Síða 1 af 1
Gráðumælir
Posted: 21.jan 2012, 21:57
frá juddi
Hvar fær maður gráðumælir til að stilla td spindilhalla án þess að borga handlegg fyrir þarf ekki að vera profesjonal græja
Re: Gráðumælir
Posted: 21.jan 2012, 22:03
frá cocacola
logey eru með svoleiðis mæli með honum
Re: Gráðumælir
Posted: 21.jan 2012, 22:18
frá Startarinn
Ég keypti lítið stillanlegt Stanley FATMAX hallamál í húsasmiðjunni eða byko fyrir 5 þús
Re: Gráðumælir
Posted: 21.jan 2012, 22:47
frá Sævar Örn
Ég mældi minn spindilhalla upphaflega með ódýrum skólabarna gráðuboga sem kemur orginal með gati fyrir sirkil í miðjunni, setti lítinn streng gegnum gatið og svo bolta sem lóð á stenginn og lagði gráðubogann svo á spindillegutappana og fann út 10.5° spindilhalla sem síðan reyndist nokkuð réttur eftir samsetningu á bílnum sjá hjólastillimynd hér
http://a6.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos- ... 1797_n.jpgskekkjan var 0'30° sem sennilega orsakast af mínum eigin feil við að stilla grindina rétt af miðað við þegar bíllinn stæði í hjólin auk þess sem framfjöðrunin hlóðst örlítið við að setja boddíið á bílinn og þá minnkaði spindilhallinn(er með 2 link að framan)
á myndinni eru efstu tölurnar fyrir hjólhalla hægri og vinstri
næst koma spindilhallarnir hægri og vinstri
svo kemur millibilið og + stendur fyrir innskeifni. -0.04° eru c.a. 1,1mm innskeifni m.v. 36" há dekk
Re: Gráðumælir
Posted: 21.jan 2012, 23:26
frá Freyr
Logey eru með digital hallamál sem er með segli og einnig venjulegum vökva/loftbólumæli alltí sama stykkinu á um 5.000 kr. Nota þetta gríðarlega mikið og myndi segja að nákvæmnin í flestallri smíði hjá mér sé meiri vegna þess, þot aþetta s.s.ekki bara tilað stilla pinnjónshalla o.þ.h. heldur bara allan andskotann sme égvil hafa hornréttan.
Re: Gráðumælir
Posted: 22.jan 2012, 15:27
frá juddi
Takk fyrir þetta eina sem ég var búin að sjá var 30þ +
Re: Gráðumælir
Posted: 22.jan 2012, 20:30
frá LFS
getiði sent inn link af þessum gráðumæli er ekki að finna hann !
Re: Gráðumælir
Posted: 22.jan 2012, 21:12
frá dazy crazy
49cm wrote:getiði sent inn link af þessum gráðumæli er ekki að finna hann !
x2, búinn að leita um allt á síðunni, sem btw er ekkert sérstaklega vel hönnuð til leitar ef maður veit ekki að hverju maður er að leita
Re: Gráðumælir
Posted: 22.jan 2012, 21:18
frá oggi
Re: Gráðumælir
Posted: 22.jan 2012, 21:42
frá JOKI
Re: Gráðumælir
Posted: 22.jan 2012, 23:47
frá juddi
Svo er þarna líka spes spindil hallamælir (magnetitic adjustable camber gauge)
Re: Gráðumælir
Posted: 23.jan 2012, 01:12
frá Freyr
oggi wrote:http://logey.is/index.php?option=com_ahsshop&vara=1496&Itemid=27&sP=0
eruð þið að meina þatta
Þetta er græjan, tær snilld