Síða 1 af 1
Gormar í Grand Cherokee..
Posted: 08.feb 2012, 23:45
frá loftpreza
Sælir ég var að kaupa mér eitt st Grand cherokee breyttur fyrir 38"
Fínn bíll í alla staði nema hvað hann er helvíti hastur,
Var að pæla hvaða gorma menn hafa verið að setja í þá...
Er búinn að heyra eithvað um Grand vítöru gorma er það eithvað sem einhver hér hefur prófað?
Kv:Reynir
Re: Gormar í Grand Cherokee..
Posted: 09.feb 2012, 00:31
frá Freyr
Orginal gormarnir í þessum bílum eru alla jafna frekar mjúkir. Til að vera sáttur með minn (reyndar XJ = litla kassalaga boddýið) keypti ég gorma sem eru ætlaðir sem burðargormar í grand og notaði framgormana úr mínum í að smíða gormafjöðrun að aftan þó afturendinn sé um 250-300 kg. léttari. Að því gefnu að það sé ekki búið að setja í bílinn hjá þér miklu stífari gorma en orginal veðja ég á að sökin liggi annarsstaðar, jafnvel of mjúkir gormar svo hann fer beint í samslátt, framstífufestingar ekkert síkkaðar o.s.frv..... Ef þú ert í raun með of stífa gorma þá myndi ég bara grafa upp orginal gorma úr svona partabíl.
Kv. Freyr
Re: Gormar í Grand Cherokee..
Posted: 09.feb 2012, 00:46
frá loftpreza
Já okei,
Þetta eru allavegana ekki orginal gormar það er allveg á hreinu,en ég á samt orginal aftur gorma sem ég ætti kanski bara að henda í hann,en að framan bara sama orginla?
Re: Gormar í Grand Cherokee..
Posted: 09.feb 2012, 01:24
frá Adam
myndi athuga hvaða demparar séu í honum.. þeir geta gert Bíla hastari enn allt.