Síða 1 af 1

4-link að aftan.

Posted: 28.jan 2012, 03:31
frá tommi3520
Sælir, er að lesa hérna http://gjjarn.byethost15.com/sjeppar/go ... mindex.htm eins og margur maðurinn hefur vafalaust gert.

Ef menn fletta niður og sjá textann um 5-link og A-link. og þar rekur maður augun í þessa formúlu T = V * (A+B) / L * C/B og ég spyr nú bara hverskonar tölur eða upplýsingar er maður að setja inn í staðin fyrir þessa bókstafi t.d. V - vægi frá hjóli, hvernig er það táknað

Það eru til milljón pælingar hvað sé rétt og rangt í 4 link dóti en ef ég smíða þetta einhvertíma langar mig bara að fara eftir þessu og er aðeins að reyna skilja hvað það er verið að segja þarna. Tómas

Re: 4-link að aftan.

Posted: 28.jan 2012, 17:54
frá birgthor
Ef þú skoðar myndina sem er linkað á í textanum, þá sérðu eitthvað af þessu.

Image

En mér sýnist breyturnar vera þessar:

T = V * (A+B) / L * C/B

T = Kraftur niður á gorm mæld í Newton (N)
V = Vægi (Tog) mælt í Newton per meter (Nm)
A = Vegalengd mæld í metrum (m) þar sem allt þarf að ganga saman.
B = Lóðrétt hæð milli stífugata á hásingu mæld í metrum (m)
C = Lóðrétt hæð milli stífugata í grind mæld í metrum (m)
L = Lóðrétt leng milli stífugata í metrum (m)

Re: 4-link að aftan.

Posted: 30.jan 2012, 01:50
frá tommi3520
Flott takk fyrir gott svar.

En hvernig veit ég hvaða B og C er gott fyrir minn jeppa þegar ég hef enga hugmynd um eftir hvaða (T) Newton kraft maður er að fiska eftir?

Ef maður hefði uppgefið eftirsótt (T) þá gæti maður byrjað að smíða en hvernig leikmaður mælir (T) það hef ég enga hugmynd um.

Hvað segja menn um þetta?

Tómas

Re: 4-link að aftan.

Posted: 30.jan 2012, 09:48
frá Arsaell
Ef þú hefur áhuga þá eru þeir búnir að setja upp ansi magnað 4-link reiknivél inná pirate4x4 í excel formi: http://www.pirate4x4.com/forum/showthread.php?t=204893

Ætti að koma að notum ef þú vilt spá og spuglera þetta alveg til óbóta.
Attacha líka excel skjalið við þennan póst.

Re: 4-link að aftan.

Posted: 30.jan 2012, 11:21
frá helgiaxel
Ég notaði þessa reiknivél þegar ég setti upp a-linkinn hjá mér, stillti því upp fyrir ca. 70% samanslátt, punktaði það saman og prófaði, bíllinn lifti sér upp að aftan.. skar upp punktana á grindarfestingunni á efri stífunni og færði hana upp um 4cm, við það fór hann að keyra sig hæfilega niður að aftan, virkar flott núna,


Þú skalt semsagt ekki fast sjóða neitt fyrr en þú ert búinn að prófa


Kv
Helgi Axel

Re: 4-link að aftan.

Posted: 31.jan 2012, 00:29
frá tommi3520
þumtalputtareglan í 4-link (5-link) virðist vera þá nokkurvegin þannig að lengd stífa skiptir ekki öllu, halda hallanum undir 6-8 gráðum og að grind fari niður að hásingu við inngjöf.

Virðst ekki saka að hafa nokkur göt í grindaturni og í hásingaturni til að geta fiktað við C og B (sjá mynd http://gjjarn.byethost15.com/sjeppar/go ... 4link3.jpg ) en ef einhver kann að reikna útúr þessari formúlu eða hefur notað hana við smíði má hinn sami segja aðeins hvernig hann fór að því.

Virðast ekki vera svipuð lögmál um ,,venjulegt 4 link" og A-stífu 4-link" ?

Re: 4-link að aftan.

Posted: 31.jan 2012, 00:54
frá Freyr
tommi3520 wrote:þumtalputtareglan í 4-link (5-link) virðist vera þá nokkurvegin þannig að lengd stífa skiptir ekki öllu, halda hallanum undir 6-8 gráðum og að grind fari niður að hásingu við inngjöf.

Virðst ekki saka að hafa nokkur göt í grindaturni og í hásingaturni til að geta fiktað við C og B (sjá mynd http://gjjarn.byethost15.com/sjeppar/go ... 4link3.jpg ) en ef einhver kann að reikna útúr þessari formúlu eða hefur notað hana við smíði má hinn sami segja aðeins hvernig hann fór að því.

Virðast ekki vera svipuð lögmál um ,,venjulegt 4 link" og A-stífu 4-link" ?


Gagnvart gripi við inngjöf skiptir engu máli hvort þú er með 4-link eða A-link, það er innbyrðis hallinn milli stýfanna sem skiptir máli.

Ég notaði þetta excel skjal til að ákveða hvernig ég vildi setja minn upp að aftan. Þetta e ruppskriftin sem ég notaði:


Suspension Geometry:
Upper Links x y z
Frame End 22,00 14,50 28,00 in
Axle End 0,00 0,00 28,00 in
Lower Links x y z
Frame End 33,50 18,00 21,25 in
Axle End 2,00 20,50 18,50 in

Vehicle Specifications:
Wheelbase 110,2 in
Tire Diameter 38,00 in
Tire Rolling Radius 18,50 in
Vehicle CG Height 38,00 in
Vehicle Mass 4.840 lb
Front Unsprung Mass 550 lb
Rear Unsprung Mass 550 lb

Geometry Summary:
Static Anti-Squat 69 % Travel Anti-Squat: 69%
Roll Center Height 28 in Travel Roll Center: 28,00
Roll Axis Angle 3 degrees (Roll Oversteer) Travel Roll Axis: 2,87°
Instant Center X-Axis Parallel in Pinion Change: 0,00°
Instant Center Z-Axis Parallel in Travel Amount: 0,00
Travel Increment: 1,00


Ég hafði samt 4 sett af götum fyrir A stífuna þar sem hún festist í boddýið. Þessi uppsetning fæst með því að hafa A stífuna í næst efsta gatasettinu. Með því að færa í efstu götin keyrir hann sig meira saman en neðri tvö settin láta hann keyra sig sundur. Ég á eftir að skoða nákvæmlega hvernig hann hegðar sér með þessu A-link kerfi en í fljótu bragði þá keyrir hann sig örlítið saman við inngjöf (squat) sem er akkúrat eins og það átti að vera.

Hér sést vel hvernig efri stífufestingarnar eru:

Image

Passa bara að ef þið útbúið þetta svona að bora gatasettin ekki í beinni línu því þá breytist halli á pinnjón við að færa milli gata. Það þarf að bora götin á línu sem er með radíus = lengdin á stífunni. Reyndar er ég svo með stillanlegan halla á pinnjón til að geta fínstillt þetta ef mér sýnist svo.

Kv. Freyr

Re: 4-link að aftan.

Posted: 01.feb 2012, 17:40
frá tommi3520
Takk fyrir svarið Freyr, held að það sé aldrei verra að vera með nokkur göt til að stilla stífur.

Nú ætla ég líklega ekki í A-stífu set up heldur tvo samsíða linka sitthvoru megin og síðan þverstífu. Var að pæla í hvort það væri einhverjar sérstakar reglur hvar augun eiga að vera. T.d. eiga eyrun á efri og neðri linknum ekki að vera alveg sitthvoru megin við rörið það hlýtur að hindra velting á rörinu best, eða skiptir það ekki öllu máli? T.d. að hafa eyrun á báðum linkum frekar framarlega á rörinu.

Tómas

Re: 4-link að aftan.

Posted: 07.feb 2012, 21:01
frá tommi3520
Svo ég svari sjálfum mér. Ég hef ekki fengið neinar vísbendingar um að eyrun þurfa að vera sitthvoru megin við rörið, bara að hafa eyrað fyrir neðri stífuna eins nálægt röri og hægt er þannig maður sé ekki að draga stífuna eftir jörðinni.

Re: 4-link að aftan.

Posted: 09.feb 2012, 00:12
frá Freyr
Festingarnar fyrir neðri stýfurnar á hásingunni eru beint framaná rörinu hjá mér, einnig demparafestingarnar svo það stendur ekkert niðurfyrir rörið = minna viðnám í snjó = betri drifgeta.

Re: 4-link að aftan.

Posted: 10.feb 2012, 08:55
frá tommi3520
satt er það!