Síða 1 af 1

Færa loftinntak ofar

Posted: 17.apr 2010, 01:01
frá khs
Er með Pajero 98 2,8tdi sem er með KN síu. Hvernig er best að færa loftinntakið hærra í húddinu? Hef heyrt að maður getur sett síuna í vatnsheldan kassa og slöngu frá því ofar í húddið.

Re: Færa loftinntak ofar

Posted: 17.apr 2010, 08:52
frá HaffiTopp
..

Re: Færa loftinntak ofar

Posted: 17.apr 2010, 08:55
frá Stebbi
Það borgar sig að halda loftsíuhúsinu og breyta inntakinu á því. Það fer inní bretti hjá þér núna en þetta kostar smá dund í skúrnum með slípirokk og kíttisprautu. Það á að vera vatnsgildra í orginal loftsíuboxinu.

Re: Færa loftinntak ofar

Posted: 17.apr 2010, 09:14
frá khs
Það er ekkert box í bílnum. Bara þessi loftrani og KN sían fer í hann og svo liggur þetta þar sem pláss er fyrir auka rafgeymi. Hvar fæ ég þetta box eða er get ég keyp einhvern til að gera svona fyrir mig?

Re: Færa loftinntak ofar

Posted: 17.apr 2010, 09:40
frá Stebbi
Ef þú vilt fá orginal loftsíuboxið aftur þá er fljótlegast að tala við Partaland og skrúfa þetta í. Einhverjir hafa breytt því þannig að inntaksstútnum er snúið og látin vísa uppí húdd og svo tekin barki upp að hvalbak.