Síða 1 af 1

patrol hlutföll spurning

Posted: 25.nóv 2011, 20:59
frá Bóndi
Sælir verið þið, ég var að fjárfesta í patrol um daginn og mér var sagt að það væru hlutföll í honum en ég er búinn að telja drifið í afturhásingu með því að snúa báðum dekkjum jafnt í einn hring. Þá fór skaftið sirka 4,5+ hring, þá reikna ég með að það séu 462 hlutfall. Mér finnst samt bíllinn vera á lægri hlutföllum og ákvað að taka prufu. Var á 2000 snúningum þá kom þetta svona út; 1 gír 16,5km 2=28.5 3=45 4=67 5=77.5 og 5 l 38.5 gps mælt ps Bíllinn er á 38 supper svamper. Er þad orginal eða er kannski kominn annar millikassi

Re: patrol hlutföll spurning

Posted: 25.nóv 2011, 21:13
frá StefánDal
Er ekki kúplingin bara að snuða? ;)

Re: patrol hlutföll spurning

Posted: 25.nóv 2011, 21:58
frá AgnarBen
Bóndi wrote:Var á 2000 snúningum þá kom þetta svona út; 1 gír 16,5km 2=28.5 3=45 4=67 5=77.5 og 5 l 38.5 gps mælt ps Bíllinn er á 38 supper svamper. Er þad orginal eða er kannski kominn annar millikassi


Miðað við þessar hraðamælingarnar þá ertu með 1:5.42 hlutfall í drifunum. Lægra hlutfall í millikassanum myndi væntanlega bara hafa áhrif á lága drifið.

Hérna getur þú reiknað drifhlutföll: http://www.csgnetwork.com/speedcalc.html
Það er þægilegt að setja inn tölurnar fyrir fjórða gír þar sem hlutfallið í gírkassanum er 1:1

Re: patrol hlutföll spurning

Posted: 25.nóv 2011, 22:04
frá JoiVidd
Bóndi wrote:Sælir verið þið, ég var að fjárfesta í patrol um daginn og mér var sagt að það væru hlutföll í honum en ég er búinn að telja drifið í afturhásingu með því að snúa báðum dekkjum jafnt í einn hring. Þá fór skaftið sirka 4,5+ hring, þá reikna ég með að það séu 462 hlutfall. Mér finnst samt bíllinn vera á lægri hlutföllum og ákvað að taka prufu. Var á 2000 snúningum þá kom þetta svona út; 1 gír 16,5km 2=28.5 3=45 4=67 5=77.5 og 5 l 38.5 gps mælt ps Bíllinn er á 38 supper svamper. Er þad orginal eða er kannski kominn annar millikassi


ég myndi skjóta á orginal hlutföll, ertu ekki ca. á 2300 snúningum á 100 í 5.gír?
ef það er 5:42 þá ertu á ca. 2700snúningum á 100 í 5.gír

Re: patrol hlutföll spurning

Posted: 25.nóv 2011, 22:22
frá jeepson
Ég talaði við einn sem var á patrol á 38" GH dekkjum í sumar. Hann var með orginal hlutföll og vélin var að snúast að mig minnir 1900sn á 90 í 5 gír. Minn er að snúast 2400 minnir mig í 5 gír á 90. Ég er á 38" GH dekkjum líka.

Re: patrol hlutföll spurning

Posted: 26.nóv 2011, 10:33
frá Bóndi
sælir fór á rúntin áðan í 5 á 90 var hann á ca 2300 en á 100 ca 2600
ps bílinn er innflutur notaður frá þýskalandi

Re: patrol hlutföll spurning

Posted: 26.nóv 2011, 11:05
frá AgnarBen
Bóndi wrote:sælir fór á rúntin áðan í 5 á 90 var hann á ca 2300 en á 100 ca 2600


sælir
þú ert klárlega á 5.42 hlutföllum miðað við þessar hraðamælingar hjá þér.

Þú getur leikið þér með allar þessar hraðamælingar sem þú ert búinn að pósta og sett niðurstöður þeirra inn í reiknivélina sem ég benti þér á hér að ofan og þá færðu þá niðurstöðu http://www.csgnetwork.com/speedcalc.html

Settu snúningshraðann í efsta svæðið, svo 38 fyrir stærð dekkjanna, svo 5.42 fyrir drifhlutfall og svo hlutfallið í þeim gír sem þú ert í. Svo smellir þú á ´Calculate Potential Speed´og þá áttu að fá út hraðann sem þú mældir.

Gírhlutföll í patrol kassanum eru:
1 gír = 4.061
2 gír = 2.357
3 gír = 1.490
4 gír = 1.000
5 gír = 0.862
Afturábak = 4.125