4-Pin Relay - Teikningar.

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Groddi
Innlegg: 270
Skráður: 30.aug 2011, 17:29
Fullt nafn: Hákon Freyr Freysson

4-Pin Relay - Teikningar.

Postfrá Groddi » 20.feb 2012, 19:15

Ég sit hérna enn heima í veikindum mínum (bak meiðsli)) og hef lítið annað að gera en að dunda mér við að gera teikningar, vona að þessi getur einnig orðið að liði einhverntíma.

Image

Bkv.
Groddi!
Síðast breytt af Groddi þann 20.jan 2013, 13:56, breytt 1 sinni samtals.




Valdi 27
Innlegg: 150
Skráður: 13.feb 2010, 21:48
Fullt nafn: Valdimar Geir Jóhannsson

Re: 4-Pin Relay - Teikningar.

Postfrá Valdi 27 » 20.feb 2012, 19:47

Átt hrós skilið fyrir þessar teikningar þínar ;) Þær eru fínar fyrir unga menn sem vilja læra;)

User avatar

Höfundur þráðar
Groddi
Innlegg: 270
Skráður: 30.aug 2011, 17:29
Fullt nafn: Hákon Freyr Freysson

Re: 4-Pin Relay - Teikningar.

Postfrá Groddi » 20.feb 2012, 19:53

Valdi 27 wrote:Átt hrós skilið fyrir þessar teikningar þínar ;) Þær eru fínar fyrir unga menn sem vilja læra;)



Það var ætlunin með teikningunum, og takk (:

User avatar

hjotti
Innlegg: 78
Skráður: 08.nóv 2010, 22:22
Fullt nafn: Hjörtur Vífill Jörundsson

Re: 4-Pin Relay - Teikningar.

Postfrá hjotti » 20.feb 2012, 23:03

flott takk.. savaði þessa á tölvuna. var búinn að tína handskrifaða eintakinu mínu
Nissan Patrol 350tbi Chevy
Chevy Camaro Lt1


dalsel
Innlegg: 36
Skráður: 06.mar 2010, 10:41
Fullt nafn: Sveinn Nilsen

Re: 4-Pin Relay - Teikningar.

Postfrá dalsel » 21.feb 2012, 09:56

Flott teikning.
áttu svona fyrir 5 pinna?

User avatar

Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: 4-Pin Relay - Teikningar.

Postfrá Magni » 21.feb 2012, 11:03

Flott að fá svona. keep it coming
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: 4-Pin Relay - Teikningar.

Postfrá HaffiTopp » 21.feb 2012, 11:58

Flott framtak. En hvað með ef maður ætlar að hafa kastara tengda inn á háa geyslann og á sér takka líka? Þarf þá ekki tvö reley og þarf ekki þá að "stela" straumi frá parkinu svo það virki með ljósunum?
Kv. Haffi


JeepKing
Innlegg: 98
Skráður: 19.júl 2010, 14:28
Fullt nafn: Jónas Olgeirsson

Re: 4-Pin Relay - Teikningar.

Postfrá JeepKing » 21.feb 2012, 12:23

Þú getur notað þrískiftan rofa (on-off-on) tengir inná aðra rásina stolinn straum frá parkljósum og á hina rásina stolinn straum frá háageisla..
tengir þá miðju rofans í rofan sem þú notar til að kveikja á kösturunum og úr þeim rofa í realy í rás 86.

Útbjó þetta einusinni svona hjá mér til að komast í gegnum skoðun , það var þegar þeir voru harðir á því að allir kastarar virkuðu bara með háageislanum en flestum fynnst það óþolandi..
Pajero 2.8 44"
Ford Fiesta


Jónas Fr.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: 4-Pin Relay - Teikningar.

Postfrá Stebbi » 21.feb 2012, 12:29

dalsel wrote:Flott teikning.
áttu svona fyrir 5 pinna?


5 pinna er með víxlandi snertu, tengi 87a og 30 leiða saman þegar 86 er straumlaus og 30 og 87 þegar straumur er á 86.

Image
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
Groddi
Innlegg: 270
Skráður: 30.aug 2011, 17:29
Fullt nafn: Hákon Freyr Freysson

Re: 4-Pin Relay - Teikningar.

Postfrá Groddi » 21.feb 2012, 12:54

HaffiTopp wrote:Flott framtak. En hvað með ef maður ætlar að hafa kastara tengda inn á háa geyslann og á sér takka líka? Þarf þá ekki tvö reley og þarf ekki þá að "stela" straumi frá parkinu svo það virki með ljósunum?
Kv. Haffi



Sæll, besta leiðin til að gera þetta er að tengja "svissaða strauminn" inná hágeyslan hjá þér. Þá notastu enn bara við eitt relay. þá breitist teikningin ekkert, ég er með þetta teingt svoleiðis hjá mér ;)

User avatar

Höfundur þráðar
Groddi
Innlegg: 270
Skráður: 30.aug 2011, 17:29
Fullt nafn: Hákon Freyr Freysson

Re: 4-Pin Relay - Teikningar.

Postfrá Groddi » 21.feb 2012, 12:55

dalsel wrote:Flott teikning.
áttu svona fyrir 5 pinna?



á hana ekki til, en skal fara að vinna í henni, er einhvað annað sem að menn vilja teikningar af ?

User avatar

LFS
Innlegg: 579
Skráður: 10.apr 2010, 11:39
Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
Bíltegund: nissan patrol y60

Re: 4-Pin Relay - Teikningar.

Postfrá LFS » 21.feb 2012, 14:16

er ekki hægt að setja þessar teikningar saman og festa sem sticky einhverstaðar svo þettað tynist ekki i ollu póstflæminu ?
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: 4-Pin Relay - Teikningar.

Postfrá HaffiTopp » 21.feb 2012, 14:53

Já nú ætla ég að vera meeega leiðinlegur, en gengur þetta svona upp með 5pinna releyi ef maður vill hafa slökkt á kösturunum en háu ljósin á?
Kv. Haffi

User avatar

Höfundur þráðar
Groddi
Innlegg: 270
Skráður: 30.aug 2011, 17:29
Fullt nafn: Hákon Freyr Freysson

Re: 4-Pin Relay - Teikningar.

Postfrá Groddi » 21.feb 2012, 15:18

HaffiTopp wrote:Já nú ætla ég að vera meeega leiðinlegur, en gengur þetta svona upp með 5pinna releyi ef maður vill hafa slökkt á kösturunum en háu ljósin á?
Kv. Haffi


Þú getur tengt 5pin relay nkl eins og 4 pin relay, sleppir bara 87A tenginu, en ég er að vinna í 5pin teikningunni... kemur á eftir

User avatar

Höfundur þráðar
Groddi
Innlegg: 270
Skráður: 30.aug 2011, 17:29
Fullt nafn: Hákon Freyr Freysson

Re: 4-Pin Relay - Teikningar.

Postfrá Groddi » 21.feb 2012, 15:32

þá eru 5pin teikningarnar komnar upp ;)

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: 4-Pin Relay - Teikningar.

Postfrá jeepson » 21.feb 2012, 17:35

Flott hjá þér Groddi. Ég tók einmitt teikningu og breytti henni og setti alt yfir á islensku. Mig minnir nú að ég hafi sett hana hingað inná spjallið. Ég er einmitt einn af þeim sem man aldrei hvernig á að tengja relay. Þannig að þessi teikning kemur sér afar vel:) Ég þarf svo bara að fá mér bókaplast eða eitthvað og setja utan um teikninguna svo að maður geti haft hana í skúrnum :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: 4-Pin Relay - Teikningar.

Postfrá sukkaturbo » 21.feb 2012, 17:49

sæll og takk gott að geta litið þettað þegar maður fer í að setja ljósalampan í Valpinn


H D McKinstry
Innlegg: 35
Skráður: 02.feb 2010, 01:37
Fullt nafn: Hörður Darri McKinstry

Re: 4-Pin Relay - Teikningar.

Postfrá H D McKinstry » 21.feb 2012, 19:10

HaffiTopp wrote:Flott framtak. En hvað með ef maður ætlar að hafa kastara tengda inn á háa geyslann og á sér takka líka? Þarf þá ekki tvö reley og þarf ekki þá að "stela" straumi frá parkinu svo það virki með ljósunum?
Kv. Haffi


Ég tengdi kastarana svona hjá mér. Hvort par á sér rofa og með "Overwrite" rofa ef ég vill hafa lágu ljósin og kastarana eða einfaldlega bara kastarana.
Viðhengi
teikning.jpg
Rafmagnsteikning fyrir kastara
teikning.jpg (18.18 KiB) Viewed 6897 times

User avatar

Höfundur þráðar
Groddi
Innlegg: 270
Skráður: 30.aug 2011, 17:29
Fullt nafn: Hákon Freyr Freysson

Re: 4-Pin Relay - Teikningar.

Postfrá Groddi » 21.feb 2012, 19:22

jeepson wrote:Flott hjá þér Groddi. Ég tók einmitt teikningu og breytti henni og setti alt yfir á islensku. Mig minnir nú að ég hafi sett hana hingað inná spjallið. Ég er einmitt einn af þeim sem man aldrei hvernig á að tengja relay. Þannig að þessi teikning kemur sér afar vel:) Ég þarf svo bara að fá mér bókaplast eða eitthvað og setja utan um teikninguna svo að maður geti haft hana í skúrnum :)



Takk fyrir það, man ekki eftir að hafa séð svona teikningar hérna á spjallinu, fanst einsog það vantaði þær einmitt, ákvað að græja nokkrar í veikindum mínum, til að föndra einhvað (:

User avatar

Höfundur þráðar
Groddi
Innlegg: 270
Skráður: 30.aug 2011, 17:29
Fullt nafn: Hákon Freyr Freysson

Re: 4-Pin Relay - Teikningar.

Postfrá Groddi » 21.feb 2012, 22:55

49cm wrote:er ekki hægt að setja þessar teikningar saman og festa sem sticky einhverstaðar svo þettað tynist ekki i ollu póstflæminu ?


Það er kanski ekkert vitlaust .... ef við fáum "stjórnanda" til að gera það.


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: 4-Pin Relay - Teikningar.

Postfrá Izan » 22.feb 2012, 00:03

Sælir

Ég skal taka að mér að vera leiðinlegur úr því að það gekk ekki nógu vel hjá Haffatopp.

Þessi bílarelay eru ekki öll eins. Það er t.d. munur á uppröðuninni á Bosch og Hella relayum en ég man ekki hvort merkingarnar séu þær sömu, það gæti alveg verið. Víxlrelayið er eins hjá þeim sem gerir málið dálítið bjánalegt þegar kemur að því að setja relayið í sökkul og svo er því skipt út fyrir annað sömu tegundar nema 5 pinna og ekkert virkar.

Mestu máli skiptir að vita hvernig þetta virkar og hvað er að gerast. Í öllum relayum er segulspóla sem dregur járnkjarna til sín þegar spólan fær straum. Þessi spóla getur verið 12, 24, 48, 110, 230, 400V osfrv og þó að þú sért með 12V spólu í relýi er ekkert sem bannar þér að láta rofann vinna á allt annari spennu, þetta er algerlega aðskilið.

Kjarninn dregur s.s. til snertu eða rofa sem þolir ákveðið mikinn straum, þessi litlu hefðbundnu þola 35A minnir mig. Í víxlrelýunm skiptir rofinn á milli s.s. ef relýið er af leiðir frá a til b og þegar relýiuð er á leiðir frá a til c (man ekki þessar tölur) Ég hef ekki enn séð relý sem er ekki tengimynd á hliðinni s.s. sýnir milli hvaða tveggja tengja spólan er og hvar rofinn er og hvernig hann virkar (nema kannski helst þau sem koma með bílum).

Ef menn ætla sér að tengja kastara á bíl er eitt til að vita og það er að það er klárlega harðbannað að tengja ljósin þannig að þau geti logað án þess að parkljósin séu kveikt. Þess vegna er langbest að tengja inn á parkið og nota þann til að stjórna öllu aukaljósageiminu. Ég nota parkljósamerkið til að stjórna öllu aukarafkerfinu hjá mér s.s. ljósum, tankadælu, lofti og framlæsingu.

Ef menn ætla sér að láta aukaljósin fara út með háageislanum þarf að taka merki frá háuljósunum og tengja á NO hlið á víxlrofa, parkljósamerkið á NC hliðina og taka út á sameiginlega tenginu inn á ljósarofana sjálfa. Þetta getur vel verið relý með víxlsnertu, alveg sama hvaða víxlrofi það er, ég er t.d. með svoleiðis tengingu því að ég er með 8 rofa box með litlum ræfilslegum einpóla ofum í og útilokað að breyta þeim mikið. Muna bara að ljósarofarnir þurfa að hafa gaumljós.

Kv Jón Garðar

User avatar

Höfundur þráðar
Groddi
Innlegg: 270
Skráður: 30.aug 2011, 17:29
Fullt nafn: Hákon Freyr Freysson

Re: 4-Pin Relay - Teikningar.

Postfrá Groddi » 22.feb 2012, 00:45

það eru margir framleiðendur af relayum, þótt að framleiðandinn sé td. simens, þá er talað um "Bosch relay" vegna hvernig þaur eru uppsett, eða hvernig þau virka, þannig sé relay skipt út þá þarf að sjálfsögðu að athuga hvernig fyrra relayið virkaði áður en nýtt sé sett í og kanna hvort það virki ekki á sama vegu.

Þar sem þetta eru algengustu relayin þá tók ég bara fyrir Bosch relay á teikningunni

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: 4-Pin Relay - Teikningar.

Postfrá Freyr » 22.feb 2012, 00:56

Skiptir engu máli hvaðan relayið er, númerin á pinnunum standa fyrir það sama. 85 og 86 eru fyrir stýristrauminn inn og jörðina f. hann (skiptir engu hvort er hvað), + frá geymi inn á pinna 30 og þaðan til notanda á 87.

User avatar

Höfundur þráðar
Groddi
Innlegg: 270
Skráður: 30.aug 2011, 17:29
Fullt nafn: Hákon Freyr Freysson

Re: 4-Pin Relay - Teikningar.

Postfrá Groddi » 22.feb 2012, 08:26

Freyr wrote:Skiptir engu máli hvaðan relayið er, númerin á pinnunum standa fyrir það sama. 85 og 86 eru fyrir stýristrauminn inn og jörðina f. hann (skiptir engu hvort er hvað), + frá geymi inn á pinna 30 og þaðan til notanda á 87.


Það er þessi svokölluðu Bosch Relay, en það er til önnur týpa af relayum líka.. Hvort hún sé enn framleidd í dag veit ég hinsvegar ekki.


dalsel
Innlegg: 36
Skráður: 06.mar 2010, 10:41
Fullt nafn: Sveinn Nilsen

Re: 4-Pin Relay - Teikningar.

Postfrá dalsel » 11.apr 2012, 23:38

Flottar teikningar.

Er hægt að nota 5 pinna relay til að stjórna há og lága geisla? er með smá verkefni á borðinu hjá mér sem krefst þess að nota relay þannig að mér datt svona 5 pinna í hug.
Ekki væri verra að fá "uppskrift" þar sem ég er stundum svolítið heftur.... :-)

Sveinn

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: 4-Pin Relay - Teikningar.

Postfrá Freyr » 12.apr 2012, 00:07

dalsel wrote:Flottar teikningar.

Er hægt að nota 5 pinna relay til að stjórna há og lága geisla? er með smá verkefni á borðinu hjá mér sem krefst þess að nota relay þannig að mér datt svona 5 pinna í hug.
Ekki væri verra að fá "uppskrift" þar sem ég er stundum svolítið heftur.... :-)

Sveinn


Það er hægt. 30 = stóri + (fæðistraumur), 85 og 86 eru fyrir stýringuna (skiptir ekki máli hvor fær stýristraum og hvor fer í jörð), 87 = pinninn sem straumurinn frá pinna 30 fer í gegnum alla jafna (ætti að vera f. lága geislan), 87a = pinninn sem straumurinn frá pinna 30 fer í gegnum þegar straumur fer gegnum 85/86 (relayið er "on" - ætti að tengja háageislann við 87a).

Kv. Freyr


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: 4-Pin Relay - Teikningar.

Postfrá Izan » 12.apr 2012, 08:42

Sælir

Verð að skemma þetta aðeins. Þið farið sjálfsagt að halda að ég hafi gaman að niðurbrotinu en ég tel mig vera að gera einhverjum greiða með þessu.

Þú þarft alltaf 2 relay því að ef þú notar bara eitt víxlrelay er útilokað að slökkva ljósin. Hinsvegar fer þetta eftir því hvernig rofabúnaðurinn er hjá þér. Ef þú ert með einn rofa til að kveikja og tengir við relay eins og á myndunum og annan venjulegann rofa sem skiptir milli háa og lága gæti verið mjög heppilegt að nota víxlrelay þar eins og Freyr talaði um en þetta gera samtals 2 relay. Það er svosum enginn skaði skeður þannig en svo geturðu líka tengt háa og lága geislann við sitthvort relayið t.d. ef hi/lo skiptirinn sjálfur er t.d. víxlrofi, s.s. búið endanlegt merki til með stýrisstraumnum.

Þú þarft alltaf 2 reylay til að stýra þessu en þú hefur allavega tvær leiðir að því að klára þetta. Munurinn getur verið t.d. hvort þú ætlir að vera með fleiri en eitt öryggi o.s.frv. Með fyrri uppsetningunni ertu hvorki með há eða lág ljós ef on/off relayið bilar. Það eru mun meiri líkur á að kraftrásin bili en til að vera pottþéttur ættirðu að nota 4 relay, eitt lo hægra megin, annað hi hægra megin, lo vinstra og hi vinstra. Svo ættirðu að vera með tveggja snertu rofa bæði í on off rofanum og hi/lo skiptinum (það skiptir kannski ekki eins miklu máli). Málið er s.s. að ein bilun valdi ekki algeru ljósleysi.

Kv Jón Garðar

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: 4-Pin Relay - Teikningar.

Postfrá jongud » 12.apr 2012, 08:46

Fínar teikningar...

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: 4-Pin Relay - Teikningar.

Postfrá Freyr » 12.apr 2012, 23:05

Izan wrote:Sælir

Verð að skemma þetta aðeins. Þið farið sjálfsagt að halda að ég hafi gaman að niðurbrotinu en ég tel mig vera að gera einhverjum greiða með þessu.

Þú þarft alltaf 2 relay því að ef þú notar bara eitt víxlrelay er útilokað að slökkva ljósin. Hinsvegar fer þetta eftir því hvernig rofabúnaðurinn er hjá þér. Ef þú ert með einn rofa til að kveikja og tengir við relay eins og á myndunum og annan venjulegann rofa sem skiptir milli háa og lága gæti verið mjög heppilegt að nota víxlrelay þar eins og Freyr talaði um en þetta gera samtals 2 relay. Það er svosum enginn skaði skeður þannig en svo geturðu líka tengt háa og lága geislann við sitthvort relayið t.d. ef hi/lo skiptirinn sjálfur er t.d. víxlrofi, s.s. búið endanlegt merki til með stýrisstraumnum.

Þú þarft alltaf 2 reylay til að stýra þessu en þú hefur allavega tvær leiðir að því að klára þetta. Munurinn getur verið t.d. hvort þú ætlir að vera með fleiri en eitt öryggi o.s.frv. Með fyrri uppsetningunni ertu hvorki með há eða lág ljós ef on/off relayið bilar. Það eru mun meiri líkur á að kraftrásin bili en til að vera pottþéttur ættirðu að nota 4 relay, eitt lo hægra megin, annað hi hægra megin, lo vinstra og hi vinstra. Svo ættirðu að vera með tveggja snertu rofa bæði í on off rofanum og hi/lo skiptinum (það skiptir kannski ekki eins miklu máli). Málið er s.s. að ein bilun valdi ekki algeru ljósleysi.

Kv Jón Garðar


Þakka ábendinguna, þetta er auðvitað rétt að 5 pinna relay dugar ekki eitt og sér.

Kv. Freyr

User avatar

Höfundur þráðar
Groddi
Innlegg: 270
Skráður: 30.aug 2011, 17:29
Fullt nafn: Hákon Freyr Freysson

Re: 4-Pin Relay - Teikningar.

Postfrá Groddi » 15.maí 2012, 18:01

Upp

User avatar

Höfundur þráðar
Groddi
Innlegg: 270
Skráður: 30.aug 2011, 17:29
Fullt nafn: Hákon Freyr Freysson

Re: 4-Pin Relay - Teikningar.

Postfrá Groddi » 17.jan 2013, 21:55

Er ekki málið að uppa þetta fyrir ykkur

User avatar

Höfundur þráðar
Groddi
Innlegg: 270
Skráður: 30.aug 2011, 17:29
Fullt nafn: Hákon Freyr Freysson

Re: 4-Pin Relay - Teikningar.

Postfrá Groddi » 20.jan 2013, 13:57

Teikningin komin inn aftur, njotið.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 17 gestir