Síða 1 af 1
Patrol twinturbo
Posted: 15.feb 2012, 17:18
frá Trosturn
Hvernig er þad eru einhverkir snillinga sem ad hafa hugsad þetta ad setja twinturbo disel i patrol 2.8 y61??
Re: Patrol twinturbo
Posted: 15.feb 2012, 17:46
frá Oskar K
skil bara ekki hvað þú ættir að græða á því frammyfir að vera með eina túrbínu.
Re: Patrol twinturbo
Posted: 15.feb 2012, 18:17
frá Heiðar Brodda
er eitthvað að því ert með eina sem kemur fyrr inn og svo tekur hin við allavega var ég að skilja þetta þannig, spurning um að prufa þetta hefur verið gert á mörgum bílum og patrol má við meiri krafti þó þetta séu bráðskemmtilegir jeppar kv Heiðar
Re: Patrol twinturbo
Posted: 15.feb 2012, 19:10
frá helgiaxel
Ég held að þú græðir ekkert á því, vélin hjá þér þolir max 20 pund ef þú vilt að hún endist e-h hjá þér, og ein túrbína ræður vel við það,
Það sem gæti munað er að hafa litla túrbínu sem er notuð til að fá boostið inn á lægri snúningi og svo flókinn stýribúnað sem skiptir yfir á stærri túrbínu á hærri snúningi.
En ég veit ekki hvað þú græðir á þessu öllu saman, ef þú vilt meiri kraft,´fáðu þér þá kraftmeiri vél.
Mín skoðun allavega
Kv
Helgi Axel
Re: Patrol twinturbo
Posted: 15.feb 2012, 19:53
frá SævarM
twin turbo og svona twin turbo eins og þið eruð að tala um er ekki það sama.
venjulegt twin turbo kerfi er bara sett upp með 2 bínum sem eru keyrðar af 3 cyl hver og getur gert betri hluti enn 1 bína sem er í sömu hlutfallsbaklegu stærð, þar sem þær gætu komið fyrr inn og blásið meirra loft magni, það er stór misskilningur að þrýstingur á lofti frá túrbínu sé það sem menn vilja, 20 psi á t.d Hx30 bínu eða 20 psi á Hx40 bínu er alls ekki það sama því loftmagn í rúmmetrum er meira í stærri bínu og það er það sem menn vilja til að fá meira afl. og að koma meira lofti inn í sprengirýmið án þess að vera að nota meiri þrýsting minnkar yfirleitt hita og bakþrýsting á pústinu.
og að setja upp svona sequential twinturbo er ekki mjög flókið og getur verið alveg rosalega flott enn oftast á mótorumm sem snúast svolítið sem þessar standard diesel vélar gera ekki.
svo er hægt að vera með compound turbo charging þar sem að lítil túrbína fæðir aðra stóra og er þá hægt að auka afköst hennar um helling.
Re: Patrol twinturbo
Posted: 15.feb 2012, 20:31
frá Magni
Átti Glanni ekki patrol með 2 bínur? þar sem önnur kom inn á lága snúning og hin kom inn á háum snúning?? Minnir eitthvað í þetta frá 2005 eða svo..
Re: Patrol twinturbo
Posted: 15.feb 2012, 20:41
frá StefánDal
Hafa menn ekkert notað keflablásara á svona lágsnúnings díselvélar?
Re: Patrol twinturbo
Posted: 15.feb 2012, 20:44
frá sukkaturbo
sælir drengir ég man eftir grænum 80 cruser með twin turbo fyrir löngu síðan þá var önnur minni og tók sú stærri við kveðja guðni
Re: Patrol twinturbo
Posted: 15.feb 2012, 21:07
frá Trosturn
Ja ok:) þannig ad þad gæti einfaldlega verid betra ad hækka i psi þrýstingnum i stadinn fyrir ad setja upp twinturbo kerfi. Er med tölvukubb og 3"pust alltaf gaman ad fa sma meira en ekki gaman ad sprengja velina:)
Re: Patrol twinturbo
Posted: 15.feb 2012, 22:03
frá Svenni30
Það er Hilux á króknum með svona búnað


Sést ekker voða vel en þarna eru 2 túrbínur
Re: Patrol twinturbo
Posted: 15.feb 2012, 22:08
frá jeepson
Ég hef verið að pæla í að græja 2 bínur á hjá mér. Eina sem kemur inná 11sn og hina sem kemur inn seinna. Þá er sú sem kemur inn fyrr jafnvel búinn að ná öllu út þegar hin tekur við. Ég er svona allavega með þessa hugmynd í kollinum eftir að hann Guðni vinur minn á Sigló sagði mér frá þessu :)
Re: Patrol twinturbo
Posted: 16.feb 2012, 01:07
frá xenon
Hér er Land cruiser 80 með twin turbo 0-100 km/klst 7,5 sek. fullhlaðinn á 46 tommu
http://4x4hunar.123.is/h264video/27133/
Re: Patrol twinturbo
Posted: 16.feb 2012, 08:46
frá nobrks
Þetta lítur vægast sagt vel út, hefur þú einhverjar frekari upplýsingar um uppsetningu, túrbínur, þrýsting osfv?
Kv
NoBrks
Re: Patrol twinturbo
Posted: 16.feb 2012, 09:17
frá Magni
Mér langar í! fleiri upplýsingar takk Snorri
Re: Patrol twinturbo
Posted: 16.feb 2012, 09:19
frá Startarinn
Svenni30 wrote:Það er Hilux á króknum með svona búnað


Sést ekker voða vel en þarna eru 2 túrbínur
Ég spurði Dóra á Króknum úti þetta túrbo setup, þ.e. hvernig þetta hagaði sér, hann sagði að túrbínurnar kæmu fyrr inn og héldu þrýsting lengra upp, frekar en að vera með stóra bínu sem kemur seint inn og endist restina af snúngssviðinu eða litla bínu sem kemur snemma inn en dalar svo ofarlega.
Ef ég skildi hann rétt setti hann bara einhverja bínu sem hann fann annaðhvort á haugunum eða í partabíl, ég man ekki alveg hvað hann sagði um það, en allavega voru stærðirnar á bínunum ekkert sérstaklega útpældar.
Fyrir þá sem eru ekki búnir að lesa um þetta áður þá er þetta þannig sett saman að önnur túrbínan er boltuð beint á eldgreinina, afgas inntakið á hinni er svo tengt þar sem pústið ætti að vera á fyrri, þannig er restin af hitanum í pústinu nýtt til að knýja seinni túrbínuna.
Soghliðin á seinnitúrbínunni þjappar svo lofti inná soghlið á túrbínunni sem er boltuð beint á eldgreinina, og hún þjappar svo uppí endanlegan þrýsting.
Ford er með þetta í einhverjum bílum, kallað "compound turbo"

Re: Patrol twinturbo
Posted: 16.feb 2012, 11:10
frá Brjótur
Þetta er ég búinn að ganga með í kollinum lengi :) styttist í að maður geri þetta held ég.
Re: Patrol twinturbo
Posted: 16.feb 2012, 11:26
frá LFS
er hægt að gera þettað með 2 jafnstorar bínur sömugerðar eða þarf önnur að vera minni ?
Re: Patrol twinturbo
Posted: 16.feb 2012, 11:41
frá Startarinn
49cm wrote:er hægt að gera þettað með 2 jafnstorar bínur sömugerðar eða þarf önnur að vera minni ?
Ég hefði haldið að bínan megi ekki vera mikið minni, ef hún er of lítil flytur hún ekki nóg loft að hinni, ætli þetta sé ekki spurning um að googla og lesa sig til eins og með margt annað
Re: Patrol twinturbo
Posted: 16.feb 2012, 13:31
frá Grímur Gísla
http://en.wikipedia.org/wiki/Twin-turboLítil túrbína og stærri.
litla túrbínan byrjar og svo erspjald sem skiftir hinni inn við vissann þrýsting
Re: Patrol twinturbo
Posted: 16.feb 2012, 17:11
frá Grímur Gísla
Það er líka hægt að vera með 2 minni túrbínur, eina 1 fyrir hvorn helminginn af vélinni, þær færu að blása við 11-1200 snúninga og þjöppuhikið yrði mun minna þar sem minni massi er á ferðinni.
Svo eru nýjustu túrbínurnar með breytilegum leiðiskóflum sem gera það að verkum að túrbínan byrjar að blása nánast í hægagangi.