1kz-T vél í Landcruiser

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
granni500
Innlegg: 14
Skráður: 08.feb 2012, 22:40
Fullt nafn: Indriði Hauksson
Bíltegund: FJ40
Staðsetning: Garðabær

1kz-T vél í Landcruiser

Postfrá granni500 » 08.feb 2012, 22:55

Smá pæling, er að spá í að setja 1KZ-t diesel vél (3.0 turbo) úr 4runner í Landcruiser. Málið er að LC er með drifkúluna hægra megin (afturhásing) en 4runner er með hana í miðjunni. Veit eh hér um millikassa sem ég gæti notað aftan á gírkassan þannig að úrtakið yrði hægra megin, LC 70 diesel eða LC 60 kannski ???? Eða á maður bara að vera svalur og láta skaftið vera skakkt (skaftið er mjög stutt).


Indriði Hauksson


Hlynurh
Innlegg: 120
Skráður: 21.mar 2010, 20:08
Fullt nafn: Hlynur Hilmarsson

Re: 1kz-T vél í Landcruiser

Postfrá Hlynurh » 08.feb 2012, 23:18

þú getur tekið v6 4runner skiftingu og púslað þeim saman vissi að Atli Eggertsson gerði það svoleiðis á longrunnernum

kv Hlynur

User avatar

TF3HTH
Innlegg: 127
Skráður: 01.feb 2010, 14:57
Fullt nafn: Hafsteinn Þór Hafsteinsson

Re: 1kz-T vél í Landcruiser

Postfrá TF3HTH » 08.feb 2012, 23:27

Eða setja afturhásingu úr Hilux?

-haffi

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: 1kz-T vél í Landcruiser

Postfrá Startarinn » 09.feb 2012, 08:35

Það hjálpar yfirleitt að taka fram hvernig cruiser þú ert með, ég gerði bara ráð fyrir að þú værir að tala um 90 bíl og skildi ekki vandamálið þar til að ég leit til hliðar og sá upplýsingarnar um þig.

En ég myndi athuga með hvort kúplingshúsið er laust á fj40 gírkassanum þínum. ég veit að menn hafa bjargað sér með gírkössum úr v6 runner yfir í 90 cruiser samhliða framhásingu með því að skipta um kúplingshúsin, þ.e. nota 90 cruiser kúplingshúsið á v6 kassann.

Ef ekki, þá er spurning hvort gírkassi og millikassi úr stuttum 70 cruiser myndi passa, allavega myndi ég skoða það
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


nicko
Innlegg: 51
Skráður: 15.feb 2011, 23:19
Fullt nafn: Kristinn M Símonarson

Re: 1kz-T vél í Landcruiser

Postfrá nicko » 13.feb 2012, 23:37

Ég var með drif úrtakið hægra meginn og drifkúluna fyrir miðju í cruisernum mínum og það virkaði vel, maður þarf bara að passa að það sé sömu gráður á flangsonum þá meikar skaftið þetta alveg


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 29 gestir