Síða 1 af 1

Patrol 35" á breiðari dekk

Posted: 07.feb 2012, 17:47
frá vidart
Ég fékk þá flugu í hausinn að fá mér 35x14.5 dekk í staðinn fyrir 35x12.5.

Langar fyrst að segja að ég er enginn bílskúrskall og langar að fá athugasemdir á þessa pælingu og hvað þarf að gera og kosti og galla við þetta.

Það sem ég er líklega að sækjast eftir er meira flot á veturna en nota 12.5 dekk á sumrin.
Ókostir sem mér dettur í hug er hærri eyðsla og þyngri í stýri.

Get sjálfur gefið mér að ég þarf að brettakanta, dekk og felgur. En þarf að gera eitthvað meira til að koma þessum dekkjum undir og ekið?