Lengd á 4 link stífum

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Elmar Þór
Innlegg: 50
Skráður: 11.sep 2011, 18:54
Fullt nafn: Elmar Þór Hauksson

Lengd á 4 link stífum

Postfrá Elmar Þór » 27.des 2011, 20:21

Hvað hafa menn verið að hafa stífurnar langar í svona 4 link kerfum ? Hef séð kerfi undir sumum bílum sem er ekki með jafnlangar stífur, erfri stífan mun styttri ? Er það að gera sig ? Og hver er þá lengdin á þeim stífum ? Hef heyrt að maður eigi að hafa neðri og efri stífu jafnlangar, er það þá bara bull miða við þessar sem maður hefur séð undir mögum toyota bílum ?



User avatar

dazy crazy
Innlegg: 251
Skráður: 13.feb 2011, 15:12
Fullt nafn: Dagur Torfason
Bíltegund: Kangoo og Ferguson
Staðsetning: Skagafjörður

Re: Lengd á 4 link stífum

Postfrá dazy crazy » 27.des 2011, 20:42

Ef þú ert ekki með stífurnar jafnlangar þá geri ég ráð fyrir því að hásingin velti, getur verið að menn hafi efri stífuna lengri til að hafa betra horn úr drifskafti í drifkúlu, þó að við nánari umhugsun þá er það sennilega vitleysa, getur ekki verið að stífurnar séu jafnlangar en fari bara aftar í boddí og svo aftar á hásingu. Ég þekki þetta ekki neitt en ætla að kynna mér þetta :)

Er alltaf haft jafnlangt bil á milli stýfanna upp/niður, er fjarlægðin milli festinganna á þeim á stífunum jafnlöng á hásingu og í grind?


Nóri 2
Innlegg: 197
Skráður: 03.feb 2010, 18:37
Fullt nafn: Arnór Ari Sigurðsson

Re: Lengd á 4 link stífum

Postfrá Nóri 2 » 27.des 2011, 22:05



Höfundur þráðar
Elmar Þór
Innlegg: 50
Skráður: 11.sep 2011, 18:54
Fullt nafn: Elmar Þór Hauksson

Re: Lengd á 4 link stífum

Postfrá Elmar Þór » 27.des 2011, 22:07

dazy crazy wrote:Ef þú ert ekki með stífurnar jafnlangar þá geri ég ráð fyrir því að hásingin velti, getur verið að menn hafi efri stífuna lengri til að hafa betra horn úr drifskafti í drifkúlu, þó að við nánari umhugsun þá er það sennilega vitleysa, getur ekki verið að stífurnar séu jafnlangar en fari bara aftar í boddí og svo aftar á hásingu. Ég þekki þetta ekki neitt en ætla að kynna mér þetta :)

Er alltaf haft jafnlangt bil á milli stýfanna upp/niður, er fjarlægðin milli festinganna á þeim á stífunum jafnlöng á hásingu og í grind?


En hvernig er með hallan á stýfunum, eiga þær að vera lágréttar eða meiga þær halla eitthvað ?

http://f4x4.is/index.php?option=com_jfu ... emId=67220 ég hef heyrt að í þessu systemi haldi pinion hallinn sér furðu vel.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Lengd á 4 link stífum

Postfrá Kiddi » 28.des 2011, 02:12

Mislangar stífur eru til þess að halda réttum halla á pinioninum.
Í þessu 4 link kerfi sem er undir flestum Hiluxum þá breytist hallinn á pinioninum svo gott sem ekkert.

Í mínum jeppa stillti ég lengdina á efri og neðri stífunum af til þess að fá sem minnsta breytingu en náði því samt ekki alveg 100% enda með frekar stutt drifskapt og frekar langa fjöðrun miðað við það. Staðsetning stífanna getur líka breytt þessu.

Ef það á að vera með stutt drifskapt og mikla fjöðrun þá getur það skipt sköpum að hugsa þetta vel því ef hallinn á pinion breytist mjög mikið þá getur verið að dragliðurinn á drifskaptinu ráði ekki við alla færsluna og í versta falli þá getur myndast þvingun á drifskaptinu og/eða titringur.

Í mörgum jeppum síðan hefur ekkert verið spáð í þessu og það hefur alveg gengið upp í flestum tilfellum. Þannig að þetta er svolítið spurning með hvað maður er með í höndunum, stutt eða langt drifskapt, stutt eða löng fjöðrun... og kannski líka hvað maður er með mikla fullkomnunaráráttu.

Varðandi halla á stífum þá er auðvitað minni halli alltaf betri. Það er gott að líta á þetta þannig að hásingin hreyfist hluta úr hring, þar sem radíus hringsins er stífurnar. Ef stífa í afturfjöðrun hallar niður frá grind og að hásingu, þá færist hásingin aftar um leið og hún færist ofar. Ef stífan hallaði niður frá hásingu og að grind þá myndi hásingin þurfa að færast fram til þess að færast upp og það gefur augaleið að það er slæmt þegar það er keyrt á einhverja fyrirstöðu.

Að framan er það síðan öfugt. Ef hásingin á að ganga aftur frekar en fram þá ætti stífan að halla niður frá hásingu og að grind.

Hversu mikið stífan á að halla tengist síðan aftur þessu með hring hreyfinguna. Eftir því sem stífan hallar meira, þeim mun meira færist hásingin fram eða aftur þegar bíllinn fjaðrar. Þegar afturhásing hreyfist fram eða aftur við fjöðrun þá beygir bíllinn aðeins að aftan og það getur verið leiðinlegt þegar bíllinn hallar eitthvað t.d. í Kömbunum. Þess vegna er gott að hafa hallann sem minnstan, ég myndi segja helst ekki mikið meiri en 7 gráður.

Ástæðan fyrir því að við viljum síkka þverstífur þegar bílar eru hækkaðir þannig að þær séu því sem næst lágréttar er einmitt að þá færist hásingin sem minnst til hliðanna við fjöðrun.

Síðan er það þetta með það hvort fjöðrunin gangi sundur eða saman... maður getur dottið í alveg svakalega djúpar pælingar með það. Sérstaklega ef það á að reikna dæmið almennilega með tilliti til þyngdarpunkts og blablabla...
Ég sjálfur hef bara reynslu af bílum sem hafa spennt sig saman að aftan við inngjöf og það hefur bara virkað ágætlega. (Patrol 38/44", Econoline 46", Land Cruiser 80/120 44", Hilux 38/44", Scout 38", Wrangler 38"...)
Einhverjir vilja meina að bíll sem spennir sig í sundur að aftan lyfti sér að aftan og setji þá meiri þunga á framhjólin en ég get ekki alveg séð það ganga upp í snjó þegar afturdekkin þrýsta sér þá bara enn neðar í snjóinn.......eins og ég segi, mjöööög djúpar pælingar.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir