Síða 1 af 1

Sjálfstæð fjörðun

Posted: 06.des 2011, 13:55
frá Hjörturinn
Daginn.

Langaði að forvitnast hvort menn vissu til þess að einhver hefði smíðað sjálfstæða fjöðrun undir jeppa á klakanum?

Ekki á einhver myndir af bílnum hjá Halla P þegar hann var með þannig búnaði?

-Hjörtur

Re: Sjálfstæð fjörðun

Posted: 06.des 2011, 15:37
frá HaffiTopp
Ekki veit ég hvað þú meinar með fjöRðun, kannski sjálfvirkur búnaður sem lætur vita þegar maður er farinn að nálgast firði eða álíka, en ef þú ert að meina bílinn sem var í torfærunni (Mussoinn sem var með v6 vélinni og klafa að aftan og framan) þá held ég að það myndi lítið ganga á fjallajeppa í snjóakstur þar sem sú fjöðrun virtist vera ansi stíf og slagstutt þótt klafarnir væri ansi langir. En hvað veit ég um þetta, var svo ungur þegar þetta var hvað mest í sjónvarpinu hérna áður fyrr :D
Kv. Haffi

Re: Sjálfstæð fjörðun

Posted: 06.des 2011, 16:13
frá Forsetinn
Ertu þá að meina svona fjöðrun?

[youtube]7TB02gkgTCI[/youtube]

Re: Sjálfstæð fjörðun

Posted: 06.des 2011, 19:21
frá juddi
Bíllin hans Halla P var með heila hásingu að aftan

Re: Sjálfstæð fjörðun

Posted: 06.des 2011, 19:49
frá Hjörturinn
Sælir, en ég skil ekki hvað þið eruð að tala um fjöðrun því augljóslega var ég að spyrja um fjörðun (enda stendur það í titlinum).

En fyrst við erum byrjaðir að tala um fjöðrun já er ég að tala um eins og tacoman er með að framan (sem og eiginlega allir nýjir jeppar í dag). Með bílinn hjá Halla (mussoinn) þá langaði mér að sjá útfærsluna, stífleiki fjöðrunarinnar er svo annað mál og hægt að eiga við með réttum gormum osfrv.

Skil bara ekki afhverju enginn hefur gert þetta (að mér vitandi) þar sem svona búnaður bíður upp á töluvert betri fjöðrun en hásing og þá vill ég ekki fara að þræta um hvort drífi meira.

Eina sem ég er búinn að finna er þessi http://www.4wheeloffroad.com/brandpages/chevy/131_0306_evan_walker_chevrolet_s10/index.html en hann er með trailing arm útfærslu, væri til í að sjá double A-arm dæmi.
Jú svo og glussabílinn sem getur teygt sig í allar áttir en það er varla fjörðun.

Re: Sjálfstæð fjörðun

Posted: 06.des 2011, 20:05
frá s.f
er ekki pajero á svona fjöðrun bæði að framan og aftan

Re: Sjálfstæð fjörðun

Posted: 06.des 2011, 20:30
frá Grímur Gísla
Subaru 1800 voru með sjálfstæða fjöðrun að aftan :-)) , Austin Gipsy var með flexitorafjöðrun bæði aftan og framan, reyndist ekki vel þar sem ekki voru notaðir kúluliðir og demparar voru rusl á þeim tíma.

Re: Sjálfstæð fjörðun

Posted: 06.des 2011, 20:34
frá Stebbi
Hjörturinn wrote: væri til í að sjá double A-arm dæmi.


Double wishbone ku það heita.

Re: Sjálfstæð fjörðun

Posted: 06.des 2011, 20:47
frá Forsetinn
Þessi Tacoma er ekki með orginal fjöðrun, mér skilst að búið sé að smíða upp aftasta hluta grindar. Setja 9.5" drif að framan og aftan, öxlar úr 120cruiser. Og FOX dempara eða Öhlins hvað sem þetta heitir nú samt.

Heyrði að travel á bæði fram og aftur væri í kringum 40-50cm.

Re: Sjálfstæð fjörðun

Posted: 06.des 2011, 21:20
frá Baldur Pálsson
Hér er alvöru fjöðrun :0) http://www.gocms.com/

Re: Sjálfstæð fjörðun

Posted: 06.des 2011, 21:20
frá Stebbi
Það sést vel í vídeoinu á 0:38 hvað öll þessi fjöðrun skiptir máli þegar það kemur CJ2 með heimasmíðað 4 link og stingur mann af.

Það geta ekki allir jeppar verið eins og JEEP þó þeir sér sérsmíðaðir frá framstuðara og aftur fyrir númersljós. :)

Re: Sjálfstæð fjörðun

Posted: 06.des 2011, 21:21
frá Baldur Pálsson

Re: Sjálfstæð fjörðun

Posted: 06.des 2011, 22:36
frá Hjörturinn
Double wishbone ku það heita.

Reyndar er bæði alveg rétt, þeir nota A arm meira hérna í Svíþjóð, held að wishbone heitið sé meira í USA.

En það væri mjög skemtilegt ef einhver lumar á myndum af einhverjum bílum með svona búnaði, gæti verið skemtilegt að smíða svona undir bíl, þó það væri dýrt.

Re: Sjálfstæð fjörðun

Posted: 07.des 2011, 01:11
frá Forsetinn
svopni wrote:Tacoman er líka á heilli hásingu að aftan með A stífu er það ekki?


Nei 9.5" drif og styrktir framöxlar úr 120 cruiser

Re: Sjálfstæð fjörðun

Posted: 07.des 2011, 04:56
frá arniph
Forsetinn wrote:
svopni wrote:Tacoman er líka á heilli hásingu að aftan með A stífu er það ekki?


Nei 9.5" drif og styrktir framöxlar úr 120 cruiser


Hann er bara víst á hásingu að aftan, meiraðsegja smíðuð úr Hardox með rörin "off center" við navin og drifkúluna og meiri flottheit.

Re: Sjálfstæð fjörðun

Posted: 07.des 2011, 09:38
frá StebbiHö
Fæ ekki betur séð á þessu videói að það sé hásing undir þessum bíl, úr hverju hún er smíðuð veit ég ekki og hann virkar svo sem, greinilega samt ekki betur en gamli Willis með v8! En hvað um það þá sýnist mér þessi bíll vera ansi magnaður, sjálfstæð fjöðrun hefur ekki verið mikið áhugamál hjá mér en hef samt horft annaðslagið á Baja keppnina og það eru menn sko að fá sjálfstæða fjöðrun virka, hvort hún myndi virka í Íslenskum fjallajeppa sem smiðaður er til snjóaksturs veit ég ekki, en kanski, einhver þarf kanski að taka sig til og prófa.

Re: Sjálfstæð fjörðun

Posted: 07.des 2011, 10:45
frá Forsetinn
Verð að éta þetta ofaní mig, hef ekki skoðað þennan bíl.... en þekkti gaur sem var að vinna með honum þegar þetta var á teikniborðinu og þá stóð til að græja þetta með sjálfstæða allan hringinn.....

Re: Sjálfstæð fjörðun

Posted: 07.des 2011, 12:12
frá HaffiTopp
http://www.torfæra.is/spjall/viewtopic.php?t=628&postdays=0&postorder=asc&start=0
Kv. Haffi

Re: Sjálfstæð fjörðun

Posted: 07.des 2011, 14:17
frá Hjörturinn
http://www.torfæra.is/spjall/viewtopic.php?t=628&postdays=0&postorder=asc&start=0


Takk fyrir þetta, virðist vera bara nokkuð hefðbundin "buggy" fjöðrun.

Veit einhver hvaða búnað hann var með í þessu?
Öxlar vafalaust sérsmíðaðir en hvað með drif og annað?

En hvernig hafa pajeroarnir verið að koma út? t.d. þessi brúni sem frv. formaður 4x4 átti (minnir mig)

Það geta ekki allir jeppar verið eins og JEEP þó þeir sér sérsmíðaðir frá framstuðara og aftur fyrir númersljós. :)

Svo má reyndar ekki gleyma að 95% JEEP bíla (þá willys aðallega) eru ekki JEEP nema fyrir skúffuna, ef það er þá svo gott...

En annars held ég að aflið hafi skipt sköpum þarna með þennan gamla willys, án þess að vita hvaða rella sé í honum, þessi tacoma væri flott með 8 gata eða blower svona til að vera á par við kramið.

Re: Sjálfstæð fjörðun

Posted: 07.des 2011, 15:20
frá Hjörturinn

Re: Sjálfstæð fjörðun

Posted: 07.des 2011, 16:48
frá arnargunn
Veit nú ekki betur en að HalliP sjálfur sé þarna á þessum 8cyl willis i videoinu...

Re: Sjálfstæð fjörðun

Posted: 07.des 2011, 17:17
frá elfar94
http://www.youtube.com/watch?v=WaoFzTVQcUs þetta finnst mér andskoti sniðug útfærsla, ég held að dempararnir séu stillanlegir og ef ég man rétt þá las ég e'rstaðar að öxlarnir eru pendúlöxlar úr tatra trukkum

Re: Sjálfstæð fjörðun

Posted: 07.des 2011, 17:56
frá Stebbi
Hjörturinn wrote:Svo má reyndar ekki gleyma að 95% JEEP bíla (þá willys aðallega) eru ekki JEEP nema fyrir skúffuna, ef það er þá svo gott...

En annars held ég að aflið hafi skipt sköpum þarna með þennan gamla willys, án þess að vita hvaða rella sé í honum, þessi tacoma væri flott með 8 gata eða blower svona til að vera á par við kramið.


Í þessum gamla willy's er bara eldgömul 350 og handskiptibúnaður með langri stöng og hann er Jeep alla leið að vélini undanskildri. Svo hjálpar alltaf til að vera með torfæruhetju Íslands undir stýri.

Re: Sjálfstæð fjörðun

Posted: 07.des 2011, 18:01
frá Hjörturinn
Svo hjálpar alltaf til að vera með torfæruhetju Íslands undir stýri.

Já það skemmir ekki.

En annars finnst mér þessi Gocms fjöðrunarbúnaður virka eitthvað svo pjáturslegur, en örugglega mjög gott að hafa möguleikann á að hækka bílinn, til að ná sér upp úr festum, sérstaklega með svona búnað, skiptir ekki öllu með hásingu.

Veit einhver hvað væri sniðugt að nota sem drif í einhverja svona útfærslu? Hef bara ekki legið nógu mikið undir nýlegum bílum með IFS til að vera mjög dómbær á það (varðandi styrk og fleira)

Re: Sjálfstæð fjörðun

Posted: 07.des 2011, 19:33
frá nobrks
Stebbi wrote:Í þessum gamla willy's er bara eldgömul 350 og handskiptibúnaður með langri stöng og hann er Jeep alla leið að vélini undanskildri. Svo hjálpar alltaf til að vera með torfæruhetju Íslands undir stýri.


Það má vera að blokkin sé gömul, en innihaldið og toppstykkin eru í fínni kantinum. man nú ekki hversu mörg hö, en þau eru yfir 300.
.
Hjörtur: Pajero drifin væru tilvalin í svona smíði, afturdrifið um 10" g framdrifið í tæplega 9", en það er líka hægt að kaupa Dana kögla ætlaða í svona smíði.

Re: Sjálfstæð fjörðun

Posted: 08.des 2011, 12:14
frá Hjörturinn
Hjörtur: Pajero drifin væru tilvalin í svona smíði, afturdrifið um 10" g framdrifið í tæplega 9", en það er líka hægt að kaupa Dana kögla ætlaða í svona smíði.


Grunaði einmitt að Pajero gæti verið svarið við þessu, enda einn af fáum sem eru með sjálfstæða að aftan.
Eru öxlarnir í þeim bílum alveg að standa sig með 44" á ytri endanum?

Re: Sjálfstæð fjörðun

Posted: 08.des 2011, 16:50
frá Hjörturinn
Það leyndist mikil fróðleikur á pirate eins og fyrri daginn um þessi mál..

Image
Image
Image

http://s1008.photobucket.com/albums/af204/OCB521/

Gaman aðessu

Re: Sjálfstæð fjörðun

Posted: 08.des 2011, 19:57
frá nobrks
Hjörturinn wrote:Grunaði einmitt að Pajero gæti verið svarið við þessu, enda einn af fáum sem eru með sjálfstæða að aftan.
Eru öxlarnir í þeim bílum alveg að standa sig með 44" á ytri endanum?


Eftir því sem ég best veit þá heldur þetta meira og minna kjafti, en öxlarnir þola takmarkaðan halla, og voru einhverjir öxlar að fara í tíma og ótíma á fyrstu breyttu bílunum.
Pajero Aftermarket hjólalega 27þ öxull 60þ(eða dýrari).

Þess vegna var gaman að sjá að það eru kominn fullorðins CV á markað í Walker evans þræðinum að ofan, annars virðarst menn vera mikið að nota "porsche" sexkúluliði, rillaðir að innan og boltadeiling að utan. (finnur þá á flestum usa jeppasíðum, er nefndir eftir þrem tölstöfum 904 eða álíka).

Svo er Renniverkstæði Smára (Skerpa) komið m CAM stýringu á rillingarvélina sína, svo sérsmíðaðir öxlar hafa vonandi lækkað eitthvað í verði, en öxlar frá Smára eru tildæmis að framan í MEGAS.

Re: Sjálfstæð fjörðun

Posted: 09.des 2011, 20:08
frá elfar94
http://www.youtube.com/watch?v=_3JdYfzOBBE hér er myndband frá því að musso-inn hjá halla var með klafar

Re: Sjálfstæð fjörðun

Posted: 09.des 2011, 21:05
frá fordson
þegar Halli Pé var með klafana þá var frammendin oft að fara ofan í jörðina og við það kom jarðvegsgusa yfir bílinn og inn í bílin og yfir ökumannin