Síða 1 af 1

Boost og afgasmælir

Posted: 29.jan 2012, 14:05
frá sean
Er að setja svona mæla í bílinn hjá mér, sem Runner með 3L turbo intercooler dísel rokk. Hvar eru menn að setja slönguna fyrir boostmælinn og er menn ekki að setja nemann fyrir afgasið fyrir túrbínu ?

Re: Boost og afgasmælir

Posted: 29.jan 2012, 15:55
frá Haukur litli
Þú færð nákvæmari mælingu með fölerinn fyrir túrbínu. Margir tala um hættuna á því að fölerinn brenni upp og fari þá í bínuna, ég held að menn mættu hafa áhyggjur af mörgu öðru en því.

Ég myndi setja skynjarann fyrir boostmælinn eftir intercooler.

Re: Boost og afgasmælir

Posted: 29.jan 2012, 16:38
frá JonHrafn
Það er lítil slanga úr túrbínu yfir í wastegate-ið ? Hentar vel til að tengja boost mæli inn á vegna þess að það er sami sverleiki og t-stykkið sem fylgir mælinum.

En vissulega gefur það betri mælingu að setja mælinn milli soggreinar og intercooler, enda er ég að pæla í að setja annan boost mæli þar.

EGT mælinn settum við bara strax á eftir túrbínu, en margir vilja setja hann á undan túrbínu, eldgreinin er vissulega eitthvað heitari en púströrið eftir túrbínu.

Re: Boost og afgasmælir

Posted: 29.jan 2012, 17:18
frá Hagalín
EGT mælirinn minn fer fyrir aftan túrbínu þar sem að það er búið að gera ráð fyrir honum þar :) Minni vinna sem sagt fyrir mig. En ég held að maður þurfi bara að gera ráð fyrir hitatapi þar fyrir aftan....

http://www.facebook.com/l.php?u=http%3A ... =-AQGXao6n

Hér er eitthvað um þetta.

Re: Boost og afgasmælir

Posted: 29.jan 2012, 17:38
frá LFS
eg setti boostmælinn sem næst soggreininni hja mer á eftir að finna mer afgasmæli en hann set eg eftir turbinu og hef það i huga að hitatapið er einhvert !

Re: Boost og afgasmælir

Posted: 29.jan 2012, 18:35
frá Hagalín
http://www.ebay.com/itm/Green-Super-Whi ... 2a0678e93f

Ég tók tvo svona inn fyrir 30þúsund.

Mæli með þessum sem selja þessa, tekur undir 14 dögum að koma og frír sendingarkostnaður.

Re: Boost og afgasmælir

Posted: 29.jan 2012, 18:49
frá LFS
buin að panta ;) takk fyrir þettað !