Síða 1 af 1
Hækka patrol Y60 fyrir 44"
Posted: 17.jan 2012, 21:40
frá jeepson
Sælir félagar. Ég er að pæla í að hækka pattann fyrir 44" Ég var að pæla í hvort að menn væru til í að deila myndum af stífu vasa smíðum/ breytingum. fyrir bæði fram og afturhásingarnar. Það væri jafnvel fínt að fá að vita hvernig menn hafa verið að gera þetta. Hvort sem það sé að setja stærri klossa undir eða ekki. Ég ætla ekkert að færa hásingar en skera bara þokkalega vel úr dralsinu í staðin. Mér sýnist hann vera með 2" á hásingu og svo 2" á boddý. Hugmyndin efur verið að færa gorma festingar að framan neðar og að aftan. En svo hefur líka verið pælingin að setja stærri klossa á gormana. Hvernig eru þið að leysa þetta með stýrisgangin og annað. Allar myndir uppl vel þegnar. Helst sem mest af myndum af þessu til að ég sjái hvernig þetta er að líta út hjá ykkur. Tala nú ekki um sem eru með breytta 44" bíla og geta þá gefið sér smá tíma í að mynda. Ég er búinn að tala við nokkra og allir hafa sínar útfærslur á þessu. En mig langar að sjá myndir hjá mönnum til að bera við og gefa mér hugmyndir. MBK Gísli.
Re: Hækka patrol Y60 fyrir 44"
Posted: 17.jan 2012, 22:03
frá Heiðar Brodda
Er ekki málið að kaupa nokkrar skurðarskífur og byrja að skera ú það er alltaf hægt að sjóða í aftur
Re: Hækka patrol Y60 fyrir 44"
Posted: 17.jan 2012, 22:17
frá jeepson
Það strandar ekkert á skurðaskífum. Ég vil bara fá myndir og uppl um þetta. Ég hef aldrei gert þetta áður og skammast mín ekkert fyrir að leita ráða og fá ábendingar frá mönnum :)
Re: Hækka patrol Y60 fyrir 44"
Posted: 17.jan 2012, 22:22
frá Heiðar Brodda
var ekki að meina það þannig fannst bara hækkunin nóg
Re: Hækka patrol Y60 fyrir 44"
Posted: 17.jan 2012, 22:24
frá jeepson
Já þú meinar það. Ég er samt hræddur um að það þurfi aðeins meiri hækkun. annars kemur það í ljós fljótlega þar sem að sá sem að ég keypti bílinn af er að pæla í að renna vestur á pattanum sínum til að máta 44" undir hjá mér. En það skaðar ekkert að fá inn myndir og annað. Þær gætu altaf reynst öðrum vel sem eru í sömu hugleiðingum :)
Re: Hækka patrol Y60 fyrir 44"
Posted: 17.jan 2012, 22:55
frá Forsetinn
16cm hækkun, myndi hnika afturhásingu 4-6cm aftar..... svo myndi ég skipta um mótor ;-)
Re: Hækka patrol Y60 fyrir 44"
Posted: 17.jan 2012, 23:16
frá jeepson
Forsetinn wrote:16cm hækkun, myndi hnika afturhásingu 4-6cm aftar..... svo myndi ég skipta um mótor ;-)
Mótorinn er góður og þræl virkar miðað við 2,8 Ég er líka með 5,42 hlutföll. Ég er ekkert að fara að skipa mótornum út í bráð ;) ekki nema að ég færi í 46" breytingu
Re: Hækka patrol Y60 fyrir 44"
Posted: 17.jan 2012, 23:19
frá StefánDal
Hann Kristján Örn er nú manna fróðastur um þessi mál. Þú ert í góðum málum að hafa hann í símaskránni varðandi Patrol breytingar:)
Ég myndi nú samt hugsa mig tvisvar um ef ég væri að fara í 44" ferðu mikið á fjöll yfir höfuð? Þú missir heilmikla aksturseiginleika en græðir flot í þungu færi. Þetta er spurning hvar maður vill gefa eða taka.
Re: Hækka patrol Y60 fyrir 44"
Posted: 17.jan 2012, 23:23
frá jeepson
StefánDal wrote:Hann Kristján Örn er nú manna fróðastur um þessi mál. Þú ert í góðum málum að hafa hann í símaskránni varðandi Patrol breytingar:)
Ég myndi nú samt hugsa mig tvisvar um ef ég væri að fara í 44" ferðu mikið á fjöll yfir höfuð? Þú missir heilmikla aksturseiginleika en græðir flot í þungu færi. Þetta er spurning hvar maður vill gefa eða taka.
Já hann Kristján ætlar að kíkja á þetta með mér. En ég er að horfa í að halda öllu sem næst því sem að það er. Og jafnvel verða stífur bara síkkaðar um 2" og settir stærri klossar á gormana. Hann verður bara á 44" yfir vetrar tíman. Og svo annars á 38" En planið er að halda öllum akstur eiginleikum eins og þeir eru. og kristján hefur fulla trú á að það verði hægt. Hann var einmitt að tala um að sinn væri mjög góður á 90-100 á 44" En við munum sennilega máta dekkin hasn undir minn bíl.
Re: Hækka patrol Y60 fyrir 44"
Posted: 20.jan 2012, 17:47
frá Hagalín
Ef þú hækkar hann á gormum fyrir 44" er spurning her hallinn á skástífunni og stíristönginni verður. Best er að hafa hann sem mynstan.
Þegar ég síkkaði stífuturninn hjá mér að aftan á skástífunni þá skar ég gamla í burtu og henti honum og notaðist við 80x80 prófíl og skar hann til og setti svo smá styrkingu úr honum og upp í þverbitann fyrir framan olíutankinn.
Ég held að það væri sniðugt hjá þér að síkka gormaskálarnar að framan og aftan í þessari aðgerð og þú gætir alveg sloppið við einhverja svaka hásingarfærslu ef þú hækkar aðeins meira. Þegar ég gerði hjá mér þá færði ég framhásinguna framar um 2.5cm og að aftan 10cm. Ég fékk 44"-46" kannta hjá Gunnari í Brettakanntar.is og þó að ég prufaði það aldrey er ég nokkuð viss um að ég hefði komið 46" undir á þess að breyta meira.
Hér er eitt smá video af honum.
http://www.facebook.com/video/video.php ... 6684&saved
Re: Hækka patrol Y60 fyrir 44"
Posted: 20.jan 2012, 18:17
frá jeepson
Hagalín wrote:Ef þú hækkar hann á gormum fyrir 44" er spurning her hallinn á skástífunni og stíristönginni verður. Best er að hafa hann sem mynstan.
Þegar ég síkkaði stífuturninn hjá mér að aftan á skástífunni þá skar ég gamla í burtu og henti honum og notaðist við 80x80 prófíl og skar hann til og setti svo smá styrkingu úr honum og upp í þverbitann fyrir framan olíutankinn.
Ég held að það væri sniðugt hjá þér að síkka gormaskálarnar að framan og aftan í þessari aðgerð og þú gætir alveg sloppið við einhverja svaka hásingarfærslu ef þú hækkar aðeins meira. Þegar ég gerði hjá mér þá færði ég framhásinguna framar um 2.5cm og að aftan 10cm. Ég fékk 44"-46" kannta hjá Gunnari í Brettakanntar.is og þó að ég prufaði það aldrey er ég nokkuð viss um að ég hefði komið 46" undir á þess að breyta meira.
Hér er eitt smá video af honum.
http://www.facebook.com/video/video.php ... 6684&saved
Þakka þér fyrir þessar uppl og ykkur öllum auðvitað :) Það eru komnar ýmsar humgynr í kollinn þannig að nú er bara að bíða eftir að félaginn láti sjá sig á 44" pattanum sínum svo að við getum máta 44" hans undir minn og pælt þetta betur út. :)
Re: Hækka patrol Y60 fyrir 44"
Posted: 21.jan 2012, 03:03
frá Kölski
Þetta verður flott.