Síða 1 af 1

Hilux mótorskipti

Posted: 05.apr 2010, 20:58
frá orninn
Sælir , hvernig er það , ef maður hefur hug á þvi að skipta um mótor í Hilux , skipta út 2,4 bensin hvaða mótor hafa menn verið að setja ofaní ..

Veit að menn hafa verið að setja vortech 4,3 svo hef ég líka verið að lesa um 1UZ-FE og 7mgte ,

hvenrig er með 1UZ-FE og 7mgte , passar þetta beint ofaní húddið á hilux og framan á alla kassa .. þola drifin með 5.29 hlutfoll 240 + hestöfl ?

Hvenrig hefur 1UZ-FE og 7mgte verið að koma út í hilux ef þetta hefur verið sett ofani m.t.t eyðslu vs kraft .. ??

Re: Hilux mótorskipti

Posted: 05.apr 2010, 21:01
frá JonHrafn
Menn hafa líka verið að setja 3l diesel úr LC90

Re: Hilux mótorskipti

Posted: 06.apr 2010, 20:53
frá orninn
passar 3l disel velin beint á hilux kassana ?

Re: Hilux mótorskipti

Posted: 06.apr 2010, 22:34
frá Hlynurh
ég veit að 7mgte passar ef þú færð kúplingshús og mótorfestingar af mótor sem heitir 5mge þá er bara bolta draslið í að vísu þarftu að finna góðan vatskassa og rafmagsviftu og sambandi við drifhlutföll og annað þá er ekki enn komin reynsla á það enn verður vonandi á næstu mánuðum

kv hlynur

Re: Hilux mótorskipti

Posted: 10.apr 2010, 10:41
frá ellisnorra
Ég setti 2.4dísel turbo intercooler í luxinn minn þegar ég henti bensínrellunni. Mótorinn passar á gírkassann ef maður fær kúplingshúsið með vélinni og boltar það á bensín gírkassann. Hinsvegar er allt "hinumegin" á milli vélanna, og þá meina ég allt. alternator, stýrisdæla, startari, loftinntak, púst og whatnot.

Re: Hilux mótorskipti

Posted: 10.apr 2010, 12:49
frá Stebbi
orninn wrote:hvenrig er með 1UZ-FE og 7mgte , passar þetta beint ofaní húddið á hilux og framan á alla kassa .. þola drifin með 5.29 hlutfoll 240 + hestöfl ?


Þegar þú ert komin með 240+ hestöfl þá þarftur ekki úrverk í drifin hjá þér, 4.88 er alveg nógu lágt.

Re: Hilux mótorskipti

Posted: 10.apr 2010, 16:55
frá JonHrafn
Vélar sem ég persónulega hef áhuga á í dag eru 4,3 vortec, 3.0 tdi úr lc 90 og 2,7tdi úr terrano II . En ég nenni ekki að skipta aftur og sætti mig við 3vze í bili :þ Vorum með 22re ( 2,4 bensín hilux )

Re: Hilux mótorskipti

Posted: 11.apr 2010, 13:59
frá ellisnorra
Það er nú alveg möguleiki á að ég viti um 2.7 terrano í rifi... keyrður eitthvað voðalega lítið...

Re: Hilux mótorskipti

Posted: 12.apr 2010, 09:59
frá orninn
já takk fyrir það , en verð að afþakka , þetta er ennþá á byrjunar umhusgunarstigi :=)