Daginn, Var að versla mér Toyota lc 80 og þekki ekkert inná þessa bíla en hann er leiðinlegur að skifta sér í lága drifinu, mér finnst ég þurfa að snúa honum alltof mikið eða ca 2300 sn til að fá hann til að skifta en svo er hann voða fínn í háa drifinu. Einhverjar hugmyndir
Kv Villi
Lc 80 leiðinlegur að skifta sér í lága drifinu
Re: Lc 80 leiðinlegur að skifta sér í lága drifinu
Tölvan fyrir skiptinguna er undir mælaborðinu bílstjóramegin, rétt vm. við stýristúpuna. Inn í hana liggur vír sem gefur tölvunni merki þegar bíllinn er settur í lága drifið og þá fer skiptingin að hegða sér eins og hálfviti, það þarf bara að klippa á þennann vír. Hann er blár með svartri rönd endilangri og silfurlitum doppum á nokkra cm fresti. Vírinn er vm. í tenginu inn á tölvuna og er áttundi vír neðanfrá. Þetta var ekki vandamál í fyrstu árgerðunum af þessum bílum en '93 eða '94 var þetta orðið svona. Pabbi á svona bíl '94 og hann var ókeyrandi í lága drifinu áður en ég klippti á vírinn.
Kv. Freyr
Kv. Freyr
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 445
- Skráður: 01.feb 2010, 00:55
- Fullt nafn: Vilhelm Snær Sævarsson
- Bíltegund: Ford F250 7.3
- Staðsetning: patreksfjörður
Re: Lc 80 leiðinlegur að skifta sér í lága drifinu
Glæsilegt, takk fyrir þetta. Nú fer ég vopnaður skábít út á morgun
Takk takk og gleðileg jól
Kv Villi
Takk takk og gleðileg jól
Kv Villi
Re: Lc 80 leiðinlegur að skifta sér í lága drifinu
þetta er akkúrat svona, er búin að gera þetta í ófáum bílum.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 445
- Skráður: 01.feb 2010, 00:55
- Fullt nafn: Vilhelm Snær Sævarsson
- Bíltegund: Ford F250 7.3
- Staðsetning: patreksfjörður
Re: Lc 80 leiðinlegur að skifta sér í lága drifinu
En vitið þið hvort að það er einhversstaða hægt að fá parta í þessa bíla, vantar eitt og annað í minn
Kv Villi
Kv Villi
Re: Lc 80 leiðinlegur að skifta sér í lága drifinu
Svo er þetta líka spurning um að gefa sér smá tíma og læra á skiptinguna. Þetta snýst allt um kærleiksríkt samband manns og jeppa.
Kjartan í Mosfellsbænum er aðal partasalan fyrir þessa bíla. Auglýsir reglulega á f4x4. Svo er líka möguleiki á að Jamil eigi e-ð.
Kjartan í Mosfellsbænum er aðal partasalan fyrir þessa bíla. Auglýsir reglulega á f4x4. Svo er líka möguleiki á að Jamil eigi e-ð.
Re: Lc 80 leiðinlegur að skifta sér í lága drifinu
Ég hef verið mikið á svona bíl 94árg á 44". Ég hef einhvern vegin vanist þessu þegar maður er í lága á fjöllum. Hann er jú hastur á milli gíra og það þarf að snúa honum aðeins til að hann skipti sér, ég hef vanið mig á að gefa hressilega inn slaka svo á gjöfinni og gefa svo snöggt inn aftur. Þá skiptir hann sér. Þetta er líka ákveðinn kostur í þungu færi og fara upp brekkur að bíllinn sé ekki að skipta sér niður þegar hann er kominn á snúning.
En ég er alveg til í að prófa að klippa vírinn og sjá hvernig hann hegðar sér, er ekki í lagi að tengja vírinn svo aftur ef ég vil??
En ég er alveg til í að prófa að klippa vírinn og sjá hvernig hann hegðar sér, er ekki í lagi að tengja vírinn svo aftur ef ég vil??
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Lc 80 leiðinlegur að skifta sér í lága drifinu
Ef ég væri í þessum sporum þá mundi ég bara hafa nettan rofa á þessu undir mælaborðinu þó hann sé dinglandi eða teipaður við lúmmið. Færð netta og góða rofa í íhlutum skipholti.
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 445
- Skráður: 01.feb 2010, 00:55
- Fullt nafn: Vilhelm Snær Sævarsson
- Bíltegund: Ford F250 7.3
- Staðsetning: patreksfjörður
Re: Lc 80 leiðinlegur að skifta sér í lága drifinu
Búinn að klippa á vírinn og þvílík snilld, Skiftir sér um leið og dúnamjúk skifting. Enn og aftur, Takk fyrir allir og gleðileg jól
Kv Villi
Kv Villi
Re: Lc 80 leiðinlegur að skifta sér í lága drifinu
já þetta gerir góðan bíl enn betri, hvað er það sem þig vantar helst, boddyhluti eða eitthvað annað, veit um svona bíl í niðurrifi.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 445
- Skráður: 01.feb 2010, 00:55
- Fullt nafn: Vilhelm Snær Sævarsson
- Bíltegund: Ford F250 7.3
- Staðsetning: patreksfjörður
Re: Lc 80 leiðinlegur að skifta sér í lága drifinu
Sæll, mig vantar bílstjórasætið, stöngina á skiftinguna(komið gat á leðrið) ,takkabrakketið í bílstjórahurðina og svo hugsanlega rúðuupphalarana með mótor og alles, á eftir að ath hvað er að þessu hjá mér, allar rúður rosalega stífar. Þetta er svona það sem ég veit um í augnablikinu
Kv Villi
Kv Villi
Re: Lc 80 leiðinlegur að skifta sér í lága drifinu
villi wrote:[b] allar rúður rosalega stífar
Kv Villi
Klassískt. Þetta er svona hjá mér líka.. Er þetta í öllum 80 bílum? Er hægt að laga þetta eitthvað eða er það bara nýr mótor
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -
Re: Lc 80 leiðinlegur að skifta sér í lága drifinu
Það er ekkert að því að tengja vírinn aftur ef menn vilja eða setja rofa á hann, skiptir engu máli. Það eina sem þessi vír gerir er að koma því til skila í ssk. tölvuna að hann sé kominn í lága drifið, með því að klippa hann heldur tölvan bara að hann sé alltaf í háa.
Varðandi upphalarana þá eru þeir meiriháttar drasl í þessum bílum. Jafnvel með nýjum mótor og þéttikönntum virkar þetta samt ekki sérlega vel.
Varðandi upphalarana þá eru þeir meiriháttar drasl í þessum bílum. Jafnvel með nýjum mótor og þéttikönntum virkar þetta samt ekki sérlega vel.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 445
- Skráður: 01.feb 2010, 00:55
- Fullt nafn: Vilhelm Snær Sævarsson
- Bíltegund: Ford F250 7.3
- Staðsetning: patreksfjörður
Re: Lc 80 leiðinlegur að skifta sér í lága drifinu
Ég fer nú að efast um slagorðið hjá toyota umboðinu "toyota, tákn um gæði" :)
Re: Lc 80 leiðinlegur að skifta sér í lága drifinu
Hvað er að bílnum hjá þér Villi minn
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur