Síða 1 af 1
rafkerfi blöndungsvélar vs. innspýtingarvélar
Posted: 18.jan 2012, 09:35
frá elfar94
afsakið að ég er alltaf að setja inn nýja og nýja pósta um þetta vesen hjá mér, en allavena, ég held að ég gefist upp á innspýtinguni í bili og hafi bara blöndung á fiat mótornum, er þá mikið mál að tengja það í bílin? þarf ég að víxla rafkerfinu eða hvað?
Re: rafkerfi blöndungsvélar vs. innspýtingarvélar
Posted: 18.jan 2012, 11:14
frá JoiVidd
Prófaðu þig bara áfram;) það getur ekki verið flókið rafkerfi í mótor með blöndung!
Re: rafkerfi blöndungsvélar vs. innspýtingarvélar
Posted: 18.jan 2012, 11:16
frá elfar94
JoiVidd wrote:Prófaðu þig bara áfram;) það getur ekki verið flókið rafkerfi í mótor með blöndung!
takk fyrir ;) fékk upplýsingar annarsstaðar að þó að orginal rafkerfið sé í löduni þá get ég tengt það við blöndungsvél, þá er bara pæling hvernig tengi ég innsogið því að ég var náttúrulega ekki með handvirkt innsog á orginal mótornum?
Re: rafkerfi blöndungsvélar vs. innspýtingarvélar
Posted: 18.jan 2012, 11:25
frá gaz69m
ertu að skipta um mótor í löduni þinni ,
Re: rafkerfi blöndungsvélar vs. innspýtingarvélar
Posted: 18.jan 2012, 11:37
frá elfar94
gaz69m wrote:ertu að skipta um mótor í löduni þinni ,
jamm, er að dunda mér við að mixa 1600 fiat twin cam í hana, svo fær vinur minn gamla mótorinn því hann er orðinn hundleiður á að vera með 1500 vél í sportinum sínum
Re: rafkerfi blöndungsvélar vs. innspýtingarvélar
Posted: 18.jan 2012, 11:38
frá gaz69m
passar fiatin beint á rússa kassan
Re: rafkerfi blöndungsvélar vs. innspýtingarvélar
Posted: 18.jan 2012, 11:39
frá elfar94
gaz69m wrote:passar fiatin beint á rússa kassan
allavena beint á lödu kassan, þarf reyndar að skera smá úr kúplingshúsinu því það er einhver plata aftan á fiat mótornum sem að blokkerar það að kassin passi alveg á nema að ég skeri aðeins
Re: rafkerfi blöndungsvélar vs. innspýtingarvélar
Posted: 18.jan 2012, 12:08
frá gaz69m
ættli fiat hafi framleit diesel vél sem er eins og twincam 1,6 vélin
Re: rafkerfi blöndungsvélar vs. innspýtingarvélar
Posted: 18.jan 2012, 13:02
frá Heiðar Brodda
þetta var gert í gamla daga,man eftir sögu sem vinur minn sagði mér einu sinni : Var að keyra dalinn (fagridalur milli reyðarfjarðar og Egilsstaða) og er á leiðinni til Egilsstaða og er á Toyotu Cressidu á 120 þegar það kemur lada sport og tekur fram úr mér, ég gef í og fer að nálgast hana þegar ég er kominn í 150km hraða, ég ákveð að tala við kauða og dóla á eftir honum því ég hafði keyrt sportara og hún hafði aldrei komist svona hratt, þegar við komum í Egilsstaði stoppaði ég hann og kom þá í ljós að sportarinn var með fiat tvim cam mótor og virkaði svona svaðalega vel
kv Heiðar
Re: rafkerfi blöndungsvélar vs. innspýtingarvélar
Posted: 18.jan 2012, 13:46
frá elfar94
gaz69m wrote:ættli fiat hafi framleit diesel vél sem er eins og twincam 1,6 vélin
http://www.ladaworld.com/index.php?cPath=1 "fiat diesel adapter kit"
Re: rafkerfi blöndungsvélar vs. innspýtingarvélar
Posted: 18.jan 2012, 13:51
frá gaz69m
sniðugt skoða svona kanski sem næsta verkefni
Re: rafkerfi blöndungsvélar vs. innspýtingarvélar
Posted: 18.jan 2012, 13:52
frá LFS
eg var með samskonar motor i lodunni minni nema að það var sjalfskipting aftan á fiatnum sem eg kunni aldrei við en væri eg að fara i þettað i dag þa myndi eg reyna að troða h.o. motor ur cherokee i held að það gæti orðið svolitið skemmtilegt i lodu :)
Re: rafkerfi blöndungsvélar vs. innspýtingarvélar
Posted: 18.jan 2012, 13:58
frá elfar94
satt, en svo ég þarf að breyta olíupönnuni til að hún rekist ekki í framdrifið, en ég veit ekkert hve mikið ég þarf að láta skera úr henni og sjóða í uppá nýtt, þið sem áttuð sportara með fiat vélum, vitið þið það?