Síða 1 af 1

Spíssar og dísur

Posted: 11.des 2011, 23:30
frá TF3HTH
Hverjir taka/gera upp dísur/spíssa í dísilvélum? Hvað kostar svona aðgerð (m.v. 6 stykki)?

-haffi

Re: Spíssar og dísur

Posted: 12.des 2011, 00:04
frá jeepcj7
Blossi Framtak
Kistufell
Vélaland Þ.Jónsson

Og örugglega fleiri

Re: Spíssar og dísur

Posted: 12.des 2011, 00:26
frá Kalli
um 50 þúsund :O(

Re: Spíssar og dísur

Posted: 12.des 2011, 01:05
frá jeepson
Ég lét kistufell fara yfir spíssa í diesel benz sem að ég átti og borgaði að mig minnir 27þús fyrir það. Það var reyndar 2009. En þeir hreinsuðu bara dísurnar og þrýsti prufuðu.

Re: Spíssar og dísur

Posted: 13.des 2011, 22:31
frá TF3HTH
Kalli wrote:um 50 þúsund :O(


Hvað er innifalið í þessu? Tókstu þá sjálfur úr? Var skipt um spíssana? Bara hreinsað og stillt?

takk,

-haffi

Re: Spíssar og dísur

Posted: 14.des 2011, 11:15
frá Kalli
TF3HTH wrote:
Kalli wrote:um 50 þúsund :O(


Hvað er innifalið í þessu? Tókstu þá sjálfur úr? Var skipt um spíssana? Bara hreinsað og stillt?

takk,

-haffi

Já ég tók sjálfur úr, það var skift um Dísurnar -Þéttingar og Spíssaþéttingar.

Þú getur sent fyrirspurn á Kistufell hvað það mun kosta.
http://kistufell.is/index.php?option=co ... 48&lang=is
kv. Kalli

Re: Spíssar og dísur

Posted: 06.jan 2012, 22:16
frá 7,3iditdi
keypti alla 8 spissana í 7,3 hjá mér 30 kall það eru uppteknir spissar frá usa

Re: Spíssar og dísur

Posted: 07.jan 2012, 10:49
frá peturin
Sæll
Er með LC 80 og tók upp spíssa í mars 2011
Ég tók sjálfur úr og kom þeim fyrir aftur, Blossi fór yfir þær, skipta þurfti um allar dísur.
Þetta kostaði 90.000.
Kv PI

Re: Spíssar og dísur

Posted: 07.jan 2012, 13:15
frá TF3HTH
90þús já sæll. Það er hægt að kaupa komplett sett af nýjum á ebay á 260 pund (~50þús) með sendingakostnaði. Veit einhver hvað vörugjald/tollur er af svona varahlutum?

-haffi

Re: Spíssar og dísur

Posted: 07.jan 2012, 13:36
frá 7,3iditdi
reiknivél a tollur.is það er bara vsk á flesta vélahluti

Re: Spíssar og dísur

Posted: 07.jan 2012, 13:50
frá Startarinn
Til að vera öruggur þá reikna ég alltaf 10% ofaná, það er 10% tollur af flestu nema vélavarahlutum, en svo eru kerti sér á báti en það eru 20% vörugjöld á þeim (tollur með fínna nafni).

Ég reikna þetta yfirleitt svona: ((kaupverð+sendingarkostnaður)*1,1)*1.255 við þetta bætist svo 550 kr í tollskýrslugerð hjá póstinum