Síða 1 af 1

Grand Cherokee (2006 - 20xx) Breyting?

Posted: 13.des 2011, 13:52
frá JoiVidd
Hvernig er það, er nýji grandinn á hásingu að framan?
Var að spá hvort það væri eitthvað mál að breita honum?
er búið að breyta einhverjum svona bíl? ef já, fyrir hversu strór dekk?
er einhver sem getur svarað mér?

Re: Grand Cherokee (2006 - 20xx) Breyting?

Posted: 13.des 2011, 18:36
frá elfar94
nýi grandinn er með klafar að framan, ég held að þeir hjá bíljöfur hafi eitthvað hækkað nýu grandana, mæli með að tala við þá, þeir ættu allavena að vita hvort það sé mikið mál að breyta þeim

Re: Grand Cherokee (2006 - 20xx) Breyting?

Posted: 13.des 2011, 18:52
frá Kiddi
Það hlýtur að mega breyta þessu eins og öðru, þó þetta sé komið á sjálfstæða fjöðrun að framan.
Aðallega spurning hversu erfitt er að koma hjólunum fyrir að framan, nú er framhurðin komin ansi nálægt þeim. Eins með styrkinn í framfjöðruninni, en það er til alls konar dót úti sem gæti leyst það. Ég gæti t.d. trúað að álliðhúsin myndu bogna heldur fljótt en það eru til lengri og sterkari liðhús, sem þá bæði síkka klafana niður og eru vonandi sterkari. Ef það er hægt að færa klafana niður og fram eins og í Toyota þá hlýtur þetta að vera framkvæmanlegt...

Re: Grand Cherokee (2006 - 20xx) Breyting?

Posted: 13.des 2011, 21:38
frá juddi
Röra draslið

Re: Grand Cherokee (2006 - 20xx) Breyting?

Posted: 13.des 2011, 23:02
frá bogith
Þessi er nokkuð flottur

Re: Grand Cherokee (2006 - 20xx) Breyting?

Posted: 13.des 2011, 23:11
frá HaffiTopp
Þessi allra nýjasti er á klöfum að afan og framan og kemur jafnvel á loftpúðum líka svo best ég veit.
Kv. Haffi

Re: Grand Cherokee (2005 - 20xx) Breyting?

Posted: 13.des 2011, 23:41
frá H D McKinstry
Það er hægt að breyta þessu eins og öllu öðru.

Og það eru til ýmsar bolt-on lausnir eins og kaninn er svo hrifinn af. Það er t.d. einn hérna heima hækkaður með svona bolt-on kitti sem færir alla fjöðrun niður, nokkuð vel útfært meira að segja.

Re: Grand Cherokee (2005 - 20xx) Breyting?

Posted: 14.des 2011, 10:12
frá JoiVidd
H D McKinstry wrote:Það er hægt að breyta þessu eins og öllu öðru.

Og það eru til ýmsar bolt-on lausnir eins og kaninn er svo hrifinn af. Það er t.d. einn hérna heima hækkaður með svona bolt-on kitti sem færir alla fjöðrun niður, nokkuð vel útfært meira að segja.

Svo hlítur að þurfa að færa þetta líka slatta framar að frama líka..

Re: Grand Cherokee (2006 - 20xx) Breyting?

Posted: 14.des 2011, 12:33
frá ivar
Ég hef áhuga á að láta breyta svona bíl á 38, hugsanlega 44.
Stoppa alltaf og hika þar sem ég er hræddur við styrkinn í bílnum og hvaða hásingar færu vel saman með þessu og hvort hann yrði kjánalega hár ef hann yrði hásingavæddur.
Þá væri ég alltaf að hugsa um 5,7l bílinn.

Er ekki einhver ykkar cherokee snillinganna sem hefði áhuga á að ríða á vaðið? Amk skoða þetta og gera sér upp verðhugmynd :)

Re: Grand Cherokee (2006 - 20xx) Breyting?

Posted: 14.des 2011, 12:37
frá Dodge
Helsti gallinn í þessum nýju mopar vögnum er að efri klafinn er lengst uppí rassgati og efri spindillinn þannig staðsettur að hann mundi standa inní mitt dekkið, allavega held ég að það sé þannig í cherokee eins og raminum.

Td. í raminum hjá mér þarf spacer undir framfelgurnar svo 35" dekkin rekist ekki í spindilinn.

En það hlítur að meiga redda þessu eins og öðru.

Re: Grand Cherokee (2006 - 20xx) Breyting?

Posted: 16.des 2011, 00:03
frá -Hjalti-
.

Re: Grand Cherokee (2006 - 20xx) Breyting?

Posted: 16.des 2011, 19:46
frá -Hjalti-
ivar wrote:Ég hef áhuga á að láta breyta svona bíl á 38, hugsanlega 44.
Stoppa alltaf og hika þar sem ég er hræddur við styrkinn í bílnum og hvaða hásingar færu vel saman með þessu og hvort hann yrði kjánalega hár ef hann yrði hásingavæddur.
Þá væri ég alltaf að hugsa um 5,7l bílinn.

Er ekki einhver ykkar cherokee snillinganna sem hefði áhuga á að ríða á vaðið? Amk skoða þetta og gera sér upp verðhugmynd :)


5.7 er bara prump miðavið 6.1 hemi.. ef það á að fara í það að smíða eitthvað tæki úr nýjum grand afhverju þá ekki að fara í sterkasta kramið. Og svo er verðmunurin ekki svo mikill á 05-06 5.7 og 6.1 bílunum

Ég vil sjá röraðan 44" SRT8 Grand

[youtube]9I-CroRQz3c[/youtube]

Re: Grand Cherokee (2006 - 20xx) Breyting?

Posted: 16.des 2011, 20:32
frá jeepson
Hmm 44" grand með 6.1 hemi. Það gæti nú verið hellvíti skemtilegt leiktæki.

Re: Grand Cherokee (2006 - 20xx) Breyting?

Posted: 16.des 2011, 23:44
frá Gulli J
Er með 2005 grand 5,7L á 33" lift upp um 10cm af Kjartani í mosó, er sagt að ekkert vit sé í að reyna að koma 38 undir hann.
En geggjaður ferða og veiðibíll, er svo með 107 L aukatank undir honum og websto miðstöð og gott svefnpláss fyrir 2.
Kjartan er sérfræðingurinn í þessum bílum.