilja geta og þurfa að drepa á aðalvélinni á meðan þeir eru að veiða. Þetta er bara ekki tilfellið með jeppa því að þessi flækingur þýðir ekkert annað en að startið, sem er langstærsti og nánast því eini notandinn sem reynir á geymana, fær minna, nema þá að menn séu að nota sama eða sömu startgeyma og áður og bæta neyslugeyminum við. Hvað sjá menn við þetta, er verið að nota ljósin á meðan dautt er á bílnum, loftdæluna, eða bara útvarpið? Ef það er útvarpið er hægt að leysa það með gamaldags útvarpi með batteríum, kosta 2500 kall + batterí. Ef það er loftpressan þ.e. ef menn vilja blása upp vindsæng eða álíka er alveg hægt að láta bílinn ganga á meðan, jafnvel inni á tjaldsvæðum. Ljósin, jú sjálfsagt er gott að geta kveikt ljós við borðið í útilegum en er ekki alveg eins hægt að nota kerti eða höfuðkastara.

Þetta er náttúrulega svartsýnisraus en ég bara sé ekki hvaða notkun menn sjá fyrir sér meðan bíllinn má ekki vera í gangi því að um leið og hann er kominn í gang framleiðir hann rafmagn eins og alternatorinn á til ca 65-100A eða meira sem eru um 900-1400 wött og sumir jafnvel meira.

Kv Jón Garðar

Re: Auka Rafkerfi Einfaldað - Teikningar.

Posted: 19.maí 2012, 16:56
frá Groddi
Izan wrote:Sælir

Þetta lýtur alls ekkert ílla út á mynd og virkar pottþétt eins og þú hefur hugsað þetta en...
ég hef aldrei áttað mig á því af hverju menn eru að hugsa um að flækja rafkerfið hjá sér með því að nota sitthvorn geyminn fyrir ljós og start nema fyrir húsbíla. Þessi hugmynd er fengin úr skiparafmagni þar sem menn vilja geta og þurfa að drepa á aðalvélinni á meðan þeir eru að veiða. Þetta er bara ekki tilfellið með jeppa því að þessi flækingur þýðir ekkert annað en að startið, sem er langstærsti og nánast því eini notandinn sem reynir á geymana, fær minna, nema þá að menn séu að nota sama eða sömu startgeyma og áður og bæta neyslugeyminum við. Hvað sjá menn við þetta, er verið að nota ljósin á meðan dautt er á bílnum, loftdæluna, eða bara útvarpið? Ef það er útvarpið er hægt að leysa það með gamaldags útvarpi með batteríum, kosta 2500 kall + batterí. Ef það er loftpressan þ.e. ef menn vilja blása upp vindsæng eða álíka er alveg hægt að láta bílinn ganga á meðan, jafnvel inni á tjaldsvæðum. Ljósin, jú sjálfsagt er gott að geta kveikt ljós við borðið í útilegum en er ekki alveg eins hægt að nota kerti eða höfuðkastara.

Þetta er náttúrulega svartsýnisraus en ég bara sé ekki hvaða notkun menn sjá fyrir sér meðan bíllinn má ekki vera í gangi því að um leið og hann er kominn í gang framleiðir hann rafmagn eins og alternatorinn á til ca 65-100A eða meira sem eru um 900-1400 wött og sumir jafnvel meira.

Kv Jón Garðar


Þú ert ekki að skilja þetta Jón Garðar, þetta snýst allt um að hækka hjá sér dóta stöðulinn ;) ... svo líka, ef startgeimirinn verður tómur, þá er hægt að slá geimunum saman og gefa sjálfum sér start, það verður fátt flottara en það ;)

Kv
séra dóta stöðull ;)

Re: Auka Rafkerfi Einfaldað - Teikningar.

Posted: 19.maí 2012, 22:39
frá cameldýr
Endemis þvæla er þetta, af hverju ekki bara að tengjast dreifikerfi RARIK og málið leyst.

Re: Auka Rafkerfi Einfaldað - Teikningar.

Posted: 19.maí 2012, 23:05
frá Kiddi
Mér finnst fátt flottara á litlum Wrangler en að drífa mikið og þess vegna vil ég ómögulega bæta við aukarafgeymi og fullt af kílóum ;-)

Re: Auka Rafkerfi Einfaldað - Teikningar.

Posted: 22.maí 2012, 17:11
frá Groddi
Þessar teikningar hja mer eru ætlaðar þeim sem ert að setja upp loftkerfi eða aukarafkerfi til að hjálpa viðkomandi, en ekki til að diskutera afhverju að gera það, þið getið diskutert og vælt einsog þið viljið a "alment spjall"

MR Grumpy

Re: Auka Rafkerfi Einfaldað - Teikningar.

Posted: 22.maí 2012, 20:40
frá villi58
Það getur komið sér vel að hafa rafkerfi eins og þetta, margir eru með olíumiðstöðvar sem ganga oft þegar dautt er á bíl.
Gott að hafa startgeyminn fullhlaðinn.