Síða 1 af 1

Þynning á bremsu-caliberum

Posted: 13.jan 2012, 18:39
frá ivar
Sælir.

Þá ætlaði ég mér að setja 46" undir fordinn (F350, 2005) hjá mér. Ég sé að það þarf eitthvað að þynna caliberana og var að velta fyrir mér hvað má þynna þá mikið?

Sýnist við fyrstu mælingar og þær felgur sem ég er með undir höndum að það þurfi að taka þetta niður um 5-6mm.
Hvernig hafa menn verið að leysa þetta?

Kv. Ívar

Re: Þynning á bremsu-caliberum

Posted: 13.jan 2012, 18:51
frá JonHrafn
Stærri felgur? Persónulega myndi ég aldrei veikja dælur á 46" breyttum bíl, menn hafa samt verið að gera þetta við fólksbíla.

Re: Þynning á bremsu-caliberum

Posted: 13.jan 2012, 19:55
frá DABBI SIG
slípa dæluna niður þangað til að það byrjar að gutla bremsuvökvinn út, þá kíttaru í gatið og málar yfir... myndi samt ekki fara mikið neðar en það :D