Síða 1 af 1

Vesen 3vze

Posted: 24.jan 2012, 00:05
frá Geir-H
Sælir drengir ,

Var að eignast 4runner með v6, hann er búinn að vera að stríða mér aðeins. Þetta lýsir sér þannig að hann nær ekki að halda hita á ferð, s.s þegar að hann er stopp nær hann eðlilegum hita en þegar að maður fer af stað og er kominn á smá hraða 50 plús þá fer hann að kæla sig og mælirinn fer alveg niður en það kemur samt alltaf ágætis hiti af miðstöðinni, þegar að hann er kaldur þá kokar hann svoldið og mér finnst líklegt að það tengist kaldstartspíss ruslinu, en hann er fínn á meðan að hann er heitur. Fyrri eigandi sagði mér að hann ætti það til að koka á ákveðnu hitiastigi þegar að hann væri kaldur en lagaðist svo þegar að hann hitnaði sem er rétt. En af hverju heldur hann ekki hita á ferð. það er búið að taka orginal viftuspaðann og setja rafmagnsviftu í hann sem er tengd við takka inn í bíl og ég er með slökkt á henni á ferð. Ég skaut á vatnslás og skipti um hann í dag en hann lagaðist lítið við en finnst hann samt vera skárri þeas halda hitanum aðeins lengur og vera aðeins fljótari að ná honum upp aftur þegar að maður hægir á en samt langt frá því að vera góður. Hvað gæti verið að angra greyið?

Re: Vesen 3vze

Posted: 24.jan 2012, 01:42
frá Startarinn
Þetta hljómar eins og vatnslás, en fyrst þú ert búinn að skipta um hann dettur mér helst í hug loft á kerfinu, en ég hef aldrei lent í þessu með minn.
Ég heyrði einhverntímann að ef það væri loft á kerfinu myndi neminn kólna án þess að vélin gerði það, og valda svona rugli á tölvunni

Re: Vesen 3vze

Posted: 24.jan 2012, 01:51
frá Geir-H
Já okei, var að fá að vita að fyrri eigandi skipti um lásinn líka og notaði bílinn svoldið eftir það á eftir það, hann vildi einnig meina að mælirinn hafi alltaf verið svoldið neðarlega. Það kemur samt góður hiti frá miðstöðinni,

Re: Vesen 3vze

Posted: 24.jan 2012, 14:41
frá Valdi B
prófaðu að tengja annan hitamæli við, semsagt annan en original mælirinn... gætir séð eitthvern mun eða séð nákvæmar hvað hann er að hitna mikið ;)

gæti alveg verið mælirinn sjálfur eða þá eitthvað annað