Síða 1 af 1

Hvar er best að láta græja 2.5" púst

Posted: 20.apr 2010, 21:15
frá Arsaell
Nú hef ég verið að gæla við að fara í það að láta setja 2.5" púst undir hjá mér. Er eitthvað eitt pústverkstæði frekar en annað sem að menn mæla sérstaklega með? Hvað hefur það verið að kosta hjá mönnum að láta græja svona?

Hversu mikið mál er annars að græja svona sjálfur bara inní skúr? Luma menn á einhverjum slóðum á síður þar sem maður gæti lesið sér vel til um svona smíði.

Re: Hvar er best að láta græja 2.5" púst

Posted: 20.apr 2010, 21:23
frá jeepson
hafa ekki BJB verið ódýrastir í þessu?? Annars er nú best að hringja og kanna verðin hjá hinum og þessum aðilum.

Re: Hvar er best að láta græja 2.5" púst

Posted: 20.apr 2010, 21:44
frá Fordinn
Ég ætla að benda þér á pústþjónustuna ÁS í borgartúni, þetta er bakhúsið á þjóðskránni. Hann hefur verið allra sanngjarnastur á það sem eg hef þurft að láta gera fyrir mig. Þetta er eldri madur sem kann að smíða, það er ekkert væl eða vesen eins og ég hef fengið hjá mörgum öðrum pústverkstæðum!!!!



skora á þig að bjalla í hann, auðvitað hringiru a fleiri staði og færð samanburð.

Re: Hvar er best að láta græja 2.5" púst

Posted: 20.apr 2010, 22:02
frá Jónas
Ég hef góða reynslu af Einari:
Pústverkstæði-Hjá Einari
Smiðjuvegi 50 rauð_gata - 200 Kópavogi Sími: 564 0950 Farsími: 899 6005 Sími: 567 4909

Re: Hvar er best að láta græja 2.5" púst

Posted: 20.apr 2010, 23:07
frá Ofsi
Slepptu Einari, nema þú sért áhættufíkill. Siggi og Ásgeir eru pottþéttir í Ás í Borgartúni

Re: Hvar er best að láta græja 2.5" púst

Posted: 20.apr 2010, 23:08
frá bragi
Hafa einhverjir verið að flytja inn púst í ameríska bíla ? Þá er ég að tala um svona "Cat-Back" púst ?

Re: Hvar er best að láta græja 2.5" púst

Posted: 21.apr 2010, 08:13
frá StefánDal
Ekki flókið, Pústþjónustan Kvikk. Hringdu allavegana og gerðu verð samanburð.

Re: Hvar er best að láta græja 2.5" púst

Posted: 21.apr 2010, 12:17
frá Stebbi
Ofsi wrote:Slepptu Einari, nema þú sért áhættufíkill.


Hahahahahahaha það er bara ekki hægt að orða þetta betur. :)

Re: Hvar er best að láta græja 2.5" púst

Posted: 23.apr 2010, 23:42
frá Freyr
Hringdi á nokkra staði nýlega og fékk tilboð.

Einar = 30.000
BJB = 30.000 miðað við að ég væri búinn að losa um rærnar upp við pústgrein
Ás og Kvikk um 50 - 60.000, man ekki hvort var hvað...............

Ég keypti eitt sinn púst hjá Einari og var ekki nógu sáttur og BJB varð því fyrir valinu þó ég þyrfti að eyða smá tíma í þetta sjálfur fyrst.

Freyr

Re: Hvar er best að láta græja 2.5" púst

Posted: 24.apr 2010, 12:47
frá Fordinn
Eitthvað finnst mér ÁS hafa boðið hátt......... í þeim tilvikum sem eg hef þurft púst þá var hann alltaf langtum ódyrari enn hinir.


Fór einu sinni med gamlann 77 bronco til Einars, ég sagðist vilja fá alvöru hljóð í bílinn, það var eina krafan.
Nú honum tókst að láta þetta hljoma eins og saumavél, og svo kom að því að borga, minnir að þetta hafi hækkað um 14-15 þús kall frá umsömdu verði.

Mér líkar ekki að láta narra mig, menn i svona bisness geta alveg tekið svona verk út og gefið verð í það það á ekkert að koma þeim á "óvart"


Hinsvegar hafa hondusnáðarnir verið ánægðir med hann Einar =)

Re: Hvar er best að láta græja 2.5" púst

Posted: 24.apr 2010, 17:06
frá Stebbi
Seinast þegar ég verslaði við Einar þá sauð hann púst undir hilux hjá mér úr einhverjum afgöngum, 2 vikum eftir smíðina þá þurfti ég að fara undir bílinn og þá voru 3 tegundir af efni og 2 stærðir og allt farið að ryðga hér og þar.

Ég nennti ekki að eyða tíma í að rífast við hann og ákvað að launa honum greiðan með því að beina öllum sem spurja mig um pústverkstæði í aðra átt og velja hann sem síðasta kost. En ég undra mig á verðinu hjá ÁS, þeir hafa nánast undantekningarlaust verið ódýrastir og BJB dýrastir á síðustu árum. Svo eru líka góð vinnubrögð hjá ÁS.