Síða 1 af 1
Hyundai Terracan erfiður í gang
Posted: 03.feb 2012, 09:32
frá Ingójp
Settist uppí bíl foreldra minna í gær og þurfti að starta og starta og starta til að koma bílnum í gang.
Spurði mömmu úti þetta sem er alltaf á bílnum og hún segir að hann sé búinn að vera svona í lengri tíma. OG það að bíllinn sé mun betri í gang ef það er mikil olía á honum.
Hef ekkert skoðað bílinn ennþá fer í það í dag og eina sem mér dettur í hug í fyrstu er hráolíu sía og lagnir þar í kring. Bíllinn er á Reyðarfirði og honum er bara ekið innanbæjar mjög stuttur vegalengdir til og frá vinnu innan við 1 km
Er eitthvað annað sem ykkur dettur í hug að athuga?
Re: Hyundai Terracan erfiður í gang
Posted: 03.feb 2012, 09:49
frá Ingójp
Skrapp út og skoðaði þetta aðeins eftir að ég kem bílnum í gang og drep á þá er ekkert mál að koma honum í gang semsagt búið að byggju upp þrýsting tek svo eftir að það er sirka 1,5 mm gap á milli síunar og eldsneytiskerfis
Re: Hyundai Terracan erfiður í gang
Posted: 03.feb 2012, 11:56
frá HaffiTopp
Hvaða vél er í bílnum, 2,5 TDI eða 2,9 CRDI?
Kv. Haffi
Re: Hyundai Terracan erfiður í gang
Posted: 03.feb 2012, 13:18
frá Ingójp
2,5
Re: Hyundai Terracan erfiður í gang
Posted: 03.feb 2012, 16:44
frá Ingójp
Eftir að hafa komist að því að hráolíusían var nýleg og fann engann leka á kerfinu ofaní húddi fór ég undir bílinn og skoðaði lagnir þar sá ekkert óeðlilegt þar til ég skoðaði tankinn. Það er að smita alveg þetta hressilega með honum lekinn auðvitað að ofanverðu á lögn að mér sýnist. Þar sem ég er að stoppa svo stutt hérna og gamla settið ekki með skúr þá þarf bíllinn á verkstæði til nánari skoðunar.
Re: Hyundai Terracan erfiður í gang
Posted: 03.feb 2012, 16:52
frá Sævar Örn
undir afturbekknum í terracan er lok sem þú getur losað og kíkt ofaná tankinn og séð hvort lagnirnar eru farnar í sundur þar.
Re: Hyundai Terracan erfiður í gang
Posted: 03.feb 2012, 17:09
frá HaffiTopp
Ingójp wrote:Skrapp út og skoðaði þetta aðeins eftir að ég kem bílnum í gang og drep á þá er ekkert mál að koma honum í gang semsagt búið að byggju upp þrýsting tek svo eftir að það er sirka 1,5 mm gap á milli síunar og eldsneytiskerfis
Bara benda á að þetta gap er alveg eðlilegt á þessum vélum. Pakkningin virðist sitja eitthvað ofar en ysta brún á síunni sem gerir það að verkum að hún (pakkningin) grípur og þéttir betur fyrir vikið. Bara svona að skjóta þessu að :)
Kv. Haffi
Re: Hyundai Terracan erfiður í gang
Posted: 04.feb 2012, 13:52
frá Ingójp
Ok þá er það bara að rífa afturbekkinn úr :)..
Fannst þetta gap bara furðulegt í fyrstu en ég athugaði það og það var ekkert sem var að benda til þess að þrýstingurinn væri að falla þaðan
Re: Hyundai Terracan erfiður í gang
Posted: 04.feb 2012, 14:30
frá Ingójp
Bilanagreining búin það smitar með annari leiðslunni, Þarf bara að skipta um leiðsluna og þá er þetta komið þakka ykkur aftur
Re: Hyundai Terracan erfiður í gang
Posted: 04.feb 2012, 18:11
frá Ingójp
Dettur mönnum eitthvað í hug hvar ég gæti fengið nýtt bracket í tankinn? Ég forðast þetta umboð meira en allt
Re: Hyundai Terracan erfiður í gang
Posted: 04.feb 2012, 23:34
frá Valdi 27
Viltu fá þetta brakket notað, bróðir minn reif svona bíl og það er eitthvað til. Ég vil þó ekki fullvissa alla um að það sé akkurat þetta sem er til en ég skal samt sem áður gefa þér svar innan örfárra daga, gott væri ef þú gætir smellt mynd af þessu svo ég gæti kynnt mér málið betur.
Já það er kanski gott að koma því að að bíllinn sem var rifinn var 2.9 CRDI, svona ef að fróðari menn geta sagt mér hvort að það skiptir máli?
Kv. Valdi
Re: Hyundai Terracan erfiður í gang
Posted: 05.feb 2012, 07:25
frá Ingójp
Ég get smellt mynd ad þessu á eftir fann ekkert partanúmer á þessu þegar ég reif þetta úr í gær. Og gengur ennþá verr að finna þetta á veraldarvefnum
Re: Hyundai Terracan erfiður í gang
Posted: 05.feb 2012, 17:07
frá Ingójp


Þarna er ég búinn að taka flotholtið af þar sem ég var að fara með þetta í flug og vildi ekki taka áhættuna að það skemmdist
Re: Hyundai Terracan erfiður í gang
Posted: 05.feb 2012, 20:28
frá Járni
Það er algengt að þetta ryðgi svona og skemmist, ég man nú ekki verðið á þessu nýju en minnir að það hafi ekki verið svo hrikalegt.
Re: Hyundai Terracan erfiður í gang
Posted: 06.feb 2012, 08:39
frá Ingójp
Já þetta er ekki að koma mér á óvart, Þetta er 2002 árgerð af bíl sem er kominn í 180.000 km
Skiptir ekki öllu hvað þetta kostar svosem það þarf að skipta þessu út, Ég er bara hissa að startarinn sé ennþá á lífi enda hefur gamla konan verið að pína hann til að koma bílnum í gang
Re: Hyundai Terracan erfiður í gang
Posted: 06.feb 2012, 14:20
frá Ingójp
25.000 krónur í umboðinu ekki mikill peningur það