patrol hlutföll spurning

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Bóndi
Innlegg: 36
Skráður: 16.okt 2011, 20:03
Fullt nafn: Guðbjörn M Ólafsson

patrol hlutföll spurning

Postfrá Bóndi » 25.nóv 2011, 20:59

Sælir verið þið, ég var að fjárfesta í patrol um daginn og mér var sagt að það væru hlutföll í honum en ég er búinn að telja drifið í afturhásingu með því að snúa báðum dekkjum jafnt í einn hring. Þá fór skaftið sirka 4,5+ hring, þá reikna ég með að það séu 462 hlutfall. Mér finnst samt bíllinn vera á lægri hlutföllum og ákvað að taka prufu. Var á 2000 snúningum þá kom þetta svona út; 1 gír 16,5km 2=28.5 3=45 4=67 5=77.5 og 5 l 38.5 gps mælt ps Bíllinn er á 38 supper svamper. Er þad orginal eða er kannski kominn annar millikassi


Nissan Patrol 92 38
Hyundai Terracan 03 (frúar bíll)

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1238
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: patrol hlutföll spurning

Postfrá StefánDal » 25.nóv 2011, 21:13

Er ekki kúplingin bara að snuða? ;)

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: patrol hlutföll spurning

Postfrá AgnarBen » 25.nóv 2011, 21:58

Bóndi wrote:Var á 2000 snúningum þá kom þetta svona út; 1 gír 16,5km 2=28.5 3=45 4=67 5=77.5 og 5 l 38.5 gps mælt ps Bíllinn er á 38 supper svamper. Er þad orginal eða er kannski kominn annar millikassi


Miðað við þessar hraðamælingarnar þá ertu með 1:5.42 hlutfall í drifunum. Lægra hlutfall í millikassanum myndi væntanlega bara hafa áhrif á lága drifið.

Hérna getur þú reiknað drifhlutföll: http://www.csgnetwork.com/speedcalc.html
Það er þægilegt að setja inn tölurnar fyrir fjórða gír þar sem hlutfallið í gírkassanum er 1:1
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

JoiVidd
Innlegg: 242
Skráður: 23.okt 2010, 18:56
Fullt nafn: Jóhann Viðarsson

Re: patrol hlutföll spurning

Postfrá JoiVidd » 25.nóv 2011, 22:04

Bóndi wrote:Sælir verið þið, ég var að fjárfesta í patrol um daginn og mér var sagt að það væru hlutföll í honum en ég er búinn að telja drifið í afturhásingu með því að snúa báðum dekkjum jafnt í einn hring. Þá fór skaftið sirka 4,5+ hring, þá reikna ég með að það séu 462 hlutfall. Mér finnst samt bíllinn vera á lægri hlutföllum og ákvað að taka prufu. Var á 2000 snúningum þá kom þetta svona út; 1 gír 16,5km 2=28.5 3=45 4=67 5=77.5 og 5 l 38.5 gps mælt ps Bíllinn er á 38 supper svamper. Er þad orginal eða er kannski kominn annar millikassi


ég myndi skjóta á orginal hlutföll, ertu ekki ca. á 2300 snúningum á 100 í 5.gír?
ef það er 5:42 þá ertu á ca. 2700snúningum á 100 í 5.gír
Ford F350 6.0 '05
Benz E55 Amg '98 til sölu
Skidoo Summit 860cc 154" '08

Til sölu varahlutir úr Patrol '02!
Jóhann - 6601605

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: patrol hlutföll spurning

Postfrá jeepson » 25.nóv 2011, 22:22

Ég talaði við einn sem var á patrol á 38" GH dekkjum í sumar. Hann var með orginal hlutföll og vélin var að snúast að mig minnir 1900sn á 90 í 5 gír. Minn er að snúast 2400 minnir mig í 5 gír á 90. Ég er á 38" GH dekkjum líka.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Höfundur þráðar
Bóndi
Innlegg: 36
Skráður: 16.okt 2011, 20:03
Fullt nafn: Guðbjörn M Ólafsson

Re: patrol hlutföll spurning

Postfrá Bóndi » 26.nóv 2011, 10:33

sælir fór á rúntin áðan í 5 á 90 var hann á ca 2300 en á 100 ca 2600
ps bílinn er innflutur notaður frá þýskalandi
Nissan Patrol 92 38
Hyundai Terracan 03 (frúar bíll)

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: patrol hlutföll spurning

Postfrá AgnarBen » 26.nóv 2011, 11:05

Bóndi wrote:sælir fór á rúntin áðan í 5 á 90 var hann á ca 2300 en á 100 ca 2600


sælir
þú ert klárlega á 5.42 hlutföllum miðað við þessar hraðamælingar hjá þér.

Þú getur leikið þér með allar þessar hraðamælingar sem þú ert búinn að pósta og sett niðurstöður þeirra inn í reiknivélina sem ég benti þér á hér að ofan og þá færðu þá niðurstöðu http://www.csgnetwork.com/speedcalc.html

Settu snúningshraðann í efsta svæðið, svo 38 fyrir stærð dekkjanna, svo 5.42 fyrir drifhlutfall og svo hlutfallið í þeim gír sem þú ert í. Svo smellir þú á ´Calculate Potential Speed´og þá áttu að fá út hraðann sem þú mældir.

Gírhlutföll í patrol kassanum eru:
1 gír = 4.061
2 gír = 2.357
3 gír = 1.490
4 gír = 1.000
5 gír = 0.862
Afturábak = 4.125
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur