Síða 1 af 1

Gangtruflanir í 22R-E

Posted: 29.jan 2012, 13:59
frá hobo
22R-E vélin í Hiluxinum er að stríða mér. Er að lenda í sömu gangtruflunum og um daginn, þá var veðrið blautt og líka núna, en mér finnst líklegt að það tengist eitthvað.

Lýsing: Gengur vel kaldur, en þegar vélin er orðin heit fer hún að láta illa, ójafn gangur í lausagangi og kraftleysi í inngjöf. En ef inngjöfin er botnuð fer allt á fullt og vélin rokvinnur.

Ísvari er í bensíninu, ný bensínsía, nýtt kveikjulok, hamar, þræðir og kerti.

Hvað er að ske?

Re: Gangtruflanir í 22R-E

Posted: 29.jan 2012, 14:16
frá Sævar Örn
hæpið að þetta sé bensínvesen nema þá að spíssar leki of miklu fyrst hann rýkur af stað þegar þú stendur hann,,

er mikið mál að taka spíssana úr og lekatesta þá? Þegar bíllinn er kaldur þolir hann meira bensín betur en þegar hann er heitur og þá verður truflananna minna vart.

Re: Gangtruflanir í 22R-E

Posted: 29.jan 2012, 14:47
frá HaffiTopp
Fyrst þú ert búinn að útiloka bensínsíuna og mestann hluta kveikjukerfisins þá skýt ég á bensíndæluna eða stíflu/blokkeringu í bensínlögnum að vél. Eða þá háspennukeflið. Hvernig er með það í þessum vélum, er bara eitt háspennukefli á þeim?
Kv. Haffi

Re: Gangtruflanir í 22R-E

Posted: 29.jan 2012, 15:02
frá jeepson
Fáðu annað háspennukefli og prufaðu það. Þetta hljómar eins og það sé að stríða þér. Ég lenti í þessu með einhvern af þessum milljón bílum sem að ég er búinn að eiga. Þá dugði að skipta um háspennukeflið. Ég var búinn að reyna alt þegar pabbi gamli sagði mér að prufa kertið. Hefði kanski átt að spyrja hann fyrst til að spara mér tíma og vesen hehe :)

Re: Gangtruflanir í 22R-E

Posted: 29.jan 2012, 15:15
frá hobo
Núna var ég að prufa bílinn aftur og hegðaði sér hann eins, NEMA að hann lagast og versnar á víxl.
Já það er bara eitt háspennukefli við þessa vél, það væri hægt að skipta því út.
Er svo ekki málið að skella einhverju Prolong galdrameðali í bensínið?

Re: Gangtruflanir í 22R-E

Posted: 29.jan 2012, 15:24
frá hobo
HaffiTopp wrote:Fyrst þú ert búinn að útiloka bensínsíuna og mestann hluta kveikjukerfisins þá skýt ég á bensíndæluna eða stíflu/blokkeringu í bensínlögnum að vél.


Þetta myndi hljóma líklega ef vélin færi ekki virka í botngjöf, nema þá að bensíndælan fari í annan ham þegar bíllinn er staðinn..

Re: Gangtruflanir í 22R-E

Posted: 29.jan 2012, 15:48
frá StefánDal
Hvernig eru skórnir á geymapólunum? Minn hagaði sér stundum svipað þegar hann var að missa samband á - pólnum.
Eftir að ég skipti orginal skó/klemmuni fyrir venjulega var þetta vandamál úr sögunni.

Re: Gangtruflanir í 22R-E

Posted: 29.jan 2012, 16:59
frá bjornod
súrefnisskynjari, hálfaleið út púströrið. Er undir miðjum bílnum.

Re: Gangtruflanir í 22R-E

Posted: 29.jan 2012, 17:56
frá hobo
Allt verðugar hugmyndir.
Súrefnisskynjarinn er skítmixaður en hefur virkað hingað til án ljóss í mælaborðinu.

Geta skynjarar verið að svíkja þótt ekki logi vélarljósið?
Mér finnst svona skynjaravesen líklegt þar sem þetta gerist endrum og sinnum og vélin fer að virka á nákvæmlega sama stað á bensíngjöfnni, áháð snúningshraða vélarinnar.

Re: Gangtruflanir í 22R-E

Posted: 29.jan 2012, 20:11
frá hobo
Mitt fyrsta verk þegar maður kemst í skúrinn er að athuga tengingarnar í pústskynjarann. Þær eru skítmixaðar og gæti rakinn verið að hjálpa til við að hrekkja mig.

Re: Gangtruflanir í 22R-E

Posted: 29.jan 2012, 21:00
frá arni hilux
ég átti í sama vanda og þú að ég haldi og mér var sagt af verkstæði á selfossi að þetta væri skynjari sem væri eitthvað bilaður þetta kom og fór þegar hann var að hætta á innsoginu og oriðinn heitur en ég gáði aldrei hvaða nemi þetta væri

vona að þetta hjálpi vonandi eitthvað :)

Re: Gangtruflanir í 22R-E

Posted: 30.jan 2012, 11:52
frá hobo
Þetta var spanskræna í tenginu í súrefnisskynjarann, smá contact spray frá wurth og málið leyst.
Björn fær mínar þakkir!

Re: Gangtruflanir í 22R-E

Posted: 01.mar 2012, 19:37
frá GeiriLC
er þetta ekki sami mótor og er íi 70 krúser bensín nontúrbo?

Re: Gangtruflanir í 22R-E

Posted: 01.mar 2012, 19:42
frá Sævar Örn
yngstu 70 kruserarnir af gamla boddíinu eru sumir með 22re en eldri með 22r sem er sama vél með blöndung

Re: Gangtruflanir í 22R-E

Posted: 01.mar 2012, 22:24
frá bjsam
Sæll eru kertin nokkuð í álhólkum lenti í því að það hafði verið skipt um kertin í bílnum en ekki um hólkana og hann blés með þeim setti nýja og allt í góðu lagi.? Kv.Bjarni