Síða 1 af 1
Patrol leiðinlegur í gang
Posted: 09.jan 2012, 14:33
frá halldorrj
er með 00árg af 3.0L bíl sem var búinn að standa síðan í ágúst og til endaðan desember og hann er rosalega erfiður í gang t.d. á morgnana og í frosti, það eru ný glóðakerti síðan í júlý, það var mjög lítil hráolía á honum á meðan hann stóð, var að spá hvort menn séu búnir að vera lenda í einhverri vaxmyndun í síum eða leiðslum
Re: Patrol leiðinlegur í gang
Posted: 09.jan 2012, 14:43
frá jeepson
Prufðau að setja helming steinolíu og diesel olíu á tankinn og sjáðu hvað gerist. Í gamla daga settu menn steinolíu úti olíuna til að minka vaxið í olíuni er mér sagt. En ef ða þetta er commonrail bíll. Þá myndi ég ekki setja steinolíu á hann. Hef heyrt að það sé als ekki æskilegt.
Re: Patrol leiðinlegur í gang
Posted: 09.jan 2012, 14:47
frá halldorrj
mér er sagt að þetta sé fyrsta kynslóð af common rail í honum sel það ekki dýrara en ég keypti það, ætla mér ekki að setja steinolíu á hann tek ekki sénsinn. :)
Re: Patrol leiðinlegur í gang
Posted: 09.jan 2012, 14:53
frá jeepson
Nei ég myndi ekki taka sénsin fyrst að þetta er commonrail. En ertu búinn að skitpa um hráolíu síu í honum?
Re: Patrol leiðinlegur í gang
Posted: 09.jan 2012, 16:32
frá halldorrj
já skipti um hana í gærkvöldi
Re: Patrol leiðinlegur í gang
Posted: 09.jan 2012, 18:06
frá jeepson
Þá er ég ráðlaus. Ekki nema að það sé stífla í lögnum eða eitthvað svoleiðis. annars þekki ég þetta commonrail kerfi ekki neitt. Eina sem að ég veit er að það er ekki æskilegt ða setja steinolíu á þessar vélar.