Síða 1 af 1
að setja milli gír í bíl án diskalæsinga
Posted: 22.nóv 2011, 12:35
frá gaz69m
er að spá í að setja milligír í jeppan hjá mér en hann er ekki með neinum læsingum er bara á sínum gömlu rússa hásingum og verður þannig er samt eithvað sem mælir á móti því að láta föndra milli gír í bílin ættla mér að þvælast eithvað á veturnar þegar er snjór og að sjálfsögðu komast mest allra ;) en eru driflæsingar eithvað möst fyrir mig .
og í guðsbænum tjáið ykkur um þetta
Re: að setja milli gír í bíl án diskalæsinga
Posted: 22.nóv 2011, 12:47
frá Startarinn
Læsingar eru ekkert skilyrði, þær hjálpa oft en menn keyra yfirleitt ekki með þær á að staðaldri. Ég fór einusinni hring í kringum fastan Excursion á 46" dekkjum á 38" hiluxinum mínum ólæstum, ég var ekkert voðalega ósáttur við gamla hilux þá.
Ég fór síðar þá leið að setja auka gírkassa í minn bíl, mér fannst sniðugra að geta ráðið níðurgíruninni meira en bara að vera með einn ofurlágan gír, þannig að ég get valið um 3 niðurgíra, beint í gegn og einn yfirgír. ég er bara sáttur við þessa uppsetningu
Re: að setja milli gír í bíl án diskalæsinga
Posted: 22.nóv 2011, 12:52
frá gaz69m
já spurning hvernig það er að skella öðrum kassa hafa tvo kassa og einn millikassa ,
ertu þá að ná góðri niðurgírun og ekkert vesen
Re: að setja milli gír í bíl án diskalæsinga
Posted: 22.nóv 2011, 14:24
frá Startarinn
1. gír í aukakassanum er 3,7:1 minnir mig, sem er talsvert lægra en orginal hlutfall í milligír, það er hægt að fá 4,7:1 í toyota milligíranna, en fyrir mig var þetta langódýrasta leiðin. ég hef aðgang að rennibekk svo ég gat smíðað tengið sjálfur.
Eina sem hefur komið uppá er að fremri kassinn bilaði, fóru í honum legur mjög fljótlega, en ég held að hann hafi verið tæpur fyrir, enda álagið á hann ekkert aukist, ég er búinn að draga gamlan GAZ í 2-2-háa upp gamla veginn upp Hólmahálsinn við Eskifjörð og ekki varð aftari kassanum meint af því svo ég tel hann full álagsprófaðan, en ég hef ekki komið mér í að laga fremri kassann ennþá svo ég keyri hann bara í 4. gír, þá eru legurnar álagslausar.
Ég þarf að fara að laga það þar sem hlutföllin eru heldur há í bílnum, eða 4.56:1, það væri rífandi hagstætt að keyra bara fremri kassann í 3ja gír
Eina spurningin er hvort þú kemur þessu fyrir, þetta er mikið lengra heldur en að bæta bara við milligír, allavega mældum við þetta í 4runner hjá félaga mínum og sáum að þetta yrði illmögulegt nema færa a.m.k. einn grindarbita og að afturskaftið yrði ógnarstutt
Re: að setja milli gír í bíl án diskalæsinga
Posted: 22.nóv 2011, 15:00
frá gaz69m
já upp á það þá set ég frekar milli gír í það er svoleiðinlegt að þurfa að fara aftur í skott til að skipta um gír en allt þarf ég að mæla og föndra svo er þessi hausverkur hvaða vél á ég að nota verður það róver v8 , hilux 2,4 mitsubishi l200 motor eða hver fjandin virkar eyðir ekki eins og flugmóðurskip og er vit í í rússkíin minn
Re: að setja milli gír í bíl án diskalæsinga
Posted: 22.nóv 2011, 15:24
frá Startarinn
Ég rétti hlykkinn úr gírstönginni og sneri henni svo öfugt, hún er bara á mjög þægilegum stað finnst mér
Re: að setja milli gír í bíl án diskalæsinga
Posted: 22.nóv 2011, 17:21
frá Stebbi
gaz69m wrote:já upp á það þá set ég frekar milli gír í það er svoleiðinlegt að þurfa að fara aftur í skott til að skipta um gír en allt þarf ég að mæla og föndra svo er þessi hausverkur hvaða vél á ég að nota verður það róver v8 , hilux 2,4 mitsubishi l200 motor eða hver fjandin virkar eyðir ekki eins og flugmóðurskip og er vit í í rússkíin minn
Það er nokkuð línulegt hlutfall milli eyðslu og orku nema að fara í verulega nýlega vél og engin af þessum vélum sem þú taldir upp geta talist einhver orkubú.
Re: að setja milli gír í bíl án diskalæsinga
Posted: 22.nóv 2011, 23:51
frá gaz69m
er svo sem bara a' spá í vél sem er 90 hross og með sæmilegt tog og ekki klett þung