Síða 1 af 1

Vélarskipti í Cherokee

Posted: 13.des 2011, 23:53
frá andrig
Góða kvöldið.
Var að fjárfesta í 2 Cherokee-um annar er 90'árg er Ekki high output(vélin ónýt). en hinn er 91'árg High Output(ætla að nota vélina úr þessum). Báðar vélarnar eru 6cyl 4.0L

Þegar að við vorum búnir að rífa vélarnar úr báðum bílunum, tökum við eftir því að þær eru ekki nákvæmlega eins, s.s öll tengi og svoleiðis á vélunum, einnig er vélartölva í HO bílnum, ekki hinum..
Er ekki til einhver góð leið til að mixa þessu saman?
Ef einhver þekkir þetta þá má hann endilega annaðhvort posta hingað inn eða bjalla í mig í síma: 661-1310

Re: Vélarskipti í Cherokee

Posted: 14.des 2011, 00:34
frá ellisnorra
Ég dundaði mér einmitt í svona skemmtilegheitum fyrir nærri þremur árum síðan.
Myndasíða hér http://elliofur.123.is/album/default.aspx?aid=132534

Þetta var afskaplega mikil vinna, en feikiskemmtileg til þess að gera þegar ég fann útúr þjófavörninni.
Þú þarft að rekja allt rafkerfið úr HO bílnum og setja í hinn bílinn, það er nú ekki flóknara en það!
Passaðu bara að merkja alla enda saman sem þú klippir, helst að finna hvað vírinn gerir og glósa niður á blað. Þegar ég geri þetta þá set ég hvítt (eða einhvernveginn ljóst) teip á endan á vírnum í svona fána eins og sést á myndunum og merki með númeri. Síðan skrifa ég númer og tilgang á blaðið góða. Ef þetta er ekki gert er hætt við að allt fari í fokk við samsetningu.
Ég safnaði saman teikningapakka um þetta og hann er hérna einhverstaðar á spjallinu, notaðu leitina bara. Mig minnir að Andri Óskar hafi hýst þetta einhverstaðar þannig að það ætti að vera aðgengilegt.
Ef þú ert sæmilega rafmagnslæs, byrjaðu þá bara á þessu og ég skal reyna mitt besta til að leiðbeina þér ef þú lendir í veseni.

Re: Vélarskipti í Cherokee

Posted: 14.des 2011, 00:36
frá Kiddi
Ég er 99% viss um að þú getir notað allt dótið utan af eldri vélinni á yngri vélina, og þá þarftu ekkert að eiga við rafkerfið.
Eina vafaatriðið er bank-skynjarinn (knock sensor), en hann er á '90 vélinni en ekki '91. Hann skrúfast í blokkina rétt hjá mótorfestingunni bílstjóramegin. Ég man bara ekki hvort það er gert ráð fyrir honum í High-output vélinni.

Ég skil ekki alveg hvað þú átt við með að það sé vélartölva í '91 bílnum en ekki hinum? Það ætti að vera tölva í þeim báðum nema hún hafi verið tekin úr...

Re: Vélarskipti í Cherokee

Posted: 14.des 2011, 01:19
frá Stebbi
Kiddi wrote:Ég er 99% viss um að þú getir notað allt dótið utan af eldri vélinni á yngri vélina, og þá þarftu ekkert að eiga við rafkerfið.
Eina vafaatriðið er bank-skynjarinn (knock sensor), en hann er á '90 vélinni en ekki '91. Hann skrúfast í blokkina rétt hjá mótorfestingunni bílstjóramegin. Ég man bara ekki hvort það er gert ráð fyrir honum í High-output vélinni.

Ég skil ekki alveg hvað þú átt við með að það sé vélartölva í '91 bílnum en ekki hinum? Það ætti að vera tölva í þeim báðum nema hún hafi verið tekin úr...


Er ekki gamla vélin með Renix rafkerfi og nýja með J-tec tölvu. Ef það á að færa HO vélina yfir og halda hestöflunum þá verður vélatölvan og rafkerfið að koma með, að færa innspýtingu og annað af gömlu vélinin yfir á þá yngri er tímasóun og jafn gott að laga þá bara þessa gömlu til og spara sér vesenið.
Er ekki bara einfaldast að færa allt rafkerfið úr nýrri bílnum yfir í þann gamla án þess að vera að klippa á einhverja víra og splæsa saman. Þá ættirðu líka að losna við stóra plöggið í hvalbaknum sem á það til að tærast og valda vandræðum.

Re: Vélarskipti í Cherokee

Posted: 14.des 2011, 01:22
frá Kiddi
Þú meinar semsagt að það sé tímasóun að færa skynjara, soggrein og pústgrein á milli? Klukkutíma vinna?

Re: Vélarskipti í Cherokee

Posted: 14.des 2011, 01:27
frá Freyr
Vélartölvan í gamla bílnum er utaná miðjustokknum, ofan við inngjöfina.

Re: Vélarskipti í Cherokee

Posted: 14.des 2011, 01:30
frá Freyr
Greinarnar passa ekki á milli hedda af 87-90 vélunum og '91+ high output (portin standast ekki á, pakkningarnar á greinarnar eru töluvert ólíkar) það þarf að færa heddið á milli líka til að þetta gangi upp.

Re: Vélarskipti í Cherokee

Posted: 14.des 2011, 09:22
frá ellisnorra

Re: Vélarskipti í Cherokee

Posted: 21.des 2011, 19:07
frá andrig
góðan daginn.
við fórum auðveldu leiðina í þessu máli og færðum allt af ónýtu vélinni yfir á heiluvélina.
En bíllinn er að eyða alveg svakalega, keyrði innanbæjar 100km og hann var að fara með 30L á þeim rúnt, það getur seint talist eðlilegt.
Kann einhver skýringar á þessu?