Síða 1 af 1

taka balans stöngina undan?

Posted: 01.jan 2012, 19:18
frá elfar94
sælir, einhverstaðar heyrði ég um að menn hefðu alltaf tekið balans stöngina að framan undan lödunum eftir breytingar og að það hafi breytt einhverju svakalegu, kannast einhver við þetta? er nefnilega að fara að breyta mínum á næstunni og vildi vera viss á þessu

Re: taka balans stöngina undan?

Posted: 01.jan 2012, 21:43
frá Freyr
Notaðu leitarvélina, þetta hefur oft verið rætt.

Annars, í stuttu máli sagt, þá bætir það fjöðrunina í snjóakstri og í miklum ójöfnum en bíllinn verður svagari sem sumum þykir óþægilgt á vegi. Ég fjarlægi alltaf stangirnar úr mínum jeppum.

Freyr

Re: taka balans stöngina undan?

Posted: 01.jan 2012, 21:54
frá Forsetinn
'eg myndi bara kippa henni úr, lítið mál að skella henni í aftur..... menn eru svo mismunandi og best að prófa bara sjálfur :-)
Sama hér, engar stangir undir mínum.... enda frekar stífur í fjöðrun og skánaði bara við það.

Re: taka balans stöngina undan?

Posted: 02.jan 2012, 01:12
frá jeepson
Engar stangir undir mínum. Og þær eru ekkert á leiðinni undir.

Re: taka balans stöngina undan?

Posted: 02.jan 2012, 13:41
frá Arsaell
Setja þeir ekkert útá þetta ef maður fer með hann í skoðun með engar balance stangir?

Re: taka balans stöngina undan?

Posted: 02.jan 2012, 15:44
frá jeepson
Arsaell wrote:Setja þeir ekkert útá þetta ef maður fer með hann í skoðun með engar balance stangir?


Það virðist ekki vera. Ég er ný búinn að láta skoða pattann minn og það var ekkert sett útá þetta.

Re: taka balans stöngina undan?

Posted: 02.jan 2012, 15:54
frá Stebbi
jeepson wrote:
Arsaell wrote:Setja þeir ekkert útá þetta ef maður fer með hann í skoðun með engar balance stangir?


Það virðist ekki vera. Ég er ný búinn að láta skoða pattann minn og það var ekkert sett útá þetta.


Það er í lagi svo lengi sem stöngin og balancestangar endarnir eru teknir úr bílnum. Ekki í lagi að aftengja og láta stöngina hanga.

Re: taka balans stöngina undan?

Posted: 02.jan 2012, 19:13
frá jeepson
Stebbi wrote:
jeepson wrote:
Arsaell wrote:Setja þeir ekkert útá þetta ef maður fer með hann í skoðun með engar balance stangir?


Það virðist ekki vera. Ég er ný búinn að láta skoða pattann minn og það var ekkert sett útá þetta.


Það er í lagi svo lengi sem stöngin og balancestangar endarnir eru teknir úr bílnum. Ekki í lagi að aftengja og láta stöngina hanga.


Stöngin er ekki í bílnum mínum. En endarnir hanga á grindinni enþá. Ég er að hugsa um að nota þá jafnvel sem festingar fyrir auka tanka.

Re: taka balans stöngina undan?

Posted: 02.jan 2012, 19:40
frá elfar94
eru menn að taka stöngina að aftan undan lika eða?

Re: taka balans stöngina undan?

Posted: 02.jan 2012, 20:17
frá AgnarBen
elfar94 wrote:eru menn að taka stöngina að aftan undan lika eða?


Jamm, ég er ekki með neinar stangir, hvorki framan né aftan og finnst það bara sallafínt.

Re: taka balans stöngina undan?

Posted: 02.jan 2012, 21:29
frá Svenni30
Rífa þetta allt undan. Maður hefur ekkert með balance stangir í jeppa að gera. eða það er mín skoðun.

Re: taka balans stöngina undan?

Posted: 02.jan 2012, 22:13
frá HaffiTopp
Ég tók stöngina undan að framan úr 1999 árg. af Pajero. Var frekar treg að yfirgefa gúmmíin sem tengdu hana við klafana. Þurfti að notast við kúbein til að spenna endana lausa og merkikegt hvað hún var sver eða um tommusver og djöfulli þung.
Svo seldi ég bílinn en geymdi stöngina til öryggis en sá sem keypti af mér bílinn sagðist þurfa að fá hana aftur þar sem skoðunarmaðurinn hjá Frumherja hafði sett út á að hún væri ekki í bílnum. Ég er á því að þetta hafi lítið að gera í breyttum bílum sérstaklega en eins og í Patrol Y61 og þá er hægt að aftengja stöngina að aftan með takka í mælaborðinu og þessi búnaður er meira að segja orginal. Skillst reyndar af farþegum sem hafa verið í bílnum með þessa stöng aftengda að þa hafi verið eins og úfin sjóferð.
Kv. Haffi

Re: taka balans stöngina undan?

Posted: 02.jan 2012, 23:23
frá Óskar - Einfari
Varðandi skoðun að þá verður balance stöngin og endarnir að vera í lagi ef þeir eru til staðar..... síðan virðist ekki vera gerð nein athugasemd ef þetta er bara fjarlægt og ekkert skilið eftir. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég heyri um svona sem HaffiTopp nefnir en geðþótta ákvarðanir skoðunarmanna eru svosem löngu þekktar.... það er rosa gott fyrir bisnissin að setja endurskoðunarmiða út af pedalagúmmíum, kastarahlífum, tökkum nú eða balancestöngum......

Re: taka balans stöngina undan?

Posted: 02.jan 2012, 23:42
frá gudjonarnarr
eingar balanc stangir í mínum og ekki gert ráð fyrir því í breitinguni að það sé hægt að setja þær í

Re: taka balans stöngina undan?

Posted: 03.jan 2012, 00:33
frá Burri
Sportbílabúnaður. Burt með þetta drasl. Þetta er aukabúnaður á landrover. Sem enginn kaupir.

Re: taka balans stöngina undan?

Posted: 15.jan 2012, 05:38
frá pallihjaltalin
ballancestangir eru verkfæri djöfulsinns úr með draslið

Re: taka balans stöngina undan?

Posted: 15.jan 2012, 08:44
frá jongunnar
Ég er að taka drifin úr mínum og balansstöngin fékk að fjúka í gær þar sem hún var fyrir. Hún fer ekkert í aftur ;)

Re: taka balans stöngina undan?

Posted: 15.jan 2012, 12:26
frá jeepson
Jeppar eiga bara ekki að vera með þennan búnað. Ekki nema þá jepplingar sem eru á low profile dekkjum og fara aldrei út fyrir malbikið.

Re: taka balans stöngina undan?

Posted: 15.jan 2012, 12:30
frá siggi.almera
eg tok stöngina undan minum að aftan

Re: taka balans stöngina undan?

Posted: 19.jan 2012, 18:00
frá Hrannifox
stangirnar hafa aldrei verið í mínum breyttu bilum.... og ekki enþá hef ég fengið endurskoðun
eða þeir beðið mig að kippa þessu í liðinn fyrir næstu skoðun.

þyðir þó litið að hafa þetta i henglum og einsog þú hafir tekið hana ur eingöngu til að það
verði ekki sett úta hana

Re: taka balans stöngina undan?

Posted: 19.jan 2012, 18:23
frá nobrks
Ef ad jöfn þyngdardrefing á milli hjóla á sama ás eru til vana í jeppa, þá er hlítur að vera æskilegt að fjarlægja búnaðinn.

Re: taka balans stöngina undan?

Posted: 10.júl 2014, 23:02
frá krissi200
Baulunar tvær sem halda balance stönginni á hásingunni að aftan hjá mér brotnuðu af.
Ég er með 35" patrol finnst frekkar vont að hafa hana ekki tengda í svona lítið breyttum bíl.
Annars veit einhver um baulur tilsölu til að geta fest balancestöngina á aftur? :)

Re: taka balans stöngina undan?

Posted: 11.júl 2014, 02:47
frá grimur
Ég taldi félaga minn á LADA Sport á að taka stöngina undan. Eftir prufurúnt var komið inn á verkstæðisgólf aftur.
Hann tók stöngina nett upp af gólfinu og færði hana í brotajárnstunnuna.
Bíllinn varð allur annar, hætti að skríða út um allt á þvottabrettum og þessháttar, þessi stöng var svo sver að varla var hægt að tala um sjálfstæða fjöðrun að framan, virkaði mikið frekar eins og afturöxull á keðjudrifnu fjórhjóli...

Re: taka balans stöngina undan?

Posted: 11.júl 2014, 13:10
frá biturk
Taka þetta úr, bara til vandræða og leiðinda, ferozan mìn varð keirsluhæf eftir að þetta var fjarlægt