Diskalæsing í dana 30
Posted: 05.jan 2012, 21:39
Sæl öllsömul.
Ég gerði upp, um daginn, diskalæsingu í framdrifið á Bronco og setti þar í. Nýir diskar, nýir gormar, voða fínt. Fyrirfram vil ég þakka öll svörin um það hve vonlaus þessi búnaður er, og svara því til að ég er alveg steinhissa á því hvað þetta þó nær að læsa. No spin er á stefnuskránni.
Hvað um það.
Sé bíllinn í lokunum og í fjórhjóladrifi verður vart við dempuð högg í framdrifi. Þau koma þegar ekið er á götu, verð ekki var við þau í snjódundi, og geta orðið mjög greinileg en aldrei hvell, alltaf dempuð. Hvaða högg gætu verið þarna á ferðinni haldið þið?
Kveðja,
Hjörleifur.
Ég gerði upp, um daginn, diskalæsingu í framdrifið á Bronco og setti þar í. Nýir diskar, nýir gormar, voða fínt. Fyrirfram vil ég þakka öll svörin um það hve vonlaus þessi búnaður er, og svara því til að ég er alveg steinhissa á því hvað þetta þó nær að læsa. No spin er á stefnuskránni.
Hvað um það.
Sé bíllinn í lokunum og í fjórhjóladrifi verður vart við dempuð högg í framdrifi. Þau koma þegar ekið er á götu, verð ekki var við þau í snjódundi, og geta orðið mjög greinileg en aldrei hvell, alltaf dempuð. Hvaða högg gætu verið þarna á ferðinni haldið þið?
Kveðja,
Hjörleifur.