tommi3520 wrote:þumtalputtareglan í 4-link (5-link) virðist vera þá nokkurvegin þannig að lengd stífa skiptir ekki öllu, halda hallanum undir 6-8 gráðum og að grind fari niður að hásingu við inngjöf.
Virðst ekki saka að hafa nokkur göt í grindaturni og í hásingaturni til að geta fiktað við C og B (sjá mynd
http://gjjarn.byethost15.com/sjeppar/go ... 4link3.jpg ) en ef einhver kann að reikna útúr þessari formúlu eða hefur notað hana við smíði má hinn sami segja aðeins hvernig hann fór að því.
Virðast ekki vera svipuð lögmál um ,,venjulegt 4 link" og A-stífu 4-link" ?
Gagnvart gripi við inngjöf skiptir engu máli hvort þú er með 4-link eða A-link, það er innbyrðis hallinn milli stýfanna sem skiptir máli.
Ég notaði þetta excel skjal til að ákveða hvernig ég vildi setja minn upp að aftan. Þetta e ruppskriftin sem ég notaði:
Suspension Geometry:
Upper Links x y z
Frame End 22,00 14,50 28,00 in
Axle End 0,00 0,00 28,00 in
Lower Links x y z
Frame End 33,50 18,00 21,25 in
Axle End 2,00 20,50 18,50 in
Vehicle Specifications:
Wheelbase 110,2 in
Tire Diameter 38,00 in
Tire Rolling Radius 18,50 in
Vehicle CG Height 38,00 in
Vehicle Mass 4.840 lb
Front Unsprung Mass 550 lb
Rear Unsprung Mass 550 lb
Geometry Summary:
Static Anti-Squat 69 % Travel Anti-Squat: 69%
Roll Center Height 28 in Travel Roll Center: 28,00
Roll Axis Angle 3 degrees (Roll Oversteer) Travel Roll Axis: 2,87°
Instant Center X-Axis Parallel in Pinion Change: 0,00°
Instant Center Z-Axis Parallel in Travel Amount: 0,00
Travel Increment: 1,00
Ég hafði samt 4 sett af götum fyrir A stífuna þar sem hún festist í boddýið. Þessi uppsetning fæst með því að hafa A stífuna í næst efsta gatasettinu. Með því að færa í efstu götin keyrir hann sig meira saman en neðri tvö settin láta hann keyra sig sundur. Ég á eftir að skoða nákvæmlega hvernig hann hegðar sér með þessu A-link kerfi en í fljótu bragði þá keyrir hann sig örlítið saman við inngjöf (squat) sem er akkúrat eins og það átti að vera.
Hér sést vel hvernig efri stífufestingarnar eru:
Passa bara að ef þið útbúið þetta svona að bora gatasettin ekki í beinni línu því þá breytist halli á pinnjón við að færa milli gata. Það þarf að bora götin á línu sem er með radíus = lengdin á stífunni. Reyndar er ég svo með stillanlegan halla á pinnjón til að geta fínstillt þetta ef mér sýnist svo.
Kv. Freyr