Síða 1 af 1
Patrol lokur, auto eða lock
Posted: 31.des 2011, 17:17
frá vidart
Hvaða skoðun hafa menn á þessum stillingum á lokunum?
Er einhver tilgangur að hafa þær í lock ef þær fara sjálfkrafa þegar sett er í 4x4 drif?
Re: Patrol lokur, auto eða lock
Posted: 31.des 2011, 17:28
frá stjanib
Að vetri til hafa þær verið að festast útaf frosti og raka. Ég myndi hafa þær allavega í lock yfir veturinn þá ertu öruggur....
K.v
Stjáni
Re: Patrol lokur, auto eða lock
Posted: 31.des 2011, 17:43
frá Baddi
AUTO er fyrir götuakstur. LOCK er fyrir torfærur (Átök)
Re: Patrol lokur, auto eða lock
Posted: 31.des 2011, 20:36
frá Hagalín
vidart wrote:Hvaða skoðun hafa menn á þessum stillingum á lokunum?
Er einhver tilgangur að hafa þær í lock ef þær fara sjálfkrafa þegar sett er í 4x4 drif?
Lokurnar eru mjög veikar þegar þær eru stilltar í auto. Þola ekki mikið af átökum svona þegar dekkin
eru orðin stór.
Klárlega að vera með þetta í lock yfir veturinn þegar maður er að nota þetta oft og í miklum átökum.
Svo ef þetta ferð hjá þér ekki fá þér nýjar heldur láttu sjóða þessar orginal og þá svíkja þær aldrey.....
Re: Patrol lokur, auto eða lock
Posted: 08.jan 2012, 11:41
frá Turboboy
félagi minn sagði mér skemmtilega sögu um patrol sem var með svona upp á fjöllum, eitthver alger apaheili í púðri og krapapittum inn á milli á 44" Y61 patrol með lokurnar í Auto, og lokurnar búnar að eyðikleggja rillurnar á öxlum báðu meginn af því þær voru alltaf að spóla á honum og svo á endanum brotnuð lokurnar.
Re: Patrol lokur, auto eða lock
Posted: 13.jan 2012, 18:42
frá ivar
Ég hef verið með svona patrol að vísu bara á 33 síðan 2006 og hann hefur verið keyrður 90.000km.
Meira og minna allan tímann með lokurnar á LOCK. Finn engan sérstakan slitmun svo ég hef bara haft þetta alltaf svona.
Aldrei vesen með lokurnar.
Ívar