Aukatankur

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
jongunnar
Innlegg: 220
Skráður: 14.jún 2011, 21:03
Fullt nafn: Jón Gunnar Mýrdal

Aukatankur

Postfrá jongunnar » 12.feb 2012, 11:00

Úr hvaða efni eru menn að smíða aukatanka? ál, stál, galv, rafgalv???? hversu þykkt efni eru þið að nota????
hvaða dælur henta best til að dæla á milli tanka????


Ef það er ekki olía undir enskum bílum þá er ekki olía á þeim


User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Aukatankur

Postfrá Startarinn » 12.feb 2012, 11:36

Þeir sem ég hef séð smíða þetta sjálfir hafa bæði notað svart járn og ál.

Ég myndi ekki nota ryðfrítt, það er víst gjarnt á að brotna, sérstaklega í kringum festingar.

En annars held ég að það skipti mun meira máli hvernig þú smíðar hann og festir upp heldur en úr hvaða efni þú gerir það
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


cruser 90
Innlegg: 122
Skráður: 25.júl 2010, 23:59
Fullt nafn: Jóhann V Helgason

Re: Aukatankur

Postfrá cruser 90 » 12.feb 2012, 11:41

Sæll ég hef smíðað nokkra auka tanka hef heyrt að menn hafa verið að nota ál en þeir hafa verið að springa við suður og festingar. Ég nota rústfrítt 1,5- 2 þá þarftu ekki að hafa áhyggjur af riðmindun í tankinum því að þessir tankar eru ekki alltaf fullir af eldsneyti kv Jói
Jóhann V Helgason S:8408083


cruser 90
Innlegg: 122
Skráður: 25.júl 2010, 23:59
Fullt nafn: Jóhann V Helgason

Re: Aukatankur

Postfrá cruser 90 » 12.feb 2012, 11:46

Startarinn wrote:Þeir sem ég hef séð smíða þetta sjálfir hafa bæði notað svart járn og ál.

Ég myndi ekki nota ryðfrítt, það er víst gjarnt á að brotna, sérstaklega í kringum festingar.

En annars held ég að það skipti mun meira máli hvernig þú smíðar hann og festir upp heldur en úr hvaða efni þú gerir það

það er álið sem er so gjarnt á að brotna þvi að það er so mjúgt og liðast í sundur
Jóhann V Helgason S:8408083


Höfundur þráðar
jongunnar
Innlegg: 220
Skráður: 14.jún 2011, 21:03
Fullt nafn: Jón Gunnar Mýrdal

Re: Aukatankur

Postfrá jongunnar » 12.feb 2012, 13:09

En hvaða dælur er best að nota? og á einhver teikningar af auka tank/tönkum í Patrol???
kv. Jón Gunnar sem viðurkennir ekki tölvufötlun sína
Ef það er ekki olía undir enskum bílum þá er ekki olía á þeim


Kalli
Innlegg: 410
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

Re: Aukatankur

Postfrá Kalli » 12.feb 2012, 13:16

Ég keifti mína í N1.

kv. Kalli


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Aukatankur

Postfrá ivar » 12.feb 2012, 14:55

Ég er að fara að smíða mér svona tank og sá fyrir mér að nota svart stál. Hef lent í vandræðum oft með áltankana.
Ég hugs að ég smíði úr 1,5mm þykku og ég ætla að fara í 200-225L tank. Eitthvað hef ég heyrt að menn séu að taka 2mm en mér finnst það helst til þykkt. Er einhver á öðru máli?


Haukur litli
Innlegg: 329
Skráður: 08.mar 2010, 12:43
Fullt nafn: Haukur Þór Smárason

Re: Aukatankur

Postfrá Haukur litli » 12.feb 2012, 15:08

Einhvern tíma heyrði ég að það væri hægt að fá einhverja húð í tanka. Efni væri sett í tankinn og honum velt um til að þekja hann að innan. Þetta ætti að minnka tæringuna og þétta suðurnar, ef þær væru með nálagötum á annað borð.


Cruser
Innlegg: 156
Skráður: 29.mar 2010, 17:05
Fullt nafn: Bjarki Logason

Re: Aukatankur

Postfrá Cruser » 12.feb 2012, 15:24

Ég myndi halda að nóg væri að vera með 1,25mm rafgalf. Þannig var allavega tankur undir hi-lux hjá mér og vara allatíð í lagi. Ef tankarnir eru mjög stórir er nauðsynlegt að hafa þil í þeim, það styrkir þá og líka minnka sláttinn á vökvanum. Svo er mjög gott að húða þessa tanka að innan, þeir gera þetta í Gretti Vatnskössum.

Kv Bjarki
Kv
Bjarki

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Aukatankur

Postfrá ellisnorra » 12.feb 2012, 15:32

Ég smíðaði einusinni tank úr þaki af gömlum saab 9000, og notaði búta úr húddinu sem gafla! Sá tankur tekur 140 lítra :)
http://www.jeppafelgur.is/


bjornod
Innlegg: 730
Skráður: 01.feb 2010, 17:54
Fullt nafn: Björn Oddsson
Bíltegund: Trooper

Mælir

Postfrá bjornod » 12.feb 2012, 16:41

Fyrst það er komin svona fín umræða er á ekki kjörið að bæta við lausnum fyrir mæla á aukatanka.


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Aukatankur

Postfrá Izan » 12.feb 2012, 17:07

Daginn

Langflestir bílar eru með aðaltank úr svörtu stáli og ég sé ekkert því til foráttu að nota slíkt efni í aukatanka. Þeir sem nota ál eru að sækjast eftir því að hafa tankinn sem léttastann (sé það tæplega fyrir mér því að það þarf miklu mun þykkara ál í tank heldur en ef maður notar stál þó að það muni einhverju) og þeir sem nota rústfrítt eru náttúrulega að leitast eftir meiri endingu. Rústfrítt efni er fokdýrt og þ.a.l. erfitt að heimfæra sparnað þar á.

Mótstöðurnar má útfæra þannig að það er hægt að kaupa mótstöðu og mæli í pakka og setja í bílinn og eins er hægt að kaupa eins mótstöðu og er í aðaltankinum og tengja með rofa þannig að annaðhvort mæli hann aðal eða varatankinn.

Það er líka hægt að tengja suma aukatanka þannig að það sé grannt rör á milli þeirra og þá gengur á þá samtímis. þá er reyndar betra að hafa einstefnuloka þannig að það renni ekki úr aðaltanki í varatank (auðveldar áfyllingu og leyfir þér að nota aðaltankinn einann og sér meðan hinn er tómur). Ef þetta er gert þarf ekki sér mótstöðu fyrir aukatankinn en hann verður að vera aðeins hærri en hinn.

Kv Jón Garðar

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Aukatankur

Postfrá ellisnorra » 12.feb 2012, 18:50

Svo eru amrísku bílarnir með sviss á milli sem heitir pollak (http://www.pollak.co.uk/) og það svissar bæði túr og retúr og mælaorfa, þannig að hægt er að vera með tvo tanka, tvær mótstöður og einn mæli (og einn notanda, vél). Ég skil ekki afhverju þetta er ekki meira notað. Þetta þolir max 65psi.
http://www.jeppafelgur.is/


Höfundur þráðar
jongunnar
Innlegg: 220
Skráður: 14.jún 2011, 21:03
Fullt nafn: Jón Gunnar Mýrdal

Re: Aukatankur

Postfrá jongunnar » 13.feb 2012, 18:14

Er enginn sem lurir á teikningu af tönkum í Patrol mig langar bæði að vita hvernig tankarnir eru og hvernig menn hafa verið að festa þá ;)
Ef það er ekki olía undir enskum bílum þá er ekki olía á þeim

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Aukatankur

Postfrá Hagalín » 13.feb 2012, 18:31

jongunnar wrote:Er enginn sem lurir á teikningu af tönkum í Patrol mig langar bæði að vita hvernig tankarnir eru og hvernig menn hafa verið að festa þá ;)


Getur kíkt undir hjá mér. Minn er þannig smíðaður að það er gert ráð fyrir milligrí og svoleiðis....
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


stjanib
Innlegg: 270
Skráður: 01.feb 2010, 04:35
Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Aukatankur

Postfrá stjanib » 13.feb 2012, 19:34

Hagalín wrote:
jongunnar wrote:Er enginn sem lurir á teikningu af tönkum í Patrol mig langar bæði að vita hvernig tankarnir eru og hvernig menn hafa verið að festa þá ;)


Getur kíkt undir hjá mér. Minn er þannig smíðaður að það er gert ráð fyrir milligrí og svoleiðis....


Hvað er aukatankurinn stór hjá þér??

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Aukatankur

Postfrá Hagalín » 13.feb 2012, 20:07

stjanib wrote:
Hagalín wrote:
jongunnar wrote:Er enginn sem lurir á teikningu af tönkum í Patrol mig langar bæði að vita hvernig tankarnir eru og hvernig menn hafa verið að festa þá ;)


Getur kíkt undir hjá mér. Minn er þannig smíðaður að það er gert ráð fyrir milligrí og svoleiðis....


Hvað er aukatankurinn stór hjá þér??



Man ekki nákvæmlega 50l held ég plús mínur ein tveir lítrar.....
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 56 gestir