Síða 1 af 1

Stillanlegar stífur????

Posted: 17.feb 2012, 22:59
frá arnisam
Sælir félagar
Þar sem maður er alltaf að pæla í hlutunum :) Hvar er best að nálgast efni í stillanlegar stífur? Þ.e. efni til að smíða eitthvað í þessum dúr.
Image
Er að pæla í að kaupa cherokee og langar að demba mér í breytingar :) Einnig ef einhver er með á hreinu hvar best er að kaupa fóðringar og hólka og slíkt má alveg hend því hérna inn.

kv. Árni Samúel

Re: Stillanlegar stífur????

Posted: 17.feb 2012, 23:27
frá Freyr
Heildregin rör í GA smíðajárn og snittteinar + rær í fossberg. Rótendana færðu t.d. í Landvélum en ég mæli eindregið gegn því að nota rótenda í bíl sem er í almennri notkunn, þó þeir séu smurðir mjög oft virðist koma örlítið slag í þá fljótlega og þá kemur leiðinda gellt í bílinn. Fóðringar + hólka færðu t.d. í ET verslun en einnig í fjaðrabúðinni part sem dæmi og einnig selur benni ódýrar musso fóðringar.