Síða 1 af 1

Loftkerfi m/Úrhleipibúnaði - Teikningar.

Posted: 19.feb 2012, 16:59
frá Groddi
Ákvað að teikna upp loftkerfi, öðrum til aðstoðar og gleði (:

Image

Vona að þetta geti hjálpað einhverjum sem eru í loft-kerfis hugleiðingum, þetta er pakki uppá ca 50-70 Þúsund

Það er hægt að spara helling með að nota freonkút sem loftkút (þarft bara að taka kranan af útnum, snitta fyrir 1/4 gengjur og græja það þannig), þeir eru mjög hentugir þar sem þeir þola hellings þrýsting.

Image

Image

Svo þarf að mixa inntak/úttak á aircon dælu, ef einn ætlar að nota svoleiðis sem loftdælu (einsog í þessu settupi)

Image

Image

Re: Loftkerfi m/Úthleipibúnaði - Teikningar.

Posted: 19.feb 2012, 17:12
frá LFS
djos snilld var akkurat a'ð leyta mer af teikningum takk fyrir þettað meistari !

Re: Loftkerfi m/Úthleipibúnaði - Teikningar.

Posted: 19.feb 2012, 17:20
frá Groddi
49cm wrote:djos snilld var akkurat a'ð leyta mer af teikningum takk fyrir þettað meistari !



Gott að geta orðið að gagni (:

Re: Loftkerfi m/Úthleipibúnaði - Teikningar.

Posted: 19.feb 2012, 18:01
frá Groddi
Ég skal senda inn fleiri myndir af kerfinu, þegar ég kemst í það.

Re: Loftkerfi m/Úrhleipibúnaði - Teikningar.

Posted: 19.feb 2012, 23:06
frá Groddi
Ákvað að teikna þetta upp í tölvunni, gæti verið auðveldara að skilja/lesa

Re: Loftkerfi m/Úrhleipibúnaði - Teikningar.

Posted: 20.feb 2012, 15:18
frá Turboboy
Virkilega flottar leiðbeiningar, vista þetta í tölvuna mína :)

Re: Loftkerfi m/Úrhleipibúnaði - Teikningar.

Posted: 20.feb 2012, 17:59
frá Startarinn
Ég var búinn að skoða Endless air dælurnar svolítið fyrir nokkrum árum og ætlað að kaupa svona í jeppann, en svo kom hrunið og dælan tvöfaldaðist í verði, sem gerði það að verkum að ég tímdi ekki að kaupa hana.

En að sjá dæluna að utan lítur hún eins út og hver önnur air condition dæla að fráskildum smurkoppinum, það var aircondition dæla utan á volvo vélinni sem á að fara í hiluxinn hjá mér, ég opnaði hana og skoðaði og sá því ekkert til fyrirstöðu að setja bara smurkopp á dæluna, sem ég gerði.

Ég er ekki ennþá búinn að prófa þetta þar sem vélin fer ekki í bílinn fyrr en í fyrsta lagi í haust. En ég held að maður fái langbestu endinguna í aircondition dælurnar með því að setja smurkopp á þær, kannski pínu militec slettu annað slagið, það er allavega það sem ég ætla að prófa í þetta skiptið.

Ég verð jafnvel með smurglasið/olúskiljuna áfram, fyrst ég er hvort sem er búinn að setja kerfið þannig upp má það alveg fylgja með yfir á þessa dælu

En til að staðsetja smurkoppinn verður að taka dæluna í sundur og skoða, það er ekki hægt að bora hvar sem er í hana án þess að skemma eitthvað, fyrir utan að svarfið getur skemmt stimplana.

Re: Loftkerfi m/Úrhleipibúnaði - Teikningar.

Posted: 20.feb 2012, 19:13
frá Groddi
Startarinn wrote:Ég var búinn að skoða Endless air dælurnar svolítið fyrir nokkrum árum og ætlað að kaupa svona í jeppann, en svo kom hrunið og dælan tvöfaldaðist í verði, sem gerði það að verkum að ég tímdi ekki að kaupa hana.

En að sjá dæluna að utan lítur hún eins út og hver önnur air condition dæla að fráskildum smurkoppinum, það var aircondition dæla utan á volvo vélinni sem á að fara í hiluxinn hjá mér, ég opnaði hana og skoðaði og sá því ekkert til fyrirstöðu að setja bara smurkopp á dæluna, sem ég gerði.

Ég er ekki ennþá búinn að prófa þetta þar sem vélin fer ekki í bílinn fyrr en í fyrsta lagi í haust. En ég held að maður fái langbestu endinguna í aircondition dælurnar með því að setja smurkopp á þær, kannski pínu militec slettu annað slagið, það er allavega það sem ég ætla að prófa í þetta skiptið.

Ég verð jafnvel með smurglasið/olúskiljuna áfram, fyrst ég er hvort sem er búinn að setja kerfið þannig upp má það alveg fylgja með yfir á þessa dælu

En til að staðsetja smurkoppinn verður að taka dæluna í sundur og skoða, það er ekki hægt að bora hvar sem er í hana án þess að skemma eitthvað, fyrir utan að svarfið getur skemmt stimplana.



Já, þetta voru pælingarnar fyrst hjá mér líka, en eftir að hafa talað vi ðþá nokkra sem gera við þetta þá vildu þeir flestir halda því fram að maður ætti að nota þunna og mjög hitaþolna loftpressu olíu, þar sem að þessar dælur verða gífurlega heitar.

Re: Loftkerfi m/Úrhleipibúnaði - Teikningar.

Posted: 23.feb 2012, 03:14
frá hringir
Ég nappaði mér svona freon kút, hvað þolir hann mikinn þrýsting, það stendur ekkert á honum, mér finnst vera svo þunnt í þessu.... það er kannski vitleisa..

Re: Loftkerfi m/Úrhleipibúnaði - Teikningar.

Posted: 23.feb 2012, 07:00
frá Startarinn
Freonið sem er geymt á þessum kútum fer í að minnsta kosti 10 bar, svo þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur.

Ég bjó til kút til að skjóta frostlegi inná lagnir undir þrýsting úr svona kút, til að setja frostlög á ljósavélarnar hjá mér, ég set u.þ.b. 9 bar inná kútinn (kerfisþrýstingur á vinnulofti hjá mér) til að tæma hann, og hef ekki lent í neinum vandræðum.

Ég væri óhræddur uppí 13 bar með svona kút, svo á að vera öryggistappi á kútnum, hann á að skjótast úr áður en kúturinn gefur sig

Re: Loftkerfi m/Úrhleipibúnaði - Teikningar.

Posted: 23.feb 2012, 08:44
frá nobrks
hringir wrote:Ég nappaði mér svona freon kút, hvað þolir hann mikinn þrýsting, það stendur ekkert á honum, mér finnst vera svo þunnt í þessu.... það er kannski vitleisa..

Þú kemur auðveldlega 6bar á kókflösku :)

Re: Loftkerfi m/Úrhleipibúnaði - Teikningar.

Posted: 23.feb 2012, 08:46
frá nobrks
Startarinn wrote:Freonið sem er geymt á þessum kútum fer í að minnsta kosti 10 bar, .....
Ég væri óhræddur uppí 13 bar með svona kút, svo á að vera öryggistappi á kútnum, hann á að skjótast úr áður en kúturinn gefur sig

Kútar eiga að þola að minnsta kosti 5x þann þrýsting sem þeir eru gefnir upp fyrir.

Re: Loftkerfi m/Úrhleipibúnaði - Teikningar.

Posted: 23.feb 2012, 09:45
frá Þorri
Þú kemur auðveldlega 6bar á kókflösku :)
Hún á að þola meira en það. Ég vann við framleiðslu á gosflöskum fyrir mörgum árum síðan þá vorum við að testa þær á 8 bar. Ég hef séð gamlan bláan gaskút notaðan sem loftkút þá var ventillinn skrúfaður úr og sett slöngutengi í staðinn. Kannski full lítið loftrými miðað við þyngd á kút.

Re: Loftkerfi m/Úrhleipibúnaði - Teikningar.

Posted: 23.feb 2012, 10:38
frá Groddi
hringir wrote:Ég nappaði mér svona freon kút, hvað þolir hann mikinn þrýsting, það stendur ekkert á honum, mér finnst vera svo þunnt í þessu.... það er kannski vitleisa..



Þarft ekki að hafa neinar áhyggjur með hvort að freonkúturinn þolir 6-10 bar loftþrýsting. það er geymt freon í vökvaformi í þessu sem er undir gífurlegum þrýstingi.

Re: Loftkerfi m/Úrhleipibúnaði - Teikningar.

Posted: 23.feb 2012, 11:09
frá gaz69m
þú færð svona kúta frítt tildæmis hjá frostmark , ég smíðaði mér lítin sandblásturs pot úr svona kút

Re: Loftkerfi m/Úrhleipibúnaði - Teikningar.

Posted: 23.feb 2012, 12:06
frá Startarinn
Groddi wrote:
hringir wrote:Ég nappaði mér svona freon kút, hvað þolir hann mikinn þrýsting, það stendur ekkert á honum, mér finnst vera svo þunnt í þessu.... það er kannski vitleisa..



Þarft ekki að hafa neinar áhyggjur með hvort að freonkúturinn þolir 6-10 bar loftþrýsting. það er geymt freon í vökvaformi í þessu sem er undir gífurlegum þrýstingi.


Freon R-22 í vökvaformi er ekki í nema 5 bar við 20°C til að haldast sem vökvi, við 50°C þarftu rúmlega 12 bar. (ég hljóp fram og skoðaði mælana hjá mér til staðfestingar)

Það er enginn gríðarlegur munur á R-22 og hinum kælimiðlunum, ef þrýstingurinn væri mikið hærri væri ekki gerlegt að nota þá sem kælimiðla, vissulega munar aðeins á milli þeirra en það eru ekki nema kannski 2-3 bar.

En þessir kútar þola leikandi 10 bar, flest kerfi í jeppum hafa ekkert að gera með meira en 8 bar

En ég festi minn svona kút með gjörðum, ég þorði ekki að sjóða festinguna á hann bara uppá að það kæmi ekki þreytubrot í kútinn við suðuna.

Þorri wrote:
Þú kemur auðveldlega 6bar á kókflösku :)
Hún á að þola meira en það. Ég vann við framleiðslu á gosflöskum fyrir mörgum árum síðan þá vorum við að testa þær á 8 bar


Ég hef sett 10 bar á 2ja lítra flösku, aftur á móti þoldu 1/2 lítra flöskurnar það ekki til lengdar, og já það er virkilega sárt að fá þær í sig þegar þær springa

Re: Loftkerfi m/Úrhleipibúnaði - Teikningar.

Posted: 24.feb 2012, 19:25
frá cruser 90
Sælir félagar ég er að smíða loft kerfi er að spá í ðað nota kastaragrindina sem loftkút er búin að reikna hana út það ætti að komast 10l í af lofti í grindina er það nóg eða hvað seigið þið
ég læt fylgja mynd af grindinni

Re: Loftkerfi m/Úrhleipibúnaði - Teikningar.

Posted: 24.feb 2012, 20:27
frá Startarinn
það er kappnóg, þessir freonkútar eru 11-12 lítrar, kútarnir sem eru seldir í arctic truck eru mun minni ef ég man rétt

Re: Loftkerfi m/Úrhleipibúnaði - Teikningar.

Posted: 24.feb 2012, 20:35
frá Groddi
cruser 90 wrote:Sælir félagar ég er að smíða loft kerfi er að spá í ðað nota kastaragrindina sem loftkút er búin að reikna hana út það ætti að komast 10l í af lofti í grindina er það nóg eða hvað seigið þið
ég læt fylgja mynd af grindinni



10L er meira en nóg

Re: Loftkerfi m/Úrhleipibúnaði - Teikningar.

Posted: 25.feb 2012, 00:45
frá cruser 90
snilld þá géri ég þetta sona takk fyrir þetta og teikningarar;D

Re: Loftkerfi m/Úrhleipibúnaði - Teikningar.

Posted: 25.feb 2012, 11:07
frá Groddi
cruser 90 wrote:snilld þá géri ég þetta sona takk fyrir þetta og teikningarar;D


Ekki málið

Góða helgi (:

Re: Loftkerfi m/Úrhleipibúnaði - Teikningar.

Posted: 25.feb 2012, 11:24
frá JonHrafn
Snilldar lausn á úrtakinu fyrir AC dæluna

Re: Loftkerfi m/Úrhleipibúnaði - Teikningar.

Posted: 25.feb 2012, 18:37
frá ssjo
Í tilefni þessarar umræðu og spekuleringa um Endless air dælur, þá rakst ég á þessa síðu fyrir tilviljun. Svaka prójekt og loftið tekið inn á dæluna frá loftinntaki vélarinnar, bakvið lofthreinsara.
http://www.grungle.com/endlessair.html

Re: Loftkerfi m/Úrhleipibúnaði - Teikningar.

Posted: 25.feb 2012, 19:23
frá dazy crazy
það getur verið hættulegt að sjóða í þessa kúta held ég, veistu hvaða efni er í þeim eins og startarinn bendir á?
Efnið getur herst í kringum suðuna og þarfnast þá afglóðunar ef það er nægt kolefnisinnihald í því, þetta getur allavega verið varasamt, kannski þolir þetta vel núna en hvað svo þegar þú ert kominn uppá jökul í kannski -20°C, þá verður það enn stökkara. Þetta er allavega pæling

Re: Loftkerfi m/Úrhleipibúnaði - Teikningar.

Posted: 25.feb 2012, 20:08
frá Groddi
ssjo wrote:Í tilefni þessarar umræðu og spekuleringa um Endless air dælur, þá rakst ég á þessa síðu fyrir tilviljun. Svaka prójekt og loftið tekið inn á dæluna frá loftinntaki vélarinnar, bakvið lofthreinsara.
http://www.grungle.com/endlessair.html


Það var pæling hjá mér, hitt er bara minna vesen, í mínu tilfelli allavegann. Það fást mjög litlar og góðar loftsíur sem passa beint uppá 1/4" gengjur hjá Landvélum. En að tengja inntakið inná soggrein er mjög sniðugt líka.

Re: Loftkerfi m/Úrhleipibúnaði - Teikningar.

Posted: 15.maí 2012, 18:03
frá Groddi
Upp

Re: Loftkerfi m/Úrhleipibúnaði - Teikningar.

Posted: 16.maí 2012, 00:01
frá Izan
Sælir

Má ég dissa þetta líka Hákon?

Kv Jón Garðar

P.s. það er ekkert mikið í þetta skiptið!

Re: Loftkerfi m/Úrhleipibúnaði - Teikningar.

Posted: 19.maí 2012, 16:53
frá Groddi
Izan wrote:Sælir

Má ég dissa þetta líka Hákon?

Kv Jón Garðar

P.s. það er ekkert mikið í þetta skiptið!



Þér er velkið að koma með ábendingar ef þú sérð einhvað ábóta vant, ef það er það sem þú ætlar að gera.

Re: Loftkerfi m/Úrhleipibúnaði - Teikningar.

Posted: 29.okt 2014, 21:46
frá atli885
nú er ég í þessum pælingum.. en myndirnar eru farnar ..

Re: Loftkerfi m/Úrhleipibúnaði - Teikningar.

Posted: 10.des 2014, 18:15
frá joningi47
Væri frábært að fá myndirnar aftur inn :)