Síða 1 af 1

8" toyotu drif

Posted: 08.apr 2010, 15:34
frá Snæland
Sælir félagar.

Getið þið sagt mér mismuninn, ef einhver er, á 8" toyotu drifi vs. 8" turbo/V6 toyotu drifi. Google segir mér að venjulega 8" drifið sé með 2-pinion carrier (case) en 8" turbo/V6 sé með 4-pinion carrier (case).

Passa læsingar á milli þessara drifa? Ég hef séð að vörunúmerin fyrir ákveðna læsingu er ekki það sama fyrir þessi tvö mismunandi drif. Hins vegar hef ég ekki heyrt neitt annað frá nokkrum fróðum mönnum að þetta eigi að passa á milli..

Re: 8" toyotu drif

Posted: 08.apr 2010, 17:33
frá jeepcj7
Ef ég man rétt þá eru misstórar hliðarlegur á þessi drif og eins að mig minnir á orginal raflásinn,en þetta notar sama hlutfall og sömu öxlar ganga í þetta ef ég man þetta rétt. :)