Síða 1 af 1
Nissan terrano II Gangtruflanir
Posted: 09.feb 2012, 18:09
frá thht
Hello
Vantaði ráð hjá enihverjum snillingum varðandi gangtruflanir í Nissan terrano II 2000 módel 2.7tdi beinskiptur.
Vandinn lýsir sér þannig að það eru gangtruflanir á milli 2000 og 3000 snúninga alveg óhað gír (hef ekki prófað þetta í bakkgír:) ). Er búinn að láta lesann í tölvu án árangurs, skipta um hráolíu síu og nýja lofsíu.
Ef einhver hefur hugmynd um hvað þetta gæti verið eða kannast við þetta væri gaman að heyra af því.
Takk!!!!
Re: Nissan terrano II Gangtruflanir
Posted: 09.feb 2012, 19:45
frá olei
Hvernig lýsa þessar gangtruflanir sér?
Re: Nissan terrano II Gangtruflanir
Posted: 09.feb 2012, 23:02
frá thht
Það líkist mest hökti, en ef ég gef inn þá svarar vélin því alveg en með hökti þangað til ég er kominn yfir 3000 snúningar eða undir 2000.
Get ekki útskýrt þetta betur vona að það dugi
Re: Nissan terrano II Gangtruflanir
Posted: 10.feb 2012, 01:18
frá helgiaxel
ertu búinn að skoða í grófsíuna sem er undir banjoboltanum inn á olíuverkið?
Kv
Helgi Axel
Re: Nissan terrano II Gangtruflanir
Posted: 10.feb 2012, 01:22
frá Hagalín
Skot í loftið.
Athugaðu hvort allir pólar á rafgeymum ná góðu sambandi og svo jarðtengingu á grind og vél.....
Re: Nissan terrano II Gangtruflanir
Posted: 10.feb 2012, 20:03
frá JonHrafn
Loftflæðiskynjari
Re: Nissan terrano II Gangtruflanir
Posted: 11.feb 2012, 10:20
frá thht
Takk fyrir svörinn........
Blindaði EGR ventilinn og allt hökt farið.
Re: Nissan terrano II Gangtruflanir
Posted: 11.feb 2012, 13:28
frá olei
thht wrote:Takk fyrir svörinn........
Blindaði EGR ventilinn og allt hökt farið.
Það væri fróðlegt að fá örlítið nánari lýsingu á því hvað þú blindaðir nákvæmlega. Var það vakúmslangan inn á ventilinn, eða blindaðir þú pústgöngin/ventilinn sjálfan?
Re: Nissan terrano II Gangtruflanir
Posted: 12.feb 2012, 21:11
frá Ingójp
Terracan sem ég var að gera við um daginn var að haga sér svipað. Þar var allt haugstíflað tengt EGR ventlinum reif þetta allt úr bílnum og þreif þetta upp og bíllinn snarskánaði
Re: Nissan terrano II Gangtruflanir
Posted: 15.feb 2012, 10:12
frá thht
Blindaði vacumslönguna......á eftir að prófað að rífa ventil úr og athuga hvort ég kem einhverju tauti við hann.
Re: Nissan terrano II Gangtruflanir
Posted: 15.feb 2012, 16:52
frá olei
thht wrote:Blindaði vacumslönguna......á eftir að prófað að rífa ventil úr og athuga hvort ég kem einhverju tauti við hann.
Fyrst að bíllin lagaðist við að blinda slönguna þá bendir það til að ventillinn sé nokkurnveginn þéttur. Og fyrst að hann var til vandræða þegar slangan var á bendir það til að hann virki eitthvað þegar hann fær sog. Ef þú stingur slöngu upp á ventilinn og sogar hana þá á ventillinn að opnast. Ef þú sleppir soginu nægilega hratt heyrist lítill smellur þegar gormurinn lokar ventlinum.
Það sem stýrir þessu eru tveir litlir segullokar í brettinu bílstjóramegin. Það eru litlir tau, eða svamp filterar í þeim sem fyllast með tímanum af ryki. Síðan fara lokarnir að stíflast og standa á sér og valda því að EGR hættir að virka eðlilega. Sem aftur getur valdið mjög verulegum gangtruflunum og miklu máttleysi t.d ef ventillinn stendur opinn.
Re: Nissan terrano II Gangtruflanir
Posted: 15.feb 2012, 18:16
frá ellisnorra
En er ekki bara betra að öllu leyti að rífa þetta dót alfarið úr og henda í ruslið?