Patrol 35" á breiðari dekk

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
vidart
Innlegg: 138
Skráður: 07.sep 2011, 18:44
Fullt nafn: Viðar Þorgeirsson
Bíltegund: Toyota LC 90
Staðsetning: Reykjavík

Patrol 35" á breiðari dekk

Postfrá vidart » 07.feb 2012, 17:47

Ég fékk þá flugu í hausinn að fá mér 35x14.5 dekk í staðinn fyrir 35x12.5.

Langar fyrst að segja að ég er enginn bílskúrskall og langar að fá athugasemdir á þessa pælingu og hvað þarf að gera og kosti og galla við þetta.

Það sem ég er líklega að sækjast eftir er meira flot á veturna en nota 12.5 dekk á sumrin.
Ókostir sem mér dettur í hug er hærri eyðsla og þyngri í stýri.

Get sjálfur gefið mér að ég þarf að brettakanta, dekk og felgur. En þarf að gera eitthvað meira til að koma þessum dekkjum undir og ekið?



Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur