Síða 1 af 1

Loftkerfi

Posted: 06.apr 2010, 22:52
frá JonHrafn
Jæja , þá er AC dælan komin í hús og við ætlum að skella okkur í að smíða alvöru loftkerfi og hvíla blessuðu rafmagnsdæluna.

Núna stendur á dælunni 200-400psi pressure. Hvað eru menn að keyra upp háan þrýsting á loftkerfin? Veit að maður stýrir því bara með útsláttarofa sem klippir á strauminn í dæluna við fyrirfram ákveðin þrýsting. Hef lesið 100-120psi,, er það bara málið?

Við eigum 10-15lítra kút sem við ætlum að nota og vera með hraðtengi að framan og aftan. Hvar er best að versla efnið í þetta? Er ekki algert must að vera með smurglas á AC dæluna og rakaskilju líka á kerfinu?

Ef einhver er nýlega búinn að þessu, hvað er svona pakki að kosta að undanskildu dælunni og kút.

Re: Loftkerfi

Posted: 08.apr 2010, 15:24
frá HaffiTopp
..

Re: Loftkerfi

Posted: 08.apr 2010, 15:46
frá Polarbear
menn hafa yfirleitt haldið sig við 100 psi.

fyrir því eru nokkrar góðar ástæður, m.a. að hlutir eins og ARB loftlæsingar og þessháttar keyrir á 100psi (s.s. 80-110 psi er rated pressure) og kútar og slíkt eru yfirleitt ekki gerðir fyrir mikið meiri þrýsting. Menn eru oft að nota gömul slökkvitæki og þessháttar og þau eru yfirleitt gerð fyrir 14 bör (sem eru reyndar um 200 psi) en það er líka max pressure. þú þyrftir að nota þrýstiminnkara ef þú ætlaðir að nota 200 psi kút á móti læsingum sem eru gerðar fyrir 100 psi t.d.

því meiri þrýstingur sem er á kerfinu, því meiri hætta er á veseni og óþægilegum sprengingum. það er líka staðreynd að því minni þrýsting sem þú lætur þessi grey vera að erfiða á, því lengur endist þetta.

Ekki gleyma að hafa dáldið sverar lagnir frá dæluni í kútinn og þú verður að vera með einstefnuloka á milli kúts og dælu því þessar vængjadælur prumpa bara loftinu út aftur ef þú ert ekki með þannig. (eða það er allavega mín reynsla)

Re: Loftkerfi

Posted: 08.apr 2010, 19:20
frá JonHrafn
Allt fróðlegir punktar. Geri mér ferð í borg óttans á morgun og heimsæki strákana í Barka.

Re: Loftkerfi

Posted: 08.apr 2010, 21:09
frá arnisam
Settu endilega inn hvað kemur út úr þeirri heimsókn vinur, er einmitt að spá svolítið í þessu sjálfur.

Re: Loftkerfi

Posted: 09.apr 2010, 23:08
frá JonHrafn
Jæja þá er maður búinn að fara og versla það sem þurfti til að klára setja kerfið upp.

Image

Ég púslaði þessu saman í ganni á varahlutavél sem við erum með , léleg símamynd :þ En þetta virkar þannig að loftið inn í AC kemur undan loftsíunni , síðan fer loftið undir trukki í gegnum smurglas/olíugildru ( Litla glæra slangan býr til hringrás, hún verður síðan boruð inn á slönguna sem fer inn í AC)

Síðan kemur einstefnuloki. Blow-off ventill sem opnast við 8 bar ( um 120psi ), síðan er útsláttarofi fyrir rafmagnið í AC , þannig að þegar þrýstingurinn er tæplega 8 bar þá klippir hann á rafmagnið í dæluna. Síðan koma 2 útgangar, einn í hraðtengi fram í húddi og einn í kútinn.

Image

Image

Það sem ég keypti var smurglasið, blow off, útsláttur, 6metrar 8mm slanga, 3m glær slanga, nokkur fittings, endaði í tæplega 17 þús ........... 10þús í AC dælu þannig að þetta kerfi endar í tæplega 30þús sennilega fyrir utan kútinn.