Síða 1 af 1

olíu magn á millikassa á patrol

Posted: 02.jan 2012, 23:23
frá jeepson
Sælir spjallverjar. Mig vantar að vita hvað það á að vera mikil olía á millikassanum á patrol Y60 2.8?? fletti þessu upp í leita glugganum en virðist engin hafa spurt um þetta áður.

Mbk Gísli.

Re: olía á millikassa á patrol

Posted: 02.jan 2012, 23:32
frá Freyr
Sjálfskiptiolía, 75-90 hefur líka gengið en það má alls ekki setja á hann 80-90.

Re: olía á millikassa á patrol

Posted: 02.jan 2012, 23:38
frá HaffiTopp
Af hverju 75-90, en ekki 80-90? Hver er annars munurinn á þessum tveim seiguflokkum?
Annars var upphafsspurning þráðarins um magn á millikassann og ég held að 2.5-3 sé lágmark á svona stórann bíl. Annars taka millikassar yfirleitt minni olíumagn en beinskiftir gírkassar.
Kv. Haffi

Re: olía á millikassa á patrol

Posted: 02.jan 2012, 23:42
frá jeepson
Mér hefur einmitt verið sagt að setja 75/90 á hann. En mig vantaði bara að vita hversu mikið fer á kassann :)

Re: olíu magn á millikassa á patrol

Posted: 03.jan 2012, 01:36
frá stjanib
Það á að fara 1.9 lítrar.

K.v
Stjáni

Re: olía á millikassa á patrol

Posted: 03.jan 2012, 09:21
frá Freyr
jeepson wrote:Mér hefur einmitt verið sagt að setja 75/90 á hann. En mig vantaði bara að vita hversu mikið fer á kassann :)


Aaaaa, mikið hefði verið sniðugt að lesa betur upphafspóstinn.......;-)

Re: olíu magn á millikassa á patrol

Posted: 03.jan 2012, 11:31
frá frikki
Strákar fara inn á www.valvolineeurope.com og fara í flipann try it now þar er hægt að sjá allt um allar oliur á flesta bíla .

kv

Frikki

Re: olíu magn á millikassa á patrol

Posted: 03.jan 2012, 12:10
frá Kalli
frikki wrote:Strákar fara inn á http://www.valvolineeurope.com og fara í flipann try it now þar er hægt að sjá allt um allar oliur á flesta bíla .

kv

Frikki

Þessa síðu hef ég notað takk Frikki Poulsen. http://www.valvolineeurope.com/english/ ... nt_advisor

kv. Kalli

Re: olíu magn á millikassa á patrol

Posted: 03.jan 2012, 15:26
frá jeepson
Kalli wrote:
frikki wrote:Strákar fara inn á http://www.valvolineeurope.com og fara í flipann try it now þar er hægt að sjá allt um allar oliur á flesta bíla .

kv

Frikki

Þessa síðu hef ég notað takk Frikki Poulsen. http://www.valvolineeurope.com/english/ ... nt_advisor

kv. Kalli


Búinn að bookmarka þessa síðu :)