Síða 1 af 1

Er að spá í 44" breytingu á Patrol Y61.

Posted: 13.feb 2012, 03:46
frá Kölski
Sælir meistarar. Jæja er búinn með 38" breytinguna og langar strax á 44" Það eru víst nokkrar aðferðir að þessu. Hvað telja menn að sé best.

Ég breytti honum frá orginal í 38" þá síkkaði ég (að framan) skástífuna um það sem ég hækkaði undir gorma sem voru einhverjir 7cm. Og var mér bent á að þegar ég síkkaði stífuvasana að sjóða festingun svo hún kæmi beint niður miða við kvilltina sem er á orginalfestinguni. Við það færðist hásingin aðeins framan. Við það var ég að lenda í því að stífan sem kemur undir hásinguna var að slá saman í skástífu festinguna. Ég skar aðeins úr horninu á skástífufestinguni og þá slapp þetta.

Ástæðan fyrir því að ég kem þessu á framfæri er að ég hef heyrt að við 44" breytinguna þarf að færa framhásinguna framar. Eru menn að færa hana eitthvað framar en það sem nemur að sjóða stífufestinguna beinnt niður kviltina á orginal festinguni, eða eru menn að lengja framstífur og færa skástífuna.

Einnig er menn að hækka á boddy en aðrir bara meira undir gorma og enn aðrir bæði.


Svo að færa afturhásinguna aftar. Þegar við suðum neðri stífuvasa að aftan þá suðum við sjálfa festinguna sirka 2cm aftar en orginal festinguna. Þegar menn eru að færa hásinguna aftar hvað eru menn að gera. Skera bara gormasætið uppi og færa það að þverbitanum eða eitthvað annað. Hef heyrt að menn séu að færa aftur hásinguna um 10cm. Eru þeir þá að breyta demparafestingunum og setja þær aftaná þennann þverbita. ??

Svo er ég reynda líka að spá í hlutföllum. Eru menn ekki að setja eitthvað annað en 5:42 í þetta. Var búinn að sjá hjá AT. að þeir voru að setja 5:13. Kannast einhver við þau hlutföll í þessum bílum og hvernig er það að virka.???

Svo langar mig líka í nýju kanntana. Hvar fást þeir og er einhver með verðmiðann. ?? Von um góð svör. Takk fyrir. ;-)

Ps. Þetta er 3l bíllinn 2001model.