Síða 1 af 1

vesen með soggrein og bremsukút

Posted: 24.jan 2012, 19:45
frá elfar94
ég er að mixa fiat twin cam í löduna og soggreinin liggur utan í bremsukútnum(brake booster) og ef að soggreinin clearar ekki kútin þá get ég ekki fest mótorpúðana, hvað get ég gert?

Re: vesen með soggrein og bremsukút

Posted: 24.jan 2012, 21:04
frá H D McKinstry
Þú getur sennilega farið nokkrar leiðir.

Færa kútinn
Fjarlægja kútinn
Finna minni kút
Taka úr soggreininni
Smíða nýja soggrein
Færa vélina


Eða eitthvað annað. Það er allt hægt.

Re: vesen með soggrein og bremsukút

Posted: 24.jan 2012, 21:31
frá Einar Kr
Þú ert nú ekki fyrsti maðurinn til að setja Fiat twincam í Lödu sport...þannig að það hljóta vera til menn sem búnir eru að finna upp hjólið. Ég átti eitt sinn Sportara á 35" með 2000 twincam Fiat undir húddinu og það var búið að setja annan kút í hana. Ertu búinn að athuga hvað Herra Google segir um þetta mál?

Re: vesen með soggrein og bremsukút

Posted: 24.jan 2012, 22:20
frá Aparass
Notar boosterinn og dæluna úr fiatinum, hann stendur lengra út og eitthvað til hliðar en passar annars beint í bílinn hjá þér, þarft ekki að breyta neinu öðru, bremsurörin passa þegar þú ert aðeins búinn að toga í þau.

Re: vesen með soggrein og bremsukút

Posted: 24.jan 2012, 22:36
frá elfar94
1700 innspýtingar sportarin er með boosterin lengra út en 1600 og 1700 blöndungs, ég er búinn að redda þessu með aðstoð frá pabba, takk samt