Síða 1 af 1

Diskalæsing í dana 30

Posted: 05.jan 2012, 21:39
frá 66 Bronco
Sæl öllsömul.

Ég gerði upp, um daginn, diskalæsingu í framdrifið á Bronco og setti þar í. Nýir diskar, nýir gormar, voða fínt. Fyrirfram vil ég þakka öll svörin um það hve vonlaus þessi búnaður er, og svara því til að ég er alveg steinhissa á því hvað þetta þó nær að læsa. No spin er á stefnuskránni.

Hvað um það.

Sé bíllinn í lokunum og í fjórhjóladrifi verður vart við dempuð högg í framdrifi. Þau koma þegar ekið er á götu, verð ekki var við þau í snjódundi, og geta orðið mjög greinileg en aldrei hvell, alltaf dempuð. Hvaða högg gætu verið þarna á ferðinni haldið þið?

Kveðja,

Hjörleifur.

Re: Diskalæsing í dana 30

Posted: 05.jan 2012, 22:28
frá Stebbi
Er ekki læsingin bara svona góð, dempuðu höggin koma þegar hún losar haldið á mismunadrifinu.

Re: Diskalæsing í dana 30

Posted: 05.jan 2012, 23:15
frá Braskar
hvernig olíu notaðiru á drifið ?

Re: Diskalæsing í dana 30

Posted: 05.jan 2012, 23:25
frá 66 Bronco
Limited slip.

Re: Diskalæsing í dana 30

Posted: 07.jan 2012, 22:32
frá Elís H
ef þú tjakkar annað fr.dekkið upp og snýrð, þá á átakið að vera þétt og þú átt að geta snúið hjólinu án mikils átaks en finna samt stífnina í læsingunni, en ef hún er mjög stíf þá framkallar hún högghljóð í beygjum sérstaklega, þá þarf auka skammt saman við olíuna af sleipi efni, sem ég myndi mæla með, þar sem uggarnir á diskunum geta eyðilagt caseinguna smá saman og grafast inní hana. gætu jafnvel brotnað. högg hljóð eru aldrei af hinu góða. ertu með 30 hásingu að framan eða d44.
Ekki er þetta gamli 66 bíllinn fyrir austan v. Hellu.

Re: Diskalæsing í dana 30

Posted: 12.jan 2012, 22:49
frá 66 Bronco
Kvöldið, og takk fyrir svörin.

Höggin jukust með aukinni notkun, breyttust jafnvel í leiðinda óhljóð, surg, sem heyrist þegar bíllinn tekur á í framdrifi. Sé ég í akstri (aki beint, engin virkni í læsingunni) og gef í hvín þetta hljóð og snarminnkar þegar ég slæ af.

Henti bílnum inn yfir gryfju, sá fyrir mér tannsvarf í hrúgu, tjakkaði upp, sneri hjóli, allt í fína. Opnaði drifið, allt í lukku, hrein olía, hlutföll og pinion pottþétt, krossar góðir, hjólalegur í fínu standi enda nýjar.

Hef orðið grun um að lætin séu í millikassa. Getur ekki margt verið annað er ég hræddur um. Best að keyra helv... þar til hann hrynur og gera hann þá upp.

Bíllinn á heima á Mýrum og hefur gert í áratugi, er '66 og hásingin er Dana 30.

Kveðja góð,

Hjörleifur.