Síða 1 af 1

Subaru Bremsur

Posted: 01.des 2011, 17:20
frá arni87
Nú er ég að fara að skifta um bremsur að aftan hjá mér.

Ég er búinn að fynna gamlar Subaru bremsudælur sem ég get fengið fyrir lítið.
Er hægt að fá einhverja varahluti í þetta, og hvar.

Hvaða subaru dælur eru heppilegastar í svona verkefni, þær verða að aftan og þurfa að vera með handbremsu.

Re: Subaru Bremsur

Posted: 01.des 2011, 18:38
frá Sævar Örn
Subaru Leone(1800) 1985-1992 frambremsudælur. (handbremsan er að framan í súbbanum)

Re: Subaru Bremsur

Posted: 02.des 2011, 08:45
frá arni87
Hvar eru menn að fá uppgerðarsett í þessar dælur og eru ekki fleyri með eithvað að segja um þetta.

Þetta er úr gömlum Subaru 1800 sem ég fæ.

Re: Subaru Bremsur

Posted: 02.des 2011, 11:02
frá gaz69m
var að skoða ebay um dagin og þá fann ég viðgerðarsett í allskinsbremsudælur , hef meðal annars fengið svoleiðis í rússneskan fonrbíl sem ég á og hann var smíðaður 1965 þannig að þú ættir að finna í subaru sem er mun yngri bíll

Re: Subaru Bremsur

Posted: 02.des 2011, 12:25
frá Sævar Örn
Ég fékk þéttihring og drullugúmísett í subaru 1800 dælurnar mínar í N1, það gæti svosem velverið að það hafi verið af einhverjum gömlum bilanaust lager og sé ekki lengur í pöntun, en svo gæti þetta líka verið sama upptektarsett og í einhverjum öðrum dælum. Bara hringja og spyrja, var ekkert mál hjá mér til á lager og kostaði kringum 3000 kallinn